Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 2
Kristinn H. Gunnars-
son, þingmaður Framsóknar-
flokksins, sagði sig úr flokknum í
gær og gekk í Frjálslynda
flokkinn.
Í tilkynningu frá honum kemur
fram að hann segi sig úr flokkn-
um vegna þess að hann sé ósáttur
við stefnu Framsóknarflokksins
sem hann lýsir þannig að
manngildið hafi þokað fyrir
auðgildinu. Hann segir að
ríkisfyrirtæki hafi verið einka-
vædd án þess að tryggja sam-
keppni eða viðunandi þjónustu og
víðtækar skattalækkanir hafi
aukið misrétti í samfélaginu.
Hann segir að með úrsögninni
láti hann af stuðningi við ríkis-
stjórnina.
Farinn í Frjáls-
lynda flokkinn
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
TOYOTA RAV4 2WD
Nýskr. 03.03 - Beinskiptur - Ekinn 53 þús. km. - Allt að 100% lán.
Verð
1.230
.000.
-
Rökstuddur grunur leik-
ur á um að maður sem nú situr í
gæsluvarðhaldi hafi tælt unglings-
stúlku til þess að hafa munnmök
við sig. Þetta sést á myndbroti sem
lögregla hefur rannsakað. Annað
myndbrot í vörslu mannsins sýnir
fullorðinn mann hafa samfarir við
stúlkubarn. Í greinargerð segir
lögreglustjóri höfuðborgarsvæðis-
ins rökstuddan grun leika á því að
maðurinn hafi brotið gegn stúlk-
unum er sýndar eru á myndbrot-
unum. Þá virðast bæði myndbrotin
vera tekin á mjög líkan hátt, það er
af manni sem hefur kynferðismök
við stúlkurnar.
Um er að ræða einn fimmmenn-
inganna sem fóru inn í kjallara-
íbúð þar sem þeir töldu sig vera að
hitta 13 ára stúlku, en þáttagerðar-
menn Kompáss á Stöð 2 höfðu sett
tálbeitu á netspjallið MSN.
Í byrjun febrúar var tölva
mannsins skoðuð, að því er fram
kemur í greinargerð lögreglustjór-
ans. Við skoðun fundust 13 ljós-
myndir er teljast barnaklám að
mati lögreglu auk þriggja mynd-
banda er teljast barnaklám, þar af
eitt tvítekið. Þá fundust 3.782 skrár
er innihalda log-samskipti úr
spjallforritum. Ljósmyndirnar
urðu til á tímabilinu frá 29. ágúst
2005 til 21. janúar 2007. Þá varð
annað myndbandið, það sem var
tvítekið, til þann 17. desember
2005 en hitt myndbandið 4. júlí
2006. Log-skrárnar urðu til á tíma-
bilinu frá 12. júní 2005 til 31. jan-
úar 2007.
Í kjölfar þessarar rannsóknar
var maðurinn handtekinn.
Við skýrslutöku af manninum
var honum sýnt annað þeirra
myndbanda er lögregla fann í tölvu
hans er sýnir stúlku eiga munn-
mök við mann. Kvaðst hann kann-
ast við andlitið á þeirri stúlku,
sagði stúlkuna hafa sent honum
myndskeiðið árið 2006 en þau hafi
spjallað saman á MSN. Er honum
voru sýndar 13 ljósmyndir, barna-
klám er lögregla fann í tölvu hans,
kvaðst hann hafa fengið þær allar
í gegnum netið, án þess að vita
hvaðan þær komu. Hann kvaðst
ekki þekkja stúlkurnar. Þá sagði
hann aðspurður um myndskeið er
sýndi barn hafa samfarir við full-
orðinn mann að hann gæti ekki
mótmælt því sem væri í tölvunni
en hann hefði ekki vísvitandi vist-
að efni sem flokkaðist undir barna-
klám.
Lögregla telur sig vita hver
stúlkan á öðru myndbrotinu er, en
hún mun vera fædd árið 1989.
Hæstiréttur staðfesti í gær
úrskurð Héraðsdóms þess efnis að
maðurinn skyldi sitja í gæsluvarð-
haldi til 13. febrúar.
Grunaður um að
hafa svívirt barn
Einn af Kompásníðingunum svokölluðu liggur undir rökstuddum grun um að
hafa tælt unglingsstúlku til að hafa munnmök við sig. Jafnframt er rannsakað
hvort hann hafði samfarir við stúlkubarn. Myndbrot í vörslu hans sýndu þetta.
Margrét Þórhildur
Danadrottning gekkst í gær undir
uppskurð vegna slitgigtar í hné. Á
sjúkrahúsinu í Árósum var settur
nýr gervihnjáliður í hægra hné
hennar, að því er hirðin upplýsti.
„Hennar hátign finnur ekki til
neins sársauka og hlakkar til að
hefja endurhæfinguna,“ segir í
fréttatilkynningu. Vegna slitgigtar-
innar hefur verið skipt um báða
hnjáliði drottningar, sem er nú 66
ára að aldri, og nokkrar skurðað-
gerðir gerðar á síðustu fimmtán
árum.
