Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 78
Úff! Í hádeginu á fimmtu- degi var allt enn á rúi og stúi á Kjarvalsstöðum og undirbúningur á fullu fyrir opnun á morgun. Skúlp- túr Heklu Daggar var enn umvafinn stillansa, gríðar- stór málverk Pat Steir af fossum stóðu enn upp við veggina nýkomin úr kassan- um, í húsgarðinum mót sól stóð kassaþyrping og beið eftir að vatni væri hleypt á. Kjarvalsstaðir verða opnað- ir á morgun eftir nokkurra mánaða undirbúning. Þyngst á vogarskálum þess sem mest er mælt á nú um stundir vega breytingar á kaffistofunni − veit- ingasalan gamla er komin úr eystri forsal aftur á sitt gamla svæði um miðbik hússins og geta gestir Kjarvalsstaða nú sest út í garðinn á sólardögum. Er það í línu við þann mikla áhuga sem borgaryfir- völd hafa sýnt á að Klambratúnið gamla iði aftur af lífi − eftir að það fékk nýtt nafn − Miklatún − og varð að yfirgefnum garði hefur það helst verið gönguleið. Nú verð- ur tækifæri að setjast niður og grípa veitingar á Kjarvalsstöðum − í boði er nýr matseðill. Búið er að endurnýja veggi í forsalnum og þeir verða prýddir nýjum hús- gögnum: Guðrún Lilja Gunnlaugs- dóttir hannaði línu húsgagna og við bætast nýir feltklæddir stólar frá Prologus. En Kjarvalsstaðir eru meira en matsala. Þar eiga borgarbúar og aðrir gestir að geta sótt sér endur- næringu fyrir andlega sinnið. Er það tímanna tákn á þessari öld virkjana að fyrsta sýningin sem listrænn stjórnandi Listasafns Reykvíkinga hóar í er helguð fossaflinu, hinum óvirkjuðu foss- um sem geta svo eðlilega kveikt loga í sálum þeirra sem standa frammi fyrir þeim? Fossar er samsett sýning sem Hafþór hefur sett saman: þar fer mest fyrir málverkum Pat Steir. Steir er fædd 1938 og hefur í nær þrjátíu ár verið í fremstu víglínu bandarískra málara. Hún vinnur jöfnum höndum á striga og í útgáfu printa. Hún vakti fyrst athygli á sýningunni New Image Painters 1978 á Whitney Museum. Í verkum hennar má sjá sterkan bakgrunn í abstraktinu ameríska allar götur aftur í aktion-málverk- ið, en um leið vísanir í rómantíska hefð, einkum í fossamálverkaröð hennar, og í kínverska málaralist fyrri alda eins og má greina Dragon Teeth Waterfall sem er sýnt á Kjarvalsstöðum. Steir hefur haldið yfir 120 einkasýningar og tekið þátt i fjölda samsýninga á ferli sínum. Verk hennar eru í söfnum um heim allan: heima í Bandaríkjun- um, Evrópu og Asíu. Hún hefur sýnt á stóru messunum: Feneyj- um, Documenta, tvíæringnum í Sao Paulo. Verk hennar hanga uppi í Museum of Modern Art, Whitney, Philadelphia Museum of Art, Los Angeles County Museum of Art, Musée D’art Moderne de la Ville de Paris, Tate Gallery í London, og mörgum fleirum. Þetta er sem sagt alvöru kona. Gestir geta hitt Pat í listamanna- spjalli á morgun kl. 14 þar sem þau Hafþór leiða saman hesta sína. Hekla Dögg og Ólafur Elíasson leggja hvort sinn skúlptúrinn til Fossa og síðan er innsetning Rúrí helguð Dettifossi í afluktum enda vestursalarins stór. Gestir geta því ekki annað en spurt sig hvað er fossinn í mínu lífi? Fossasýn- ingin eru beint innlegg í umræðu dagsins. Á hverjum sunnudegi er opinn norðursalurinn, rétt við aðalinn- gang Kjarvalsstaða. Þar er tekið á móti börnum og foreldrum kl. 14 og unnið með sjálfsmyndina út frá bernskumyndum Kjarvals. Er ekki betra tækifæri í boði fyrir fjölskylduna að fara í myndatöku: foreldrum eru frjáls teiknitækin rétt eins og börnum. Kjarvalsverkin eru þannig bak- landið í starfi Kjarvalsstaða áfram: þar verður á laugardaginn sett upp sýning á verkum sem Einar Garibaldi Eiríksson hefur valið. Hann segir í sýningarskrá: „Markmið sýningarinnar er að hleypa áhorfendum beint að verk- unum, í tímabundnu hléi frá goð- sögninni um meistarann og leyfa þeim að heyra rödd málarans Jóhannesar S. Kjarval milliliða- laust í eyrum sínum. ... Sýningin er tilraun þar sem áhorfendur eru hvattir til að taka þátt í samræðu við málarann og líta á sýningarrými Kjarvalsstaða sem áhættusvæði óheftrar hugs- unar, fremur en geymslustað ósnertanlegra meistaraverka. ... Virkni verkanna er tekin til endurskoðunar án listfræðilegra útlistinga, staðreynda um lífs- hlaup hans, lýsinga á líkamsburð- um eða sögum af sérstæðu lundar- fari hans.“ Unaðslegar stundir Rauða Húsið · Sími: 483-3330 Búðarstíg 4 · 820 Eyrarbakkka www.raudahusid.is með spennandi fjögurra rétta kvöldverði á aðeins 3.900.- allar helgar í janúar, febrúar og mars „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR Sýningarnar eru opnar virka daga frá kl. 11 - 17 og um helgar frá kl. 13 - 16 Gerðuberg • sími 575 7700 GERÐUBERG www.gerduberg.is RÚRÍ Tími - Afstæði - Gildi Sýning frá glæstum listferli Verið velkomin á þorrafund Kvæðamannafélagsins Iðunnar föstudaginn 9. feb kl. 20 Leikbrúðuland frumsýnir Vináttu fjögur ævintýri Leikstjóri: Örn Árnason Lau 10. feb og sun 11. feb kl. 14 Miðaverð: kr. 1.000.- Nánari upplýsingar í síma 895 6151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.