Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 12
Mjög hátt hlutfall
íslenskra ungmenna skráir sig í
framhaldsskóla við 16 ára aldur, á
bilinu 90 til 98 prósent þegar hlut-
fallið er skoðað eftir landshlut-
um. Tveir af hverjum níu nem-
endum sem byrja í framhaldsskóla
eru hættir við 19 ára aldur víðast
hvar á landinu, en Suðurnesin
skera sig úr, þar hætta fjórir af
hverjum níu fyrir 19 ára aldur-
inn.
Þessar tölur koma fram í nýju
vefriti menntamálaráðuneytisins,
þar sem finna má upplýsingar um
skólasókn í framhaldsskólum
eftir landshlutum og kyni nem-
enda.
Við 19 ára aldur er rétt tæpur
helmingur karla á Suðurnesjun-
um í framhaldsskóla, og 55 pró-
sent kvenna. Annars staðar á
landinu eru á bilinu 63 til 70 pró-
sent karla í skóla, og frá 68 og allt
upp í 83 prósent kvenna.
Á landinu öllu voru konur lík-
legri til að stunda nám í fram-
haldsskóla við 19 ára aldur en
karlar, og munar gjarnan fimm til
tíu prósentustigum. Munurinn er
þó áberandi mestur á Vestfjörð-
um, þar sem 83 prósent 19 ára
kvenna eru í framhaldsskóla, en
aðeins 63 prósent karla, og munar
því 20 prósentustigum á kynjun-
um.
Mest brottfall á Suðurnesjum
Dagsathvarf fyrir fólk
sem á við geðraskanir að stríða
verður rekið áfram á Akureyri.
Athvarfið er nú í Þingvallastræti
32 en verður flutt í Brekkugötu
34 í vor. Akureyrardeild Rauða
kross Íslands, Geðverndarfélag
Akureyrar og Akureyrarbær
gerðu með sér samning þess efnis
í gær.
Samningurinn gildir til ársins
2009. Akureyrardeild Rauða
krossins mun annast daglegan
rekstur en Geðverndarfélag
Akureyrar sér um fræðslu og
þjálfun starfsfólks. Rekstraráætl-
un athvarfsins er um fimmtán
milljónir króna á ári.
Athvarfið áfram
rekið á Akureyri
Lögmenn franska
háðsádeilu-vikublaðsins Charlie-
Hebdo verja rétt blaðsins til að
hæða íslamstrú og önnur trúar-
brögð í máli sem hefur verið höfðað
gegn því fyrir að birta skopmyndir
af Múhameð spámanni.
Franskir stjórnmálamenn, þar á
meðal innanríkisráðherrann
Nicolas Sarkozy, hafa komið
blaðinu til varnar frá því að
réttarhöldin hófust. Blaðið og
ritstjóri þess eru ákærð fyrir að
„opinberlega rægja hóp fólks
vegna trúar þess“ og getur refsing
verið allt að sex ára fangelsi.
Verja réttinn til
að hæðast að
trúarbrögðum
Ráðherrar frá
Búlgaríu, Grikklandi og Rússlandi
undirrituðu á miðvikudag samning
um lagningu nýrrar olíuleiðslu frá
búlgörsku Svartahafsborginni
Burgos til grísku hafnarborgarinn-
ar Alexandroupolis. Með nýju
leiðslunni opnast ný og greiðari
útflutningsleið fyrir rússneska
olíu, framhjá Bosporussundi í
Tyrklandi sem skiptaflutningar
ganga mjög hægt um vegna hinnar
gríðarlegu miklu umferðar um það.
Leiðslan verður um 280 km að
lengd og er þess vænst að kostnað-
urinn við smíðina nemi sem svarar
á bilinu 50-70 milljörðum króna.
Ný útflutnings-
leið Rússaolíu Öryggi sjúklinga í
íslensku og alþjóðlegu heilbrigðis-
kerfi verður best aukið með vit-
undarvakningu heilbrigðisstétta
og sjúklinga. Handþvottur er mik-
ilvægasti einstaki þátturinn sem
hægt er að draga fram til að
sporna við sýkingarhættu á
sjúkrahúsum og gæti sparað þjóð-
félaginu háar upphæðir. Þetta á
við hreinlæti um heilbrigðisstarfs-
fólks á sjúkrahúsum jafnt sem í
daglegu lífi fólks. Þetta var meðal
niðurstaðna málþings um öryggi
sjúklinga sem haldið var á vegum
landlæknisembættisins í gær þar
sem Sir Liam Donaldson, land-
læknir Breta, var aðalfyrirlesari.
