Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 80
Þótt ótrúlegt megi virðast hefur tónlistarlífið í Noregi verið að glæðast
gríðarlega mikið á undanförnum árum. Ekki eingöngu hafa verið að koma
þaðan frambærilegar sveitir heldur er þar í landi að finna nokkrar afar
skemmtilegar tónlistarhátíðir.
Þessa dagana er einmitt í gangi stærsta tónlistarráðstefna Norðurland-
anna, by:Larm, í Þrándheimi en auk vinnufunda og fyrirlestra sem þar fara
fram eru hátt í 170 tónleikar haldnir handa öllum hátíðargestum. Þarna
koma fram margar af helstu vonarstjörnum skandinavísks tónlistarlífs,
meðal annars íslensku sveitirnar Reykjavík!, Últra Mega Teknóbandið
Stefán og Lay Low. Auk þeirra eru þarna einnig listamenn á borð við El
Perro Del Mar, Datarock, Lo-Fi-Fnk, Loney, Dear og Powersolo.
Tvær skemmtilegar sumarhátíðir hafa einnig fyrir löngu stimplað sig
rækilega inn, annars vegar Quart hátíðin í Kristiansand og hins vegar hin
stórbrotna Øya-hátíð. Quart telst ekki vera stór hátíð á alþjóðlegan
mælikvarða en þangað koma um 15 þúsund manns dag hvern, alla sex daga
hátíðarinnar. Hátíð er haldin á ótrúlega sjarmer-andi lítilli eyju sem er
alveg við höfnina. Síðustu ár hafa meðal annars spilað þar Kanye West,
Interpol, David Bowie, Depeche Mode, Muse og fleiri. Øya-hátíðin fer fram
í elsta hluta Óslóar í ágúst ár hvert og stendur yfir í fjóra daga. Hátíðin
trekkir að sér gríðarlega áhugaverðar hljómsveitir og sem dæmi má nefna
að bara í fyrra spiluðu þar ekki ómerkari spámenn en Morrisey, Hot Chip,
!!!, Band of Horses, The Knife, The Fall, Liars, The Cramps, The Wrens og
Yoko Ono. Þrátt fyrir að enn sé hálft ár í hátíðina hafa samt sem áður Amy
Winehouse, Lady Sovereign, Malajube og Boredoms nú þegar staðfest
komu sína.
Nýjasta viðbótin við þessa skemmtilegu flóru tónlistarhátíða Norðmanna
er Hove-hátíðin sem haldin verður í Arendal í lok júní en hún er sett til
höfuðs Quart en á milli hátíðanna tveggja er innan við klukkutíma akstur
og ein vika. Í nýlegu viðtali sagði framkvæmdastjóri Hove, sem áður
starfaði fyrir Quart, að alls yrði eytt sem nemur um 120 milljónum
íslenskra króna í að veiða hljómsveitir á
hátíðina. Sem dæmi má nefna að nýlega
skrifuðu Reykjavíkurborg og skipuleggj-
endur Iceland Airwaves að Reykjavíkur-
borg myndi styrkja hátíðina um samtals 19
milljónir á næstu fjórum árum. Þeir sem ná
ekki að svala tónleikaþorsta sínum með
því að mæta eingöngu á Airwaves geta
því einnig kíkt til Noregs í sumar.
Hátíðir blómstra í Noregi
Fyrsta plata tónlistar-
mannsins Mika, Life in
Cartoon Motion, kemur út
hérlendis 26. febrúar. Freyr
Bjarnason kynnti sér feril
þessa mikla falsettumeist-
ara, sem margir telja björt-
ustu von ársins 2007.