Skipt um hægri
hnjálið í aðgerð
Landlæknisembættið á ekki fulltrúa
í starfshópi sem settur hefur verið saman á vegum
þriggja ráðuneyta til að fjalla um málefni langt
leiddra fíkniefnaneytenda. Þetta staðfesti Matthías
Halldórsson landlæknir spurður um hvort rétt
væri. Það eru ráðuneyti heilbrigðismála, dómsmála
og félagsmála sem skipað hafa hópinn.
Í afsökunarbréfi sem Matthías hefur sent Pétri
Haukssyni geðlækni, vegna þess að embættið
svaraði ekki bréfi hans frá árinu 2002 þar sem
vakin var athygli á málefnum skjólstæðinga
Byrgisins, kveður landlæknir embættið gjarnan
vilja taka þátt í umræðu um hvernig málum
fólksins skuli hagað í framtíðinni.
„Mikilvægast er að fólk dragi þann lærdóm af
því sem gerðist að meiri kröfur séu gerðar til
þeirra aðila sem koma að málum þeirra sem eiga
við fíknivanda að stríða,“ segir landlæknir. Hann
kveðst hafa átt viðræður við þá sem málið varðar,
einkum neytendurna sjálfa. Mikilvægt sé að hafa
þá með í ráðum þegar ákveðið sé hvað gera skuli.
„Hins vegar er lögð áhersla á að landlæknisemb-
ættið er einungis ráðgjafar- og eftirlitsaðili í
málum sem þessum, en það er stjórnmálamanna að
taka ákvarðanir,“ segir landlæknir. „Því miður hafa
þær ákvarðanir oft verið án samráðs við landlækn-
isembættið og því verið haldið fram að þessi mál
séu utan verksviðs þess.“ Landlæknir telur að þótt
einstakar stofnanir á vegum félagsmálaráðuneytis-
ins séu utan eftirlitshlutverks landlæknisembættis-
ins eigi embættið almennt að láta sig varða mál
fólks sem er haldið þessum sjúkdómi.
Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra segir að þeir sem
voru hleraðir á árunum 1949 til
1968 fái ekki greiddar bætur eins
og gert var í Noregi þegar upp
komst um svipað mál. Þetta kom
fram í svari ráðherrans við fyrir-
spurn Steingríms J. Sigfússonar,
þingmanns Vinstri grænna, á
Alþingi í gær.
Björn segir ráðuneytið hafa
kynnt sér hvernig staðið var að
málum í Noregi og telji atvik þar
annars eðlis en hér á landi. Í svari
hans kom ekki fram með hvaða
hætti málinu voru ólík.
Steingrímur spurði einnig
hvort dómsmálaráðuneytið hygð-
ist upplýsa þá einstaklinga eða
eftirlifandi aðstandendur þeirra
sem hefðu sætt símhlerunum eða
öðrum persónunjósnum um hve
lengi þær hefðu staðið yfir. Björn
sagði engin áform uppi um það.
Björn segir allar beiðnir um
símhleranir byggðar á gildandi
lögum hvers tíma. Allar beiðnir
hefðu verið lagðar fyrir dómara
en þeir, embættismenn, lögreglu-
menn og símamenn sem komu að
því að afla gögnum samkvæmt
lögmæltum heimildum hefðu haft
vitneskju um starfsemina. Alls
segir Björn að óskað hafi verið
eftir heimildum til að hlera 93
síma á þessum árum. Ekki hafi
fengist staðfest hvenær og hvort
leyniþjónustumenn hafi starfað í
bandaríska sendiráðinu eða hvort
njósnadeild hafi verið á vegum
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli.
Hleraðir fá ekki bætur
Samtökin Sól í straumi
skora á bæjaryfirvöld í Hafnar-
firði að endurskoða ákvörðun sína
að hafa valið Capacent Gallup sem
kynningaraðila í aðdraganda
kosninga um stækkun álversins í
Straumsvík.
Í tilkynningu kemur fram að
Capacent Gallup hafi undanfarna
mánuði unnið skoðanakannanir og
markhópagreiningar fyrir Alcan
vegna fyrirhugaðrar stækkunar.
Capacent Gallup hafi þannig veitt
Alcan ráðgjöf og unnið að því
markmiði með fyrirtækinu að fá
stækkun álversins samþykkta hjá
bæjarbúum; þess vegna sé
fyrirtækið ekki óháður aðili.
Segja Capacent
ekki óháð
Ísland er meðal fyrstu
landa í Evrópu sem meta
umhverfisáhrif samgönguáætlun-
ar á landsvísu. Umhverfismat
samgönguáætlunar fram til
ársins 2018 fylgir áætluninni í
fyrsta sinn, í samræmi við ný lög
frá Alþingi.
Í fréttatilkynningu frá
samgönguráðuneytinu segir að
með umhverfismatinu sé stuðlað
að því að taka mið af umhverfis-
sjónarmiðum við gerð tillögu að
samgönguáætlun. Áætlunin sé í
samræmi við aðrar áætlanir, lög
og alþjóðlega samninga.
Landlægt mat
umhverfisáhrifa
Ósk, var Framtíðarlandið
semsagt á undan sinni sam-
tíð?