„Á síðustu tíu árum hefur
komið upp á yfirborðið sú stað-
reynd að öryggi í heilbrigðis-
geiranum hefur ekki fengið næga
athygli. Rannsóknir sýna að mis-
tök, alvarleg og minniháttar, eru
algengari en áður var almennt
talið. Það er ekki til komið vegna
skeytingarleysis heldur er
umhverfið sem heilbrigðisstarfs-
fólk vinnur í þess eðlis að hættan
er sífellt fyrir hendi,“ segir Don-
aldson. Hann segir heilbrigðis-
stéttir hafa horft mikið til tækni-
legra þátta við starf sitt en til
þurfi að koma ný hugsun í örygg-
ismálum. „Það verður best gert
með því að gera öryggi sjúklinga
hærra undir höfði í námi heil-
brigðisstétta og bæta samskipti
við sjúklinga.“
Ólafur Guðlaugsson, yfirlækn-
ir sýkingavarnadeildar Landspít-
alans, fjallaði um sýkingavarnir á
sjúkrahúsum og sagði handþvott
grunnatriði í að uppræta sýkingar.
Hann sagði kostnað um allan heim
gífurlegan en hafa bæri í huga að
baki tölfræðinni væri fólk sem
þyrfti að líða þjáningar og jafnvel
léti lífið vegna sýkinga.
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis-
ráðherra undirritaði samkomulag
um þátttöku Íslands í verkefninu
„Hreinlæti og örugg heilbrigðis-
þjónusta haldast í hendur“ eftir
málþingið, sem er hluti af alþjóð-
legu átaki er snýr að öryggi sjúk-
linga. Alls hafa heilbrigðisráð-
herrar 50 landa undirritað
samkomulagið. Siv segir samning-
inn mikilvægan vegna þess að
yfirvöld undirgangist skyldur sem
bæta öryggi sjúklinga. „Eitt það
mikilvægasta eru tíðari hand-
þvottar til að fyrirbyggja sýking-
ar. Við vitum að sjúklingar fá sýk-
ingar inni á sjúkrastofnunum en
ekki er síður mikilvægt að undir-
strika mikilvægi handþvotta hjá
almenningi.“ Siv bendir á að ein-
falt atriði eins og handþvottur geti
aukið lýðheilsu og í því felist mik-
ill sparnaður fyrir samfélagið.
Handþvottur getur
bjargað mannslífi
Öryggi sjúklinga í íslensku heilbrigðiskerfi má helst auka með vitundarvakn-
ingu heilbrigðisstétta og sjúklinga. Ísland stendur vel í alþjóðlegum samanburði
í öryggi sjúklinga. Sýkingar eru eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál heimsins.
Portúgalar munu ganga til þjóðarat-
kvæðagreiðslu á sunnudag um lagasetningu sem gerir
fóstureyðingar leyfilegar fram á tíundu viku með-
göngu.
Í Portúgal, þar sem 90 prósent landsmanna eru
kaþólikkar, eru við lýði ein ströngustu lög um
fóstureyðingar af öllum Evrópusambandsþjóðunum
ásamt Póllandi, Írlandi og Möltu.
Vinstri-miðjuflokkur sósíalista, sem komst til valda
eftir stórsigur fyrir tveimur árum með kosningalof-
orðum um umbætur og nútímavæðingu, boðaði til
þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Leiðtogi flokksins og
forsætisráðherrann, Jose Socrates, segir nauðsynlegt
að Portúgal losi sig við úrelt viðhorf og bendir á að 23
Evrópusambandsþjóðir leyfi fóstureyðingar. Í dag eru
fóstureyðingar leyfðar fyrstu tólf vikurnar en aðeins
ef um er að ræða nauðgun, vanskapað fóstur eða ef
heilsa móðurinnar er í hættu. Slík lög færa fóstureyð-
ingar í neðanjarðarstarfsemi þar sem heilsu kvenn-
anna er hætta búin að sögn Sókratesar sem segir að
um 10.000 konur séu lagðar inn á sjúkrahús árlega í
kjölfar mistaka við fóstureyðingar.
Samkvæmt nýjustu könnun ætla rétt rúmlega 50
prósent landsmanna að kjósa „já“ á sunnudaginn og
ljóst að mjótt verður á mununum.