Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 8
Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu varar fólk við
óprúttnum aðilum sem hringja í
nafni líknar- og góðgerðarsamtaka
og segjast vera að safna fé. Borið
hefur á því undanfarið að hringt
sé í fólk í nafni Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur og það beðið
um að láta í té greiðslukortanúm-
er sín og gildistíma. Með því að
gefa þær upplýsingar er hægt að
taka út umtalsverðar fjárhæðir án
þess þó að þær renni til góðgerð-
armála. Lögregla tekur fram að
Mæðrastyrksnefnd standi ekki
fyrir þeirri söfnun sem hér var
lýst að framan.
Strangar reglur gilda um slíkar
fjársafnanir og ekki á færi allra að
stunda þannig starfsemi. Ágæt
regla er að hafa samband við við-
komandi líknar- eða góðgerðarsam-
tök og spyrja hvort verið sé að
safna fé í þeirra nafni. Þetta ber að
gera áður en gefnar eru upplýsing-
ar um greiðslukorta- eða reikn-
ingsnúmer. Með því má staðreyna
hvort um er að ræða raunverulega
söfnun eða fjársvikastarfsemi.
Ómar Smári Ármannsson
aðstoðaryfirlögregluþjónn kveðst
ekki vita til þess að fólk hafi tapað
peningum vegna þessarar fölsku
söfnunar nú. Atvik af þessu tagi
verði alltaf af og til. Til standi að
birta á heimsíðu lögreglu höfuð-
borgarsvæðisins nöfn allra þeirra
sem hafa leyfi til fjársafnana,
þannig að fólk geti varað sig á fals-
söfnunum.
Hádegisfundarröð ReykjavíkurAkademíunnar
um lýðræði og samfélag hefst mánudaginn
12. febrúar, kl. 12.15
okka auk Jóns Ólafssonar heimspekings
ræða um lýðræði í íslensku samfélagi.
Hringbraut 112.
Nesbyggð
Nesbyggð ehf. | Stapabraut 5 | 260 Reykjanesbær | Sími: 421 2700 | Fax: 421 2765
Sölusýning
Opið hús laugardag og sunnudag
frá klukkan 10:00 til 17:00
Tjarnabakki 12. Reykjanesbæ.
Sýnum um helgina fullbúnar íbúðir í Tjarnabakka. Íbúðirnar eru 120m2 og eru
selar með öllum rafmafnstækjum. Opið hús 10 til 17 laugardag og sunnudag.
ATH 90% lán - engin þinglýsingar eða lántökugjöld
Beykidalur
Erum að byrjað selja litlar íbúðir í Beykidal sem verða tilbúnar í ársbyrjun 2008.
Nánari upplýsingar á www.nesbyggd.is og hjá fasteignasölum í Reykjanesbæ
Í bréfi sem Arna
Schram, formaður Blaðamannafé-
lags Íslands, BÍ, sendi í gær til
Halldórs Ásgrímssonar, fram-
kvæmdastjóra Norrænu ráðherra-
nefndarinnar, er reifuð deila BÍ
við menntamálaráðherra.
Þar kemur fram að Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra sé eini ráðherrann á
Norðurlöndunum sem kjósi að
starfa ekki með fagfélagi blaða-
manna síns lands að málefnum
Norræna blaðamannaskólans,
NJC, í Árósum.
„BÍ lítur því svo á að ekki sé
lengur í þess verkahring að aug-
lýsa námskeið skólans. Auk þess
hlýtur að koma til álita að beina
endurmenntunarstyrkjum blaða-
manna einnig til annarra skóla en
NJC,“ segir Arna.
NJC er verkefni Norrænu ráð-
herranefndarinnar og Arna segir
ákvörðun menntamálaráðherra
stríða gegn grunngildum skólans.
„Þess vegna upplýsi ég fram-
kvæmdastjórann um þetta,“ segir
hún. Arna bætir við að ákvörðun
Þorgerðar hafi vakið athygli hinna
norrænu blaðamannafélaganna.
Blaðamannasamtökin tilnefndu
þau Birgi Guðmundsson lektor og
Svanborgu Sigmarsdóttur blaða-
mann Fréttablaðsins.
Ráðherra skipaði hins vegar
þau Ólaf Þ. Stephensen aðstoðar-
ritstjóra Morgunblaðsins og Elfu
Ýr Gylfadóttur, deildarstjóra í
menntamálaráðuneytinu.
Kvartar undan ráðherranum
Hæstiréttur sýknaði í
gær karlmann sem Héraðsdómur
Reykjaness dæmdi í þrjátíu daga
fangelsi fyrir frelsissviptingu.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa haldið starfsmanni Orku-
veitu Reykjavíkur nauðugum á
skrifstofu í hálfa klukkustund
fyrir ári.
Starfsmaðurinn lokaði fyrir
rafmagn á skrifstofu ákærða.
Ákærði vildi að starfsmaðurinn
væri viðstaddur meðan hann
hringdi í Orkuveituna til að fá
skýringar á lokuninni því hann
hefði greitt rafmagnsreikninginn.
