Fréttablaðið - 02.03.2007, Síða 33

Fréttablaðið - 02.03.2007, Síða 33
[ ]Langir laugardagar eru tilvaldir til að gera sér glaðan dag á Laugaveginum og kaupa eitthvað fallegt handa elskunni og fara síðan út að borða. Kjörgarður var einn af fyrstu eiginlegu verslana- miðstöðvum Íslands. Þar var meðal annars settur upp fyrsti rúllustigi landsins. Þegar Kjörgarður var byggður var hann einn af risum samtíðarinnar. Þar var settur upp fyrsti rúllu- stigi Íslands og þar var fjöldinn allur af verslunum, verksmiðja og skrifstofur. Í dag er öldin önnur og Kjörgarður dvergur í samanburði við risana Kringluna og Smáralindina. Húsnæðið er þó langt í frá líflaust þó svo að starfsemi í húsinu sé nokkuð frábrugðin því sem áður var. Í dag er húsið best þekkt sem Bónus á Laugavegi 59, en bleiki grísinn er búinn að hreiðra vel um sig á fyrstu hæðinni. Hann er þó langt í frá eina verslunin í húsinu. Í kjallaranum er hin stórskemmtilega Herrafatabúð Kormáks og Skjaldar. Þar eru ný og notuð föt fyrir herramenn og spjátrunga auk allra aukahluta sem herramennsku fylgja. Á annarri hæðinni er eitt af fjölmörgum kaffihús- um Laugavegarins, Lóuhreiðrið. Heimilisleg stemn- ing dregur að sér þá sem vilja í örskotsstund sleppa frá skarkala borgarlífsins. Við hlið Lóunnar býr annar og stærri fugl, Storkurinn garnaverslun, en hún er elsta verslunin í húsinu. Þar má finna garn í öllum regnbogans litum, prjónauppskriftir og þjón- ustu sem á engan sinn líkan. Hönnuðurinn Steinunn hefur einnig sitt aðsetur á hæðinni. Hún hannar kvenföt og er íslenskt hráefni í hávegum haft. Í verslun hennar má einnig finna fjöld- ann allan af verkum annarra íslenskra hönnuða og eru vörurnar hver annarri þjóðlegri. Steinunn er ekki eini hönnuðurinn á hæðinni því þar má einnig finna arkitekta, grafíska hönnuði, iðn- hönnuði og svo mætti lengi telja. Sé farið hærra upp, á þriðju hæð hússins, taka lögfræðingar og sálfræð- ingar við, en fjöldi þeirra er með skrifstofur sínar í húsinu. Til að toppa fjölbreytnina þá er kvenkirkjan einnig til húsa í Kjörgarði. tryggvi@frettabladid.is Fyrsti rúllustigi landsins Kjörgarður hefur hýst ýmsa starfsemi gegnum árin. Nú er þar fjöldi hönnuða að störfum, verslanir og skrifstofur. fréttabLaðið/heiða Lóuhreiðrið er notalegt kaffihús á annarri hæðinni. Garnabúðin Storkurinn er elsta búðin í Kjörgarði. hjá Steinunni hönnuði kennir ýmissa grasa og er hægt að nálgast íslensk föt, húsgögn og listaverk hjá henni. Á löngum laugardegi er tilvalið að bregða sér á myndlistarsýn- ingu með fjölskyldunni. Sýningin Að mynda orð sam- anstendur af nýjum og eldri verk- um myndlistarmanna og ljóð- skálda sem notast bæði við texta og myndræna þætti í verkum sínum. Hoffmannsgallerí er í hús- næði Reykjavíkurakademíunnar á Hringbraut 121. Aðgangur er ókeypis. Bókalíf Unnar Guðrúnar Ótt- arsdóttur er sýnd á sama stað. Aðgangur er einnig ókeypis. Einn fremsti samtímalistamað- ur Frakka, Pierre Huyghe, sýnir í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin kallast Í beinni og er opin frá klukkan 10-17 daglega. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson sýna Mark- mið í Kling & Bang, Laugavegi 23. Sýningin er opin klukkan 14-18. Nánari upplýsingar um yfir- standandi sýningar má finna á vef Sambands íslenskra myndlistar- manna, www.sim.is. Myndlist í miðbæ Reykjavíkurborgar Listaverk Ásmundar Sveinssonar eru alltaf jafn falleg og skemmtileg að skoða með fjölskyldunni á löngum laugardegi. Laugavegi 51 • s: 552 2201 Fallegar íslenskar peysur Handprjónasambandið Skólavörðustíg 19 • Iðu, Lækjargötu 2A. s. 552 1890 • www.handknit.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.