Fréttablaðið - 02.03.2007, Side 33

Fréttablaðið - 02.03.2007, Side 33
[ ]Langir laugardagar eru tilvaldir til að gera sér glaðan dag á Laugaveginum og kaupa eitthvað fallegt handa elskunni og fara síðan út að borða. Kjörgarður var einn af fyrstu eiginlegu verslana- miðstöðvum Íslands. Þar var meðal annars settur upp fyrsti rúllustigi landsins. Þegar Kjörgarður var byggður var hann einn af risum samtíðarinnar. Þar var settur upp fyrsti rúllu- stigi Íslands og þar var fjöldinn allur af verslunum, verksmiðja og skrifstofur. Í dag er öldin önnur og Kjörgarður dvergur í samanburði við risana Kringluna og Smáralindina. Húsnæðið er þó langt í frá líflaust þó svo að starfsemi í húsinu sé nokkuð frábrugðin því sem áður var. Í dag er húsið best þekkt sem Bónus á Laugavegi 59, en bleiki grísinn er búinn að hreiðra vel um sig á fyrstu hæðinni. Hann er þó langt í frá eina verslunin í húsinu. Í kjallaranum er hin stórskemmtilega Herrafatabúð Kormáks og Skjaldar. Þar eru ný og notuð föt fyrir herramenn og spjátrunga auk allra aukahluta sem herramennsku fylgja. Á annarri hæðinni er eitt af fjölmörgum kaffihús- um Laugavegarins, Lóuhreiðrið. Heimilisleg stemn- ing dregur að sér þá sem vilja í örskotsstund sleppa frá skarkala borgarlífsins. Við hlið Lóunnar býr annar og stærri fugl, Storkurinn garnaverslun, en hún er elsta verslunin í húsinu. Þar má finna garn í öllum regnbogans litum, prjónauppskriftir og þjón- ustu sem á engan sinn líkan. Hönnuðurinn Steinunn hefur einnig sitt aðsetur á hæðinni. Hún hannar kvenföt og er íslenskt hráefni í hávegum haft. Í verslun hennar má einnig finna fjöld- ann allan af verkum annarra íslenskra hönnuða og eru vörurnar hver annarri þjóðlegri. Steinunn er ekki eini hönnuðurinn á hæðinni því þar má einnig finna arkitekta, grafíska hönnuði, iðn- hönnuði og svo mætti lengi telja. Sé farið hærra upp, á þriðju hæð hússins, taka lögfræðingar og sálfræð- ingar við, en fjöldi þeirra er með skrifstofur sínar í húsinu. Til að toppa fjölbreytnina þá er kvenkirkjan einnig til húsa í Kjörgarði. tryggvi@frettabladid.is Fyrsti rúllustigi landsins Kjörgarður hefur hýst ýmsa starfsemi gegnum árin. Nú er þar fjöldi hönnuða að störfum, verslanir og skrifstofur. fréttabLaðið/heiða Lóuhreiðrið er notalegt kaffihús á annarri hæðinni. Garnabúðin Storkurinn er elsta búðin í Kjörgarði. hjá Steinunni hönnuði kennir ýmissa grasa og er hægt að nálgast íslensk föt, húsgögn og listaverk hjá henni. Á löngum laugardegi er tilvalið að bregða sér á myndlistarsýn- ingu með fjölskyldunni. Sýningin Að mynda orð sam- anstendur af nýjum og eldri verk- um myndlistarmanna og ljóð- skálda sem notast bæði við texta og myndræna þætti í verkum sínum. Hoffmannsgallerí er í hús- næði Reykjavíkurakademíunnar á Hringbraut 121. Aðgangur er ókeypis. Bókalíf Unnar Guðrúnar Ótt- arsdóttur er sýnd á sama stað. Aðgangur er einnig ókeypis. Einn fremsti samtímalistamað- ur Frakka, Pierre Huyghe, sýnir í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin kallast Í beinni og er opin frá klukkan 10-17 daglega. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson sýna Mark- mið í Kling & Bang, Laugavegi 23. Sýningin er opin klukkan 14-18. Nánari upplýsingar um yfir- standandi sýningar má finna á vef Sambands íslenskra myndlistar- manna, www.sim.is. Myndlist í miðbæ Reykjavíkurborgar Listaverk Ásmundar Sveinssonar eru alltaf jafn falleg og skemmtileg að skoða með fjölskyldunni á löngum laugardegi. Laugavegi 51 • s: 552 2201 Fallegar íslenskar peysur Handprjónasambandið Skólavörðustíg 19 • Iðu, Lækjargötu 2A. s. 552 1890 • www.handknit.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.