Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 18
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Hin svokallaða Böggla-
geymsla KEA hefur staðið
í niðurníðslu í Grófargilinu
á Akureyri undanfarin ár.
Nú hefur listakokkurinn
Friðrik V. fengið inni í hús-
inu sem verður gert upp og
fært í upprunalegt horf.
Á undanförnum árum hefur annað
slagið komið upp sú umræða
hvort ekki eigi að blása lífi í
gömlu bögglageymsluna sem
staðið hefur auð í 36 ár. Húsið er
fallegt og ýmsar hugmyndir hafa
verið bornar á borð fyrir KEA-
menn sem nú hafa tekið ákvörðun
um framtíð hússins. Vetingastað-
urinn Friðrik V. flytur í húsið og
þenur út starfsemi sína.
„Við hjónin höfum horft á þetta
hús í nokkur ár og alltaf verið
svolítið skotin í því,“ segir kokk-
urinn Friðrik V. Karlsson sem
undanfarin ár hefur rekið veit-
ingastaðinn Friðrik V. Brasserie í
litlu húsi við Strandgötuna.
Friðrik og eiginkona hans,
Arnrún Magnúsdóttir, hafa lagt
áherslu á hráefni af Eyjafjarðar-
svæðinu og það verkefni verður
þanið út þegar í Bögglageymsluna
er komið. „Við ætlum að hnoða
utan um starfsemina. Við verðum
með aðeins stærri veitingastað en
við höfum núna. Í kjallaranum þar
sem kjötbúðin var forðum verð-
um við með sælkeraverslun þar
sem fólk getur keypt ýmislegt
góðgæti úr héraðinu, fisk, kjöt,
osta og mjólkurvörur. Þá verðum
við líka með stóra koníaksstofu og
rúmgóðan fjölnota sal þar sem
hægt verður að halda veislur,
fundi, tónleika og aðrar uppákom-
ur.
Áhersla á hráefni úr héraði fer
vel saman við sögu hússins sem
þjónaði ýmsum hlutverkum fyrir
Kaupfélagið á síðustu öld. „Húsið
er byggt árið 1907 og verður því
100 ára á þessu ári. Það var byggt
sem sláturhús fyrir KEA en síðar
var þar einnig kaffibrennsla, kjöt-
búð, gosdrykkja- og sælgætisgerð
auk þess sem Mjólkursamlagið
var með starfsemi þar. Það fylgir
því viss ábyrgð að fara inn í þetta
merkilega hús og viðhalda sögu
þess en við erum ákaflega stolt af
því að fá það hlutverk,“ segir Frið-
rik og bætir við að bæjarbúar séu
spenntir fyrir verkefninu og hafi
verið duglegir að koma með
ábendingar. „Einhverjir vilja að
við köllum nýja staðinn Slátur-
húsið. Mér finnst það ekki alveg
við hæfi og ætla að halda mínu
nafni enda hefur það fest sig í
sessi,“ segir Friðrik sem stefnir á
að flytja í Bögglageymsluna í
sumar. „Það er ekki komin nein
föst dagsetning en við ætlum að
reyna að ná sumartraffíkinni. Svo
er ég búinn að bóka nokkrar brúð-
kaupsveislur á nýja staðnum í
haust svo það er pressa að klára
þetta,“ segir Friðrik.
Loksins líf í bögglageymsluna
Lög um fæðingaror-
lofssjóð
Bensínhákana burt
Margar sýningar í bígerð
Sjálfboðaliðar Landsbjargar og
Rauða krossins kynna starf sitt
um allt land á sunnudaginn, en þá
er 112-dagurinn haldinn hátíðleg-
ur. Dagurinn er helgaður marg-
víslegum störfum sjálfboðaliða
að forvörnum, leit og björgun,
almannavörnum og neyðarað-
stoð.
Í fréttatilkynningu frá 112
segir að mörg þúsund sjálfboða-
liðar um allt land hafi fengið und-
irbúning og þjálfun til að gegna
ýmsum mikilvægum verkefnum
vegna slysa og náttúruhamfara.
Þeir sinni leit og björgun og veiti
neyðaraðstoð, skyndihjálp og sál-
rænan stuðning. Starf þeirra
verði kynnt á 112-daginn.
Dagskráin á höfuðborgarsvæð-
inu hefst þegar 112-lestin, bílar
lögreglu, slökkviliðs, björgunar-
sveita og fleiri, leggur af stað frá
Skógarhlíð 14 og ekur með blikk-
andi ljósum um höfuðborgar-
svæðið. Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar fylgir lestinni eftir úr lofti.
Lestin fer síðan á bílastæðið við
Smárabíó þar sem björgunartæki
verða til sýnis fram eftir degi.
Auk þess verður efnt til hátíð-
ardagskrár á Akranesi, Borgar-
nesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Húsa-
vík, Akureyri, Vopnafirði,
Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði,
Hornafirði og Selfossi.
Gleðilegar ræstingar
– og farsælan vinnudag!
R
V
62
26
Rekstrarvörur
1982–200725ára
TASKI Swingo 450
Einstakleg lipur vél sem
hentar vel þar sem er þröngt.
Raunhæf afköst 450m2/klst
TASKI Swingo 1250 B
Hentar meðalstórum
fyrirtækjum og stofnunum.
Raunhæf afköst 1250m2/klst
Nánari upplýsingar veita
sölumenn og ráðgjafar hjá RV
Áhrif á vinstri-
flokkana