Hæstiréttur taldi sannað að
starfsmaðurinn hefði farið
sjálfviljugur inn á skrifstofuna.
Eins var talið ósannað að starfs-
maður Orkuveitunnar hefði reynt
að komast út og maðurinn hefði
varnað honum útgöngu.
Sýknaður af
frelsissviptingu
Leiðtogar hinna
stríðandi palestínsku fylkinga
Fatah og Hamas skrifuðu í gær-
kvöld undir samkomulag um þjóð-
stjórn í Palestínu eftir tveggja
daga stífar viðræður í Mekka.
Tilgangur viðræðnanna var tví-
þættur. Annars vegar að ná sam-
komulagi um þjóðstjórn sem báðar
fylkingar eiga aðild að og hins
vegar að þjóðstjórnin viðurkenni
fyrri friðarsamninga sem Frelsis-
samtök Palestínu, sem Fatah til-
heyrir, gerðu við Ísrael.
Samið var um skipan í ráð-
herrastöður í gær en sérstaklega
hefur verið deilt um embætti inn-
anríkisráðherra þar sem því emb-
ætti fylgir stjórn á öryggissveit-
um. Sæst var á að Hamas myndi
leggja fram lista með nöfnum
frambjóðenda og að Abbas sam-
þykkti einn af þeim.
Hamas, sem vann stórsigur í
kosningum fyrir rúmu ári síðan,
hefur neitað að viðurkenna til-
verurétt Ísraelsríkis og þar af
leiðandi neitað að viðurkenna frið-
arsamninga við Ísrael þar sem í
því fælist viðurkenning á tilveru-
rétti þess. Í samkomulaginu sem
leiðtogarnir undirrituðu í gær
sagði að þjóðstjórnin myndi
„virða“ fyrri friðarsamninga við
Ísrael. Fulltrúar Hamas höfðu
fyrr um daginn sagt að slíkt orða-
lag þýddi ekki að Hamas viður-
kenndi tilverurétt Ísraels.
Stjórnvöld í Ísrael og Banda-
ríkjunum krefjast þess að Hamas
viðurkenni tilverurétt Ísraelsríkis
og hafni ofbeldi með öllu. Sé þess-
um skilyrðum ekki fullnægt er
óvíst að Bandaríkin aflétti alþjóð-
legu viðskiptabanni á palestínsku
stjórnina.
Einnig er þá óvíst að ísraelsk
stjórnvöld muni hefja friðarvið-
ræður við nýja palestínska stjórn
en til stendur að Ehud Olmert, for-
sætisráðherra Ísraels, og Condol-
eezza Rice, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, fundi með Mah-
moud Abbas, forseta Palestínu, 19.
febrúar næstkomandi í Jerúsalem
til að reyna að blása lífi í friðar-
viðræður.
Þjóðstjórn Hamas
og Fatah í Palestínu
Leiðtogar Fatah og Hamas skrifuðu í gærkvöldi undir samkomulag um þjóð-
stjórn í Palestínu í Mekka. Nýja þjóðstjórnin mun virða fyrri friðarsamninga
við Ísrael. Umdeilt embætti innanríkisráðherra skipað eftir samkomulagi.
Þróunarsamvinnustofn-
un Íslands, ÞSSÍ, og stjórnvöld í
Níkaragva hefja brátt viðræður
um samvinnu á sviði orkumála.
Stjórn Sandínista hefur lýst yfir
áhuga á að hraða þróun jarðhita-
mála í samvinnu við íslensk
fyrirtæki. Að sögn Gísla Pálsson-
ar, umdæmisstjóra ÞSSÍ í
landinu, mun stofnunin koma
þessu á framfæri við þau. Mikill
ónýttur jarðhiti sé í Níkarakva.
Gísli segir einnig að ný
Sandínistastjórn Daniels Ortega
líti sérstaklega til Íslands í
orkumálum.
Níkaragva er eitt fátækasta
ríki vesturhvels jarðar.
Samstarf við
Sandínista
Hver er rektor Háskólans á
Hólum?
Hverjir eru stýrivextir Seðla-
bankans?
Í hvaða flokk gekk Kristinn
H. Gunnarsson í gær?
Háskólinn á Bifröst
útskrifar 46 kandídata á morgun.
34 þeirra eru í grunnnámi en tólf
útskrifast með meistarapróf
Þetta er fyrsta útskrift Ágústs
Einarssonar, nýs rektors skólans.
Af þeim sem útskrifast í
grunnnámi eru fimmtán í
viðskiptafræði og nítján í
viðskiptalögfræði. Með meistara-
próf útskrifast einn í hagnýtum
hagvísindum, þrír í menningar-
stjórnun, sex í lögfræði og tveir í
viðskiptafræði. Viðskiptadeild,
lagadeild og félagsvísindadeild
eru við háskólann.
Tæpir fimmtíu
útskriftarnemar