Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 70
Það er ljóst að afar erfitt er að setja fram skýra starfslýsingu á starfi fangavarða. Það er vand- meðfarið að setja allt það á blað sem tilheyrir starfs- sviði okkar. Almenningur er helst á því að okkar starf snúist um að opna og loka klefum og vera sem verst við skjólstæðinga okkar. Þvert á þessar skoðanir almennings er starfið fólgið í þjónustu við fang- ana, að vera til taks þegar þeim líður illa, sinna frumþörfum og ýmis konar þjónustu. Það er ekki lengur nóg að fangi sé kirfilega læstur inni heldur skipt- ir líka máli hvernig má hjálpa honum að bæta sig. Það þarf að fylgjast með líðan hans. Það eru ekki mörg ár síðan fangavarðastarfið fór að taka rót- tækum breytingum, nefna má ný lög um fangelsi og fangavist 1988 og stofnun Fangelsismálastofnunar. Réttindastaða og aðbúnaður fanga varð betri. Fangelsin breyttust líka með til- komu samfélagsþjónustu árið 1995. Nú afplánar hópur fólks utan fang- elsa sem áður sat inni. Þetta eru gjarnan einstaklingar sem höfðu góð og jákvæð áhrif á samsetningu fangahóps- ins. Af þessari breytingu leiðir að í dag situr miklu harðari kjarni inni, fyrir alvarlegri brot og oft í mik- illi fíkniefnaneyslu. Þó að vissulega sé til staðar sérfræðiþjónusta í fangelsum er hún langt frá því að vera ásættanleg. Mörg dæmi eru um það að fangar fái ekki sálfræðiviðtal fyrr en eftir marga daga og jafnvel vikur. Því liggur gríðarleg ábyrgð á fanga- vörðum að sinna sálgæslu og vera til staðar þegar eitthvað kemur upp á í lífi fanga, eins og alvarlegt þung- lyndi, sjálfsvígshugsanir eða til- raunir til slíks, kvíði, sektarkennd, svefnleysi, fráhvörf og svo fram- vegis. Það eru fangaverðir sem bera nánast alla ábyrgð á því að fangi komi þokkalega út úr fangelsinu, því miður gleymist það iðulega þegar rætt er um sérfræðiþjónustu í fangelsum. Fangaverðir eru sér- fræðingar í að annast fanga og gegna mikilvægasta hlutverkinu innan veggja fangelsa. Fjölgun erlendra fanga kallar á góða tungumálakunnáttu og þekk- ingu á ólíkum trúm og siðum. Það er erfitt að sinna starfi þar sem maður er bæði sálusorgari og böðull. Ágæt lýsing á þeirri vídd sem fangavarslan tekur yfir. Á síðustu árum hafa launakjör okkar færst í skelfilegt horf. Sam- bærilegar stéttir hafa stungið okkur af. Lengi vel voru laun lögreglu- manna og fangavarða sambærileg, enda störfin um margt skyld og sambærilegt álag sem fylgdi þeim. Í dag eru lögreglumenn með meira en 30% hærri laun. Nefnd á vegum dómsmálaráðu- neytisins sem skilaði skýrslu til ráð- herra 15.júní 2005 meðal annars um menntun fangavarða ályktar svo: „Í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í evrópsku fangelsis- reglunum er mikilvægt að huga sér- staklega að launakjörum fanga- varða með hliðsjón af því að störf þeirra eru með þeim flóknustu og erfiðustu í opinberri þjónustu. Góð launakjör stéttarinnar eru forsenda þess að hægt sé að laða að hæft starfsfólk.“ (Bls. 23 í skýrslu nefnd- ar dómsmálaráðherra um menntun fangavarða og athugun á aldurs- samsetningu þeirra með hliðsjón af endurnýjun stéttarinnar). Í dag er þolinmæðin þrotin. Biðin langa eftir viðurkenningu á starfi mínu er senn á enda. Ég kveð fanga- vörslu með trega og held til móts við betur launað starf innan tíðar. Höfundur er fangavörður. Böðlar eða sálusorgarar? Um helgina birtist áhugaverð auglýsing frá verslunarkeðjunni Bónus um mat- vöruverð í „Draumalandinu“. Í auglýsingunni voru myndir af ýmsum landbúnaðarvörum á mjög lágu verði. Fram kom að svona gæti verðið litið út á Íslandi ef innflutningur á land- búnaðarvörum væri