Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 69
Nýlega féll dómur í erfðamáli Jóhannesar Kjarval heitins list- málara, þann dag og morguninn eftir voru fréttir af því í fjölmiðl- um. Síðan ekkert. Ég fékk sjö mínútur í Kastljósi til þess að skýra málstað fjölskyld- unnar sem ég hlýt að vera þakklát- ur fyrir, átti erfitt með að koma honum á framfæri, jafnvel neyðst til að kaupa auglýsingar undir greinar. Vafaatriði um eign á meira en 5.000 listaverkum eftir Kjarval og málaferli þess vegna, hljóta að leggja skyldur á fjölmiðla að gera því skil sem þeir gerðu aldrei. Mín skoðun að samsæri sé í gangi að gefa Kjarvalsfjölskyldunni hvorki réttlæti né sanngirni, við ekki talin fullgildir einstaklingar af því að við erum fjölskylda Kjarvals, við aðskotadýrin, óalandi og óferjandi aðeins og eingöngu vegna þess að við erum afkomendur hans. Sýndi sig einna best á 100 ára afmælissýningu Kjarvals á Kjar- valsstöðum, sendibréf Ásu dóttur hans í sýningarkassa meðan hún var enn á lífi og án leyfis. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Reykjavíkurborg af öllum kröfum fjölskyldunnar. Þangað til þeim dómi verður hnekkt, sem auð- vitað verður, á Reykjavíkurborg óopnaðar jólagjafir frá fjölskyldu minni, sendibréf eiginkonu og móður barna Kjarvals, börnum og barnabörnum, jafnvel handrit eftir ömmu og gamlar biblíur. Reykja- víkurborg á dót og drasl tekið með meira en 5.000 listaverkum úr vinnustofu gamalmennis í 153 köss- um, rúmlega 2 mánuðum áður en hann var lagður inn á geðdeild Borgarspítalans þar sem hann lést nokkrum árum seinna. Dómurinn byggir á frásögn þess starfsmanns Reykjavíkur- borgar sem varð forstöðumaður Kjarvalsstaða, sonar hans og leigubílstjóra sem keyrði mál- arann. Þeir einu (samkvæmt dómnum) við- staddir meinta gjöf, starfsmaðurinn, sonurinn og Geir Hallgrímsson, þáverandi borgarstjóri. En Geir sagði 1982 að hann myndi ekki hvernig þetta bar að þó hann efaðist ekki um að þetta hefði verið gjöf. Í rauninni er það sonurinn, þá 18 ára, sem er undirstaða dómsins. Þegar Baldur Guðlaugsson hrl. rann- sakaði þetta mál 1982 kom í ljós dag- bók eftir hann sem átti að vera skrif- uð 7. nóvember 1968. Í henni stendur að afi minn hafi gefið Reykjavíkur- borg nokkra tugi teikninga og skiss- ur með öðru dóti þann dag. Samkvæmt öllum upplýsingum 1982 og skýrslu Baldurs var sonur- inn ekki viðstaddur þennan meinta munnlega gjafagerning, sagt að Ólafur Þórðarson, frændi Kjarvals, hefði komið hálftíma seinna. Það er eimmitt til bréf frá „Óla frænda“ skrifað þá og sent pabba veikum hjá Ásu systur hans. Óli skrifar í löngu bréfi: „Til þess að trufla ekki – þá kom eg ekki fyrren tæpl. 2.30. Borgarstjóri var þar enn, og töluðu Jóhannes og hann saman í góðum og ljúfum tón og spásseruðu fram og til baka, en eg sneri mér að Alfreð sem opnaði f. mér og fórum við út að glugga í einu horninu þar sem minnst bar á okkur. Borgarstj. kom svo til okkar og kvaddi okkur með virtum. Þá vorum við þrír eftir.“ Ólafur skrifar einnig að pabbi eigi ekki að hafa áhyggjur, að þetta sé til geymslu. Borgin gekk út frá því í vörn sinni að sonurinn hefði ekki verið viðstaddur. En í aðalmeðferð þegar Guðmundur Alfreðsson gaf skýrslu í gegnum síma, sagðist hann hafa verið vitni að meintri gjöf. Langur tími fór í að komast yfir sjúkraskýrslur afa. Endanlega gaf dómari út úrskurð um að hann ætti að fá þær, en setti þau skilyrði að enginn mætti lesa skýrslurnar nema hann og lögmennirnir, ekki einu sinni fjölskyldan. Samt fékk virtur íslenskur geðlæknir að fara yfir skýrslurnar og gerði skýrslu um hæfni Kjarvals til þess að gefa nær allt sitt munnlega 7. nóvember 1968. Hún var síðan lögð fyrir dómara. Í dómnum er ekki minnst á þessi gögn. Dómari virðist ekki hafa leitað sérfræðihjálpar til þess að meta þau. Ég spyr, geta samtök heilbrigðis- stétta liðið að sérfræðiáliti geðlækn- is sé hent til hliðar? Hvers vegna hafa samtök lista- manna á Íslandi aldrei mótmælt því að vinnustofa eins þeirra var tæmd án skjalfestingar, eingöngu orð opin- bers starfsmanns um að hann hafi tekið eigurnar með leyfi, ekkert til frá listamanninum sjálfum? Lista- maðurinn í hárri elli og örfáum vikum áður en hann er lagður inn á geðspítala? Eru þetta eðlileg eða heiðarleg viðbrögð listamanna eða samtaka þeirra? Ég hef hugsað um marga sem ættu að segja eitthvað opinberlega, en ekkert nema þögnin, þögn níðing- anna að mínum dómi. Margt hefur farið í gegnum hug- ann þó ég hafi búist við þessum úrskurði, systkini mín og móðir að því er virðist ánægð með að níðings- verkið er opinbert. Sótt að mér óhugguleg tilfinning sem ég ræð ekki við, að þetta sé þjóðfélagið sem ég ólst upp í og kominn af, partur af mér sjálfum. Þetta fólk eins og ég, fólkið sem treður á sannleikanum og réttlætinu. Þetta er tilfinningin sem er að rífa mig í sundur. Höfundur er afkomandi Jóhannes- ar S. Kjarval Dómurinn í máli Kjarvals áður 31.000 núna á 19.800 Sófi + stólar 3+1+1, áður 269.800 nú 199.800 Sófi 3ja sæta, áður 129.800 nú 99.800 Leður. Litir: Svart og hvítt. Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: AFSLÁTTUR 35%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.