Fréttablaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 22
fréttir og fróðleikur
Óvinsæl og umdeild nauðsyn
Verð seint
vellauðugur
Í áratugi hafa menningar-
verðmæti sem geymast í
safni RÚV verið vanrækt.
Einn maður í hálfu starfi
hefur unnið að því að bjarga
hluta safnsins. Ekkert í lög-
um hefur sagt til um hvað
skyldi gert við þetta efni.
Nýr samningur vekur þó
vonir um breytta forgangs-
röðun.
Á fyrstu árum Ríkisútvarpsins
var stór hluti efnis sem var sent
út í beinni útsendingu ekki tekinn
upp á band. Það efni sem tekið var
upp var gjarnan tekið yfir síðar til
að endurnýta myndböndin, því
RÚV skorti fé. Mikið efni er sagt
hafa verið sent á haugana til að
spara pláss. Mörg dæmi eru um
löngu glatað efni, sem engum
dytti í hug annað en setja á safn
nú til dags.
Þrátt fyrir þessa forsögu er
gríðarmikið efni í safni RÚV sem
hefur varðveist, en er lítt aðgengi-
legt almenningi og fræðimönn-
um.
Skal þar fyrst telja lakkplötusafn
RÚV. Í því eru allt að 6.000 plötur
frá árunum 1935 til sjöunda ára-
tugarins. Ekki er hægt að spila
þessar lakkplötur til útsendingar,
efni þeirra er viðkvæmt og mjúkt
og þolir einungis nokkrar spilanir.
Til að þær nýtist þarf því að koma
þeim á annað form.
Sem dæmi um söguleg verð-
mæti sem hafa fundist í þessu
safni má nefna elstu plötuna, frá
árinu 1935. Á þeirri plötu eru brot
úr viðtali Vilhjálms Þ. Gíslasonar
við Jóhannes Kjarval, sem þá var
að kynna sýningu sína í Lista-
mannaskálanum.
Plöturnar geyma annars fjöl-
breytilegt efni; viðtöl, tónlist,
barnatíma, smásögur og fleira.
Mikill hluti þessa efnis er illa
skráður og á sumum platnanna er
ekki vitað hverjir koma fram.
Einnig eru dæmi um tónverk
og viðtöl sem eru á einni eða fleiri
plötum og vantar því starfskraft
sem menntaður er í sagnfræði og
sérstaklega í íslenskri tónlistar-
sögu, bæði til að bera kennsl á
verkin og til að koma aðskildum
plötum saman.
Aukinheldur þarf að skrásetja
innihald platnanna. Á sumar vant-
ar allar upplýsingar, jafnvel dag-
setningu.
Magnús Hjálmarsson útvarps-
virki hefur starfað í tæp 54 ár hjá
RÚV. Fyrir tilstuðlan Markúsar
Arnar Antonssonar, fyrrverandi
útvarpsstjóra, var hann fenginn
til starfa í safnadeild RÚV við
lakkplöturnar árið 1997. „Það var
búið að ræða þetta í mörg ár, en
enginn peningur fannst. Markús
tók af skarið þarna, þótt peninga-
staðan hefði ekkert breyst,“ segir
Magnús, sem hefur verið í hálfu
starfi við þetta síðan. Hann metur
starfið framundan sem feiknar-
mikla vinnu og tímafreka.
Lakkplöturnar eru úr lífrænu
efni, unnu úr húðum af nautgrip-
um og sumar þeirra eru farnar að
mygla. Þarf því að þvo þær og
þrífa með sérstökum efnum.
Síðan þarf að taka hljóðið upp á
stafrænt form og loks að marg-
yfirfara þá upptöku, hreinsa hana
af smellum, brestum, suði og
fleira.
Að þeirri vinnu lokinni, segir
Magnús, eru hljómgæðin nokkuð
góð. Plöturnar séu í misjöfnum
gæðum sem slíkar, en langmest
af efninu sem þær geyma sé
útsendingarhæft.
Gamla segulbandasafnið hjá
RÚV er betur skrásett. Það geym-
ir upptökur frá því um 1950 og
fram yfir 1960. Segulböndin eru
farin að skemmast. Magnús kveð-
ur sum segulböndin stökk orðin
af elli, svo þau hrökkvi í sundur
við óvarkára snertingu. Sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
starfar enginn við að koma þessu
safni til bjargar.
Í september síðastliðnum var
kynntur samningur menntamála-
ráðuneytisins við RÚV um
útvarpsþjónustu í almannaþágu.
Svo segir í þriðju grein hans:
„RÚV skal gera áætlun um að
koma eldra efni, t.d. á plötum, seg-
ulböndum og filmum, yfir á
aðgengilegt form til geymslu og
til framtíðarnotkunar á efninu.
Skal RÚV birta þá áætlun eigi
síðar en 31. desember 2007.“
Páll Magnússon útvarpsstjóri
segir að áætlunin sé ófrágengin,
en stefnt sé á að ljúka henni á
næstu tveimur, þremur mánuðum.
Hann kallar þetta að „opna gull-
kistuna“.
„Það þarf að forða frá skemmd-
um ómældum menningarverð-
mætum sem eru þarna inni. [...]
Margt af því hrópar á að verða
aðgengilegt,“ segir Páll og tekur
sem dæmi upplestur Halldórs
Laxness á eigin verkum. „Þessu
ætti fólk að geta hlaðið inn á iPod-
ana sína.“
Það er ljóst að mikið starf er
fyrir höndum, en verðmætamat
hefur breyst mikið frá því gamlar
upptökur RÚV voru flokkaðar
undir óþarfa og jafnvel fargað. Á
næstu árum kann svo að fara að
menningarverðmætum RÚV verði
loksins sýndur sómi.
Lífrænar heimildir mygla hjá RÚV
Allt á að seljast
lt á að seljast
Allt á að sel
ar br.153cm kr. 8,000-
Sjónvarpsskápur lokaður
kr. 9,000-
Gestarúm kr. 6,500-
stærð 100x192 cm
Sala Varnarliðseigna
Útrýmingarsala
Skápar, sófaborð,
sófar, stólar og fl.