heimill án nokkurra gjalda. Samkvæmt þessu þykir greinarhöf- undi ljóst að Bónusmenn hafa ákveðið að tími væri kominn til að lækka álagningu á matvör- um. Það stenst illa samanburð við verð í nágrannalöndum okkar að raunhæft sé að bjóða landbúnaðarvörur á þessu verði nema gefa verulega eftir í álagninu, afnema hana með öllu eða hreinlega greiða með vörunni. Varla er ætlun þeirra að selja innfluttar land- búnaðarvörur með lægri álagningu en inn- lendar? Bónusmenn segjast tilbúnir að bjóða neyt- endum skinnlausar danskar kjúkl- ingabringur á 499 kr/kg. Í „Drauma- landinu“ er ennþá 14% virðisaukaskattur og er þá verðið fyrir skatt 439 kr/kg. Meðalinnflutn- ingsverð, CIF, á kjúklingabringum samkvæmt verslunarskýrslum á síð- asta ári var nærri 418 kr/kg á fryst- um bringum (og vatnssprautuðum). Samkvæmt þessu er álagning Bón- uss 21 kr eða 5% fyrir að skipa bring- unum upp, koma í birgðastöð, keyra út í verslanir, selja og mæta rýrnun. Merkt verð á ferskum kjúklinga- bringum í Bónus samkvæmt auglýsingu sl. laugardag er 2.565 kr. Bónus gefur 10% afslátt við kassann en bringur eru stundum á tilboði með allt að 37,5% afslætti. Verð án vsk. er því lægst 1.400 kr/kg á tilboði en yfirleitt 2.025 kr/kg. Ekki liggja fyrir upplýsingar um inn- kaupsverð Bónuss á þessum bringum en ætla má að það sé 1.400 til 1.500 kr/kg. Bónus tekur því nær ríflega 500 kr/kg fyrir að selja inn- lendar bringur að jafnaði en gefur álagning- una eftir þegar um tilboð er að ræða. Sam- kvæmt auglýsingunni ætlar fyrirtækið að selja innfluttar frosn- ar bringur með um 21 kr/kg í álagn- ingu. Það er töluvert lægri krónutala en þeir sætta sig við að leggja á íslensku kjúklingabringurnar. Lambalæri frá Nýja-Sjálandi hyggst Bónus bjóða á 499 kr/kg. Verð í Fær- eyjum á innfluttu nýsjálensku lambalæri er 774 kr/kg út úr búð með virðisaukaskatti. Um helgina bauð Bónus innlent lambalæri á 878 kr/kg sem íslensk afurðastöð afhendir til búðanna. Hyggst Bónus borga með nýsjálensku lamba- kjöti? Bónus lofar í auglýsingunni að bjóða íslensk- um neytendum frosnar ungnautalundir á 1.199 kr. eða 1.052 kr. án. vsk. Innflutningsverð á nýsjálenskum nautalundum er tæpar 900 kr/ kg skv. tollskýrslum. Eigum við að trúa því að álagning þeirra fyrir að skipa vörunni upp, tollafgreiða, koma í birgðastöð o.s.frv. muni aðeins nema 150 kr/kg? Í dag selur fyrirtækið nýsjálenskar nautalundir á 2.998 kr/kg og þar af er álagning Bónuss um eða yfir 800 kr. Bónus er því að boða gerbreytta álagningu á kjöt sem ber að fagna. Viðskiptasamningar afurðastöðva og verslana eru ekki aðgengilegir og vitað að kjör eru mis- jöfn. Eftir því sem næst verður komist er álagning verslunar á pakkað, frosið og verð- merkt kjöt nálægt 20-30%, stundum minni en hugsanlega meiri í öðrum tilvikum. Í sumum tilfellum er skilaréttur innifalinn og oft fylgir að pakkaðri vöru er raðað í hillur og kæla. Af auglýsingu Bónuss er ljóst að fyrirtækið hyggst stórlækka álagningu sína og getur því lækkað innlendar landbúnaðarvörur um tugi prósenta án þess að komi til innflutnings. Það munar um minna! Höfundur er hagfræðingur Bændasamtaka Íslands. Bónus boðar lægri álagningu á landbúnaðarvörur Ég hef eins og svo margir Íslendingar ekki velt því mikið fyrir mér hvort orkuframleið- endur eigi að greiða eitthvert gjald fyrir vatnið eða gufuna sem rennur í gegnum virkjanirnar, vegna þess að þetta hafa verið fyrirtæki í eigiu- almennings. Undanfarið hefur borið á hugmynd- um um að einkavæða orkufyrirtækin, þá staldr- ar maður við og situr íhugull örlítið lengur með kaffibollann við morgunverðarborðið og spyr sjálfan