Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 78

Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 78
Úff! Í hádeginu á fimmtu- degi var allt enn á rúi og stúi á Kjarvalsstöðum og undirbúningur á fullu fyrir opnun á morgun. Skúlp- túr Heklu Daggar var enn umvafinn stillansa, gríðar- stór málverk Pat Steir af fossum stóðu enn upp við veggina nýkomin úr kassan- um, í húsgarðinum mót sól stóð kassaþyrping og beið eftir að vatni væri hleypt á. Kjarvalsstaðir verða opnað- ir á morgun eftir nokkurra mánaða undirbúning. Þyngst á vogarskálum þess sem mest er mælt á nú um stundir vega breytingar á kaffistofunni − veit- ingasalan gamla er komin úr eystri forsal aftur á sitt gamla svæði um miðbik hússins og geta gestir Kjarvalsstaða nú sest út í garðinn á sólardögum. Er það í línu við þann mikla áhuga sem borgaryfir- völd hafa sýnt á að Klambratúnið gamla iði aftur af lífi − eftir að það fékk nýtt nafn − Miklatún − og varð að yfirgefnum garði hefur það helst verið gönguleið. Nú verð- ur tækifæri að setjast niður og grípa veitingar á Kjarvalsstöðum − í boði er nýr matseðill. Búið er að endurnýja veggi í forsalnum og þeir verða prýddir nýjum hús- gögnum: Guðrún Lilja Gunnlaugs- dóttir hannaði línu húsgagna og við bætast nýir feltklæddir stólar frá Prologus. En Kjarvalsstaðir eru meira en matsala. Þar eiga borgarbúar og aðrir gestir að geta sótt sér endur- næringu fyrir andlega sinnið. Er það tímanna tákn á þessari öld virkjana að fyrsta sýningin sem listrænn stjórnandi Listasafns Reykvíkinga hóar í er helguð fossaflinu, hinum óvirkjuðu foss- um sem geta svo eðlilega kveikt loga í sálum þeirra sem standa frammi fyrir þeim? Fossar er samsett sýning sem Hafþór hefur sett saman: þar fer mest fyrir málverkum Pat Steir. Steir er fædd 1938 og hefur í nær þrjátíu ár verið í fremstu víglínu bandarískra málara. Hún vinnur jöfnum höndum á striga og í útgáfu printa. Hún vakti fyrst athygli á sýningunni New Image Painters 1978 á Whitney Museum. Í verkum hennar má sjá sterkan bakgrunn í abstraktinu ameríska allar götur aftur í aktion-málverk- ið, en um leið vísanir í rómantíska hefð, einkum í fossamálverkaröð hennar, og í kínverska málaralist fyrri alda eins og má greina Dragon Teeth Waterfall sem er sýnt á Kjarvalsstöðum. Steir hefur haldið yfir 120 einkasýningar og tekið þátt i fjölda samsýninga á ferli sínum. Verk hennar eru í söfnum um heim allan: heima í Bandaríkjun- um, Evrópu og Asíu. Hún hefur sýnt á stóru messunum: Feneyj- um, Documenta, tvíæringnum í Sao Paulo. Verk hennar hanga uppi í Museum of Modern Art, Whitney, Philadelphia Museum of Art, Los Angeles County Museum of Art, Musée D’art Moderne de la Ville de Paris, Tate Gallery í London, og mörgum fleirum. Þetta er sem sagt alvöru kona. Gestir geta hitt Pat í listamanna- spjalli á morgun kl. 14 þar sem þau Hafþór leiða saman hesta sína. Hekla Dögg og Ólafur Elíasson leggja hvort sinn skúlptúrinn til Fossa og síðan er innsetning Rúrí helguð Dettifossi í afluktum enda vestursalarins stór. Gestir geta því ekki annað en spurt sig hvað er fossinn í mínu lífi? Fossasýn- ingin eru beint innlegg í umræðu dagsins. Á hverjum sunnudegi er opinn norðursalurinn, rétt við aðalinn- gang Kjarvalsstaða. Þar er tekið á móti börnum og foreldrum kl. 14 og unnið með sjálfsmyndina út frá bernskumyndum Kjarvals. Er ekki betra tækifæri í boði fyrir fjölskylduna að fara í myndatöku: foreldrum eru frjáls teiknitækin rétt eins og börnum. Kjarvalsverkin eru þannig bak- landið í starfi Kjarvalsstaða áfram: þar verður á laugardaginn sett upp sýning á verkum sem Einar Garibaldi Eiríksson hefur valið. Hann segir í sýningarskrá: „Markmið sýningarinnar er að hleypa áhorfendum beint að verk- unum, í tímabundnu hléi frá goð- sögninni um meistarann og leyfa þeim að heyra rödd málarans Jóhannesar S. Kjarval milliliða- laust í eyrum sínum. ... Sýningin er tilraun þar sem áhorfendur eru hvattir til að taka þátt í samræðu við málarann og líta á sýningarrými Kjarvalsstaða sem áhættusvæði óheftrar hugs- unar, fremur en geymslustað ósnertanlegra meistaraverka. ... Virkni verkanna er tekin til endurskoðunar án listfræðilegra útlistinga, staðreynda um lífs- hlaup hans, lýsinga á líkamsburð- um eða sögum af sérstæðu lundar- fari hans.“ Unaðslegar stundir Rauða Húsið · Sími: 483-3330 Búðarstíg 4 · 820 Eyrarbakkka www.raudahusid.is með spennandi fjögurra rétta kvöldverði á aðeins 3.900.- allar helgar í janúar, febrúar og mars „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR Sýningarnar eru opnar virka daga frá kl. 11 - 17 og um helgar frá kl. 13 - 16 Gerðuberg • sími 575 7700 GERÐUBERG www.gerduberg.is RÚRÍ Tími - Afstæði - Gildi Sýning frá glæstum listferli Verið velkomin á þorrafund Kvæðamannafélagsins Iðunnar föstudaginn 9. feb kl. 20 Leikbrúðuland frumsýnir Vináttu fjögur ævintýri Leikstjóri: Örn Árnason Lau 10. feb og sun 11. feb kl. 14 Miðaverð: kr. 1.000.- Nánari upplýsingar í síma 895 6151

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.