Fyrsta smáskífulag plötunnar,
Grace Kelly, hefur slegið ræki-
lega í gegn og hefur það setið í
þrjár vikur á toppi breska smá-
skífulistans. Mika samdi lagið
sem andsvar til fyrrverandi
útgáfufyrirtækis síns þar sem
forsvarsmenn þess vildu að hann
aðlagaði söngstíl sinn hefðbundnu
poppi. Söngstíll Mika er mjög sér-
stakur þar sem falsettur gegna
veigamiklu hlutverki og tók hann
ekki í mál að feta troðnar slóðir
poppsins. Tommy Mottola, sem
áður var yfirmaður hjá Sony
Music, tók hann upp á sína arma
og nú er hann að slá í gegn.
Mika, sem er 23 ára, fæddist í
Líbanon en ólst upp í París og
London ásamt fjórum systkinum
sínum. Ungur að árum fór hann
að semja lög, ekki endilega vegna
mikils tónlistaráhuga heldur frek-
ar vegna þess að það var auðveld
leið til að segja sögur, brandara
og stundum sannleikann. „Ef
maður segir sannleikann í lagi
verður fólk ekki eins pirrað og ef
maður segir fólki hann augliti til
auglitis,“ sagði Mika. „Ég sendi
sögurnar mínar út um allt en fékk
fá svör. Því meira sem ég sökkti
mér í tónlistina því meira fór ég
að einbeita mér að eigin lagasmíð-
um. Á síðasta ári ákvað ég síðan
að láta til skarar skríða.“
Mika hefur iðulega verið líkt við
Freddie Mercury, fyrrum söngv-
ara Queen, og glyshljómsveitina
The Scissor Sisters. „Þegar maður
kemur fram á sjónarsviðið alveg
upp úr þurru finnst mér ekki
skrýtið að fólk vilji líkja mér við
aðra listamenn,“ sagði Mika.
„Sem betur fer er verið að líkja
mér við listamenn sem ég fíla
vel.“
Viðbrögð við nýju plötunni hafa
verið misjöfn í heimalandi hans
Bretlandi. Platan fékk fjórar
stjörnur í The Evening Standard
en aðeins eina af fimm möguleg-
um í The Guardian. Mika kippir
sér lítið upp við það. „Ég man
þegar ég var sjö ára og hélt
afmælisveislu. Skólafélagar
mínir gerði grín að mér fyrir að
fara yfir strikið. Það sama er að
gerast í kvöld,“ sagði Mika þegar
tilkynnt var um útkomu plötunn-
ar. „Ég er samt að skemmta mér
betur en nokkru sinni fyrr og af
hverju má ég það ekki?“
Mika hefur verið talinn bjartasta
von ársins 2007 að mati BBC og
fleiri tónlistarmiðla, en BBC-
menn hafa verið óvenju sannspá-
ir hingað til því þeir spáðu bæði
Franz Ferdinand og Scissor Sist-
ers miklum frama sem síðar kom
á daginn.
Eins og hjá mörgu ungu tónlistar-
fólki, hefur vefsetrið Myspace
hitað vel undir ferli Mika. Á
aðeins örfáum mánuðum er spil-
un á síðu hans komin í yfir eina
milljón. Áhugasamir geta kíkt á
heimasvæði hans myspace.com/
mikamyspace og mikasounds.
com og komist að því hvað er
svona sérstakt við þennan Mika.
Alla vega er ljóst að tónlist hans
er uppfull af birtu og léttleika,
sem er eitthvað sem okkur Íslend-
ingum veitir ekki af í svartasta
skammdeginu.
Zeitgeist í sumar
– stærsti fjölmiðillinn!
Um 160.000 lesendur
Blaðinu er dreift með Fréttablaðinu í 105.000 eintökum um allt land.
Sér
blað
um
brú
ðka
up
15.f
ebr
úar
Þar sem fjallað verður um allt sem
við kemur Brúðkaupsundirbúningi
ásamt öðrum fróðleik.
Glæsilegt sérblað um brúðkaup fylgir
Fréttablaðinu 15.febrúar n.k.
Auglýsendur athugið nánari upplýsingar veitir Erna
Sigmundsdóttur í síma 550-5863 eða ernas@365.is