sig; Er það virkilega möguleiki að skyndilega sitjum við Íslendingar uppi með það að ein- hver einstaklingur fái gefins öll vatnsréttindi í Þjórsá, gufuaflsréttindin á Reykjanesi, Langasjóinn eða öll orkuréttindi á Torfajökulssvæðinu? Er aðferðafræðin við kostnaðarútreikninga við framkvæmd virkjana rétt? Eru stjórnmálamenn að leiða okkur í sams konar vegferð með orkuréttindin og fiskinn í sjónum? Er skil- ið nægjanlega vel á milli verðmats á réttindum og kostnaðar við virkjanir? Erum við ekki nægilega brennd þegar fáir einstaklingar fengu úthlutað fiskinum í sjón- um umhverfis landið, síðan þá hafa stjórnvöld haldið áfram og hvert opinbera fyrirtækið af öðru einkavætt. Ein af ástæðunum fyrir mikilli raforkueftirspurn til álframleiðslu hér á landi síðustu ár er, sé litið til þess sem fram kom fyrr í vetur um orkuverð til ALCOA í Suður-Ameríku, að virkjanaréttindin hafi ekki verið réttilega metin til fjár. Sá kostnaður er ekki í raforku- verðinu hér á landi, samkvæmt því sem við best vitum. Margir halda því fram að það sé ástæða þess að stjórn- málamenn halda orkuverðinu leyndi fyrir eigendum orkuveitufyrirtækjanna. Íslensku virkjanafyrirtækin, sem öll eru í opinberri eigu ef einhver hefur gleymt því, hafa hingað til athugsemdalítið eins og ég kom að í byrjun, fengið sjálfsafgreiðslurétt til eignarnáms á orkuréttindum og eignarlöndum. Hér liggur á að huga vel að því hvort vatnsréttindi eða jarðhitaréttindi sem ríkið á séu metin hæfilega til fjár. Þetta á sérstaklega við um neðri hluta Þjórsár. Þar á ríkið mikil vatnsréttindi. Ástæða er að halda því einnig til haga að þau eru mun verðmætari vegna þess að íslenska þjóðin er búin að byggja vatnsmiðlanir ofar í ánni fyrir milljarða og setja undir það umtals- vert land. Hefur Landsvirkjun verið gert að greiða nægjanlega hátt verð fyrir þessi rétt- indi? Ég hef ekki séð gerða grein fyrir því. Þetta er veigamikill þáttur í að koma umræðu um nýtingu og náttúruvernd inn á málefnanlegar brautir. Víða erlendis er búið að einkavæða og selja almenningsveitur. Þeir sem eignuðust fyrirtækin lokuðu viðhaldsdeildum, sögðu upp starfsfólki og stoppuðu viðhald og uppbyggingu. Með því náðu þeir að sýna glæsilega afkomu á ársfund- um og hlutabréfin ruku upp. Þeir seldu, en nú er að koma upp að viðhald og endurnýjun hefur verið trössuð í mörg ár og fyrir liggur að fjárfesta þurfi fyrir umtals- verðar upphæðir til að tryggja rennandi vatn og frá- rennslislagnir. Það er ekki hægt nema hækka afnota- gjöld umtalsvert segja núverandi eigendur. Nú blasir við almenningi, sem byggði upp þessi fyrirtæki og gerði þau að verðmætum eignum sem skammsýnir stjórnmálamenn stóðust ekki að selja til að styrkja eigin velgegni, að annað hvort verður almenningur að kaupa þessi fyrirtæki sín til baka eða sætta sig við verulega aukna skattlagningu í formi hækkaðra afnota- gjalda. Almenningur verður að þvinga stjórnmálamenn til þess að bera virðingu fyrir eignarréttindum þjóðfé- lagsins. Stjórnmálamenn verða að breyta aðferðafræði, þá getur náðst sátt milli náttúruverndarfólks og ásætt- anlegrar nýtingar. