Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 82
Svo gæti farið að dómsmáli banda-
ríska upptökustjórans Phil Spect-
or verði sjónvarpað. Spector, sem
er 66 ára, er sakaður um að hafa
skotið til bana leikkonuna Lönu
Clarkson í Los Angeles árið 2003.
Sjálfur segir hann að Clarkson
hafi framið sjálfsvíg.
Dómarinn í málinu vill að
almenningur geti fylgst náið með
dómsmálinu og íhugar því að leyfa
sýningu þess í sjónvarpi.
Spector, sem gengur laus gegn
tryggingu, á yfir höfði sér lífstíð-
arfangelsi verði hann fundinn
sekur um morð. Réttarhöldin áttu
að hefjast í september árið 2005
en þeim hefur þrívegis verið
frestað.
Jade Jagger, dóttir rokkarans
Mick Jagger, bættist í hóp flug-
dólga á dögunum, þegar hún flaug
frá London til New York. New
York Post greinir frá því að Jagg-
er hafi ásamt vinum sínum klifrað
yfir sætaraðir, oltið um ganginn
og stolið vínflöskum af öðrum far-
þegum. Dagblaðinu hafði borist
tölvupóstur frá reiðum farþega,
sem sagði frá því að Jagger og
föruneyti hennar hefði verið fylgt
um borð sem gestum Richards
Branson, en þau hefðu öll litið út
eins og þau hefðu ekki þvegið sér í
lengri tíma.
Vinahópurinn talaði að auki
hátt og ósmekklega um aðra far-
þega, og Jagger náði að sparka til
flugfreyju áður en
flugmaðurinn sá
sig knúinn til
að skerast í
leikinn og
stilla til frið-
ar. Talsmað-
ur Jagger
segir að
stúlkan sé illa
haldin af flug-
hræðslu og fái sér
því oft einn drykk
fyrir flug.
Brad Pitt vill binda enda á sambandið
við Angelinu Jolie, samkvæmt Nation-
al Enquirer. Tímaritið segir Pitt hafa
trúað vinum sínum fyrir því að hann
sé að gefast upp og þrái frelsi. Á síð-
ustu dögum hefur Pitt tvisvar sinnum
misst stjórn á skapi sínu gagnvart
paparazzi-ljósmyndurum. Vinir hans
segja leikarann ekki lengur þola inn-
rásina í einkalíf sitt og óttast að hann
sé að missa tökin. Þeir hafa ráðlagt
Pitt að leita sér hjálpar hjá sálfræð-
ingi.
Samkvæmt sömu vinum eru brest-
ir í sambandi Pitt og Jolie, sem orsak-
ast að miklu leyti af afbrýðisemi leik-
konunnar og framkomu hennar við
Jennifer Aniston, fyrrverandi eigin-
konu Pitt. Stöðugt áreiti ljósmyndara,
ábyrgðin sem fylgir þremur börnum
og leikferillinn eru aðrar orsakir
tilfinningalegrar kreppu Pitt, en
það var fjölmiðlafárið í kringum
dauða Marcheline Bertrand,
móður Jolie, sem fyllti mælinn hjá
leikaranum.
Eins og kunnugt er lét Bertrand
dóttur sína lofa sér því að giftast
Pitt áður en hún lest. Miðað við þess-
ar fregnir gæti Angelina þurft að
brjóta loforðið.
Courteney Cox ætlar ekki að nota
staðgengil í ástarsenum í Dirt,
hinni nýju þáttaröð hennar og eig-
inmanns hennar, Davids Arquette.
Cox kveðst hafa verið afar tauga-
óstyrk yfir nektarsenunum og lík-
ama sínum, en að lokum ákvað
hún að vera bara hún sjálf og
hætta að hafa áhyggjur. Þetta
segir hún vera mikla breytingu.
Það eru þó ekki nektarsenurn-
ar í Dirt sem vekja hvað mest
umtal, heldur margumræddur
koss þeirra Jennifer Aniston, sem
mun birtast í aukahlutverki í þátt-
unum. Leikkonurnar segja koss-
inn vera afar saklausan, en heim-
urinn bíður átekta eftir að fá að
berja hann augum.
Leikur sjálf í
ástarsenum
Keira Knightley sagði í viðtali við
Hello á dögunum að hún þurfi sár-
lega á fríi að halda. „Eðlisávísun
mín segir mér að taka öllum
atvinnutilboðum svo að þau hætti
ekki að berast,“ sagði leikkonan
við Hello. Hún sagðist hafa unnið
baki brotnu í nokkur ár, en nú væri
svo komið að hún þyrfti að draga
sig í hlé og endurheimta líf sitt. Ef
það þýði að hún þurfi að byrja upp
á nýtt þegar hún snúi aftur í kvik-
myndaheiminn verði bara að hafa
það.
Í sama viðtali kvaðst Knightley
gera sér grein fyrir því að hún
væri andlitsfríð. „Ég er fullkom-
lega meðvituð um að ég fæ vinnu
út á andlitið,“ sagði hún.
Þarf að taka
sér frí Spector í sjónvarpiÍ hóp flugdólga
Brad Pitt vill hætta með Angelinu Jolie
Færeyingar í Hjálpræðis-
hernum á Íslandi eru
tvístígandi um hvort þeir
eigi að kjósa kaftein Sigurð
eða landa sinn Jógvan í X-
Factor. Fyrir Rannvá Olsen
er valið auðveldara þar sem
hún er gift kafteininum.
„Sem betur fer er þetta bara
skemmtun en ekki upp á líf og
dauða,“ segir Rannvá Olsen, eigin-
kona Sigurðar Ingimarssonar,
þátttakanda í X-Factor söng-
keppninni sem sýnd er á Stöð
tvö.
Þau hjónin eru bæði kaf-
teinar í Hjálpræðisher-
num og forstöðumenn
samtakanna á Akureyri.
Rannvá styður sinn mann
auðvitað með ráð og dáð
en hjarta hennar slær
óneitanlega líka með
öðrum keppanda, Jóg-
vani Hansen, því bæði eru
þau frá Færeyjum. „Þeir eru
nú báðir í sama liði hjá Einari
Bárðarsyni þannig ég þarf
ekkert að gera upp á milli þeirra,“
segir Rannvá og hlær. Atkvæði
eru greidd í gegnum síma og má
senda alls fimm atkvæði úr hverju
númeri. „Hingað til hafa atkvæðin
mín runnið óskipt til Sigurðar,“
segir Rannvá en þvertekur ekki
fyrir að mögulega muni Jógvan fá
einstaka atkvæði frá henni. „En
hann fær ábyggilega fullt af
atkvæðum frá öðrum
Færeyingum, þeir
eru svo duglegir
við að styðja sína
menn.“
Rannvá
segir að
félag-
ar
Sigurðar í Hjálpræðishernum
fyrir norðan fylgist grannt með
og styðji við bakið á honum.
„Krakkarnir eru sérstaklega
upprifnir yfir þessu. Það eru
reyndar ekki allir með Stöð tvö en
fólk safnast bara saman hjá þeim
sem eru í áskrift og það myndast
skemmtileg stemning,“ segir
Rannvá sem er hæstánægð með
frammistöðu Sigurðar í keppninni
og trúir að hann eigi eftir að ná
langt í henni.