Fréttablaðið - 02.03.2007, Síða 30

Fréttablaðið - 02.03.2007, Síða 30
[ ]Sunnudagssteikin er alltaf jafn frábær. Hvað er betra en að bjóða allri fjölskyldunni á sunnudegi og njóta þess að borða saman steik eins og í þá gömlu góðu daga? Sellerí er margnýtanlegt hrá- efni. Sellerí, stundum kölluð blaðsilla, er í seinni tíð orðið að einni vin- sælustu matjurt sem völ er á. Er það ekki að ástæðulausu þar sem hægt er að nýta alla hluta jurtar- innar í eldamennsku auk þess sem mörgum þykir hún hreinasta lost- æti. Heimildir um notkun sellerís ná alveg aftur til daga Forn- Grikkja. Sellerí náði þó ekki almennum vinsældum sem mat- jurt fyrr en á 15. eða 16. öld þegar Ítalir fóru að rækta það afbrigði hennar sem nú er þekktast (Apium graveolens dulce). Nú er jurtin ræktuð víða, einkum vegna stökkra stönglanna. Blöð sellerís eru notuð í súpur, seyði og salöt. Fræin eru þurrkuð og notuð sem krydd. Stönglarnir eru borðaðir hráir eða soðnir, gufusteiktir, bakaðir eða gratíner- aðir og notaðir í súpur, pottrétti, kássur. Rótarhýðið er líka notað til matargerðar. Þá þykir sellerí gott með eplum, hnetum, osti og villi- bráð. Svo er alveg tilvalið að nota það sem snakk með ídýfu. Sellerí er auk þess hollt: hita- einingasnautt, trefjaríkt og inni- heldur C-vítamín. Hómópatar nota sellerí til að mynda við þvagsýru- gigt og til að losa eiturefni úr lík- amanum. -rve Lostæti með osti og villibráð Innihald súpu: ½ sellerí 2 laukar ½ dl sítrónuolía 1,2 l hænsnakraftur 1,5 dl sýrður rjómi, 38% Innihald gulrótarsafa: 3 flysjaðar gulrætur 1 msk. fennikufræ ½ dl sítrónuolía Einn poki af graskerskjörnum frá Önnu og Klöru til skreytingar Aðferð við gerð súpu: Selleríið er hreinsað og skorið í grófa teninga. Steikið selleríið ásamt lauknum í sítrónuolíunni þar til það er farið að mýkjast en látið það ekki brúnast. Krafturinn er settur út í og látið malla í hálf- tíma. Blandið svo öllu saman og sigtið aftur ofan í pottinn. Látið suðuna koma upp og smakkið til með salti og pipar. Áður en súpan er borin fram er sýrða rjómanum hrært út í og eftir það má súpan ekki sjóða! Aðferð við gerð gulrótarsafans: Gulræturnar eru skornar í tvennt og velt upp úr olíu og fenniku- fræjum. Svo eru þær bakaðar í ofni við 160°C í 45 mínútur. Svo eru þær settar í matvinnslu- vél með restinni af olíunni og smakkað til með salti og pipar. Nú má hella gulrótarsafanum á flösku. Ef hann er of þykkur má þynna hann með smá vatni. Gulrótarsafinn er notaður til að skreyta súpuna ásamt grask- erskjörnum. Heimildir: Matarást, wikipedia.co.uk, islenskt.is og grenes.dk SelleríSúpA með gul- rótum og SteIktum grASkerSkjörnum frá SöStrene greneS Fyrir 4 Krydd er unnið úr sellerí-fræj- um, sem sýnir hversu mikið notagildi jurtin hefur. Sellerí er grænleit jurt sem getur orðið allt að 1 m há og 30 cm í þvermál, með 3-6 cm löngum og 2- 4 cm breiðum blöðum. Jurtin þrífst best í votlendi við sjó en vex víða um Evrópu, Asíu, Afríku, Ameríku og Eyjaálfu svo dæmi séu tekin. F I S K I S A G A H a m r a b o r g 1 4 a / S k i p h o l t i 7 0 / H ö f ð a b a k k a 1 / N e s v e g i 1 0 0 ( V e g a m ó t u m ) / S u n d l a u g a v e g i 1 2 / H á a l e i t i s b r a u t 5 8 – 6 0 fisk i saga . i s Ævintýralegar fiskbúðir - úrval af ferskum fiski og tilbúnum fiskréttum Er matarboð um helgina?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.