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Hverjir eiga orkuna? Almenningur verður að þvinga stjórnmálamenn til þess að bera virðingu fyrir eignarréttindum þjóðfélagsins. Eldri borgari sem býr einn og hækkar í tekjum um t.d. 1.000 krónur á mán- uði úr 254 þúsund krónum í tekjuáætlun og reynist svo fá 255 þúsund krónur á mán- uði, fengi bakreikning frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) á næsta ári upp á 572.400 krónur eins og reglurn- ar eru í dag. Þetta er vegna þess að á þessu tekjubili missir hann rétt til grunnlífeyris og þ.a.l. rétt til annarra bóta frá TR. Hann myndi því, við að auka tekjur sínar um 12 þúsund krón- ur á ári, missa grunnlífeyri, tekjutryggingu og heimilisupp- bót upp á 47.700 krónur á mán- uði eða yfir 572 þúsund krónur á ári. Hver veit þetta? Vitað er að sumir starfsmenn TR reyna að vara ættingja sína og vini við þessari gildru. Hvers eiga þeir að gjalda sem ekki vita betur? Þetta hefur ekki fengist lagað þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar bæði frá starfs- mönnum TR og fulltrúum Lands- sambands eldri borgara (LEB) m.a. í nefnd Ásmundar Stefáns- sonar síðastliðið sumar og ábendingar til Heilbrigðis- og trygginganefndar nú fyrir jól, bæði munnlega fyrir nefndinni og með skriflegum athugasemd- um til nefndarinnar. Þetta var hundsað og er til marks um hve ábendingar fulltrúa LEB hafa mátt sín lítils. Þetta getur hver og einn séð með því að slá inn í reiknivél TR á heimasíðu stofnunarinnar www.tr.is. Þá eru settar inn árs- tekjur af atvinnu, ýmist 3.048.000 krónur(12 x 254.000) eða 3.060.000 krónur(12 x 255.000). Hann fengi 41 krónu í grunnlífeyri, 42.448 í tekju- tryggingu og 5.221 krónur í heimilisuppbót eða samtals 47.700 krónur á mánuði í fyrra tilfellinu. Í seinna tilfellinu fengi hann ekki eina krónu frá TR þó hann hækkaði aðeins um 1.000 krónur á mánuði í tekjum. Þetta gerist vegna þess að hann hefur misst rétt á grunnlífeyri og missir því allan annan rétt til bóta frá TR (hefur yfir 254.137 krónur á mánuði í atvinnutekj- ur). Þannig er þetta bara og ekki enn vilji hjá stjórnvöldum að breyta þessu. Ekki skapar þetta traust á kerfi almannatrygg- inga. Nú eru stjórnarþingmenn mikið að segja frá frítekjumarki vegna atvinnutekna upp á 25.000 krónur á mánuði og svokallaða 60% reglu. Þetta er vissulega til bóta. Þó mega svona gallar í kerfinu ekki vera fyrir hendi á sama tíma. Þetta dæmi sem nefnt er er alls ekki það ýktasta sem getur gerst vegna skerðinga á greiðsl- um TR. Til eru dæmi um hjón sem gætu lent í svipuðu en þar sem annar vinnur fyrir tekjum sem fara svona yfir ákveðið mark en hinn hefur ekki atvinnu- tekjur. Þá gæti bakreikningur- inn orðið enn hærri. Í mjög mörgum tilfellum er ekki mögulegt að vara sig á þessu jafnvel þó að sérfræðing- ar TR væru til aðstoðar því örlít- il breyting á fjármagnstekjum gæti valdið því að elli- og örorku- lífeyrisþegi fari yfir markið og tapaði því öllum bótum almanna- trygginga, því fjármagnstekjur er oftast ómögulegt að áætla rétt. Þetta getur verið mun verra þ.e. bakreikningurinn ennþá hærri ef öryrki hækkar t.d. úr 273 þús- und krónum í atvinnutekjur á mánuði í 274 þúsund á mánuði. Ef hann er 20 ára við fyrsta 75% örorkumat fengi hann í fyrra til- fellinu samtals 66.803 krónur á mánuði í grunnlífeyri, aldurs- tengda örorkuuppbót og tekju- tryggingu, en í seinna tilfellinu fengi hann ekki eina krónu. Þarna gætu komið yfir 800.000 krónur í bakreikning frá TR á næsta ári. Þessi upphæð bak- reiknings yrði enn hærri en þetta ef hann nyti uppbótar vegna reksturs bifreiðar því hún félli líka niður við þessar 1.000 króna hækkun atvinnu- tekna. Þannig gæti bakreikning- urinn farið yfir 900.000 krónur vegna 1.000 króna í auknar atvinnutekjur á mánuði. Hvers vegna er þetta ekki lagað? Í vissum tilfellum er því betra að lækka í atvinnutekjum eða vinna minna. Var ekki meiningin að auka hvatann til vinnu? Ólafur er formaður Landssambands eldri borgara og Einar er hagfræðingur Landssambands eldri borgara. Varúð, eldri borgar- ar og öryrkjar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.