Fréttablaðið - 16.03.2007, Qupperneq 1
si
rk
us
16. mars 2007
SIRK
USM
YN
D
/PJETUR
Björgólfur Thor fertugur
Býður vinum og vanda-mönnum í fimm daga óvissuferð í lok
mánaðarins
en eyðir
afmælisdegin-
um með
konu og
barni.
Bls. 2
Ragnhildur
Steinunn
Jónsdóttir
Með heimatilbúinn hatt á árshátíð RÚV
Bls. 4
Arna Sif Þórsdóttir hefur barist við átröskun í sex ár
og það er fyrst nú sem hún viðurkennir veikindi sín
Háhýsi rís með
ógnarhraða
kópavogurFÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 Norðlensku flatkök-urnar slá í gegnKópavogsbúum líkar vel flat-kökurnar frá Kökuhorninu
BLS. 6
TA
BL
A
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
PARKI.IS / DALVEGl 10 - 14 / SÍMI 564 3500
FRÁBÆR
OPNUNARTILBOÐ
á Grand Hótel Reykjavík í dag
Sjá dagskrá á www.si.is
Farsæld til
framtíðar
Matsfyrirtækið Fitch
Ratings lækkaði í gær lánshæfis-
einkunnir ríkissjóðs um eitt stig.
Lánshæfi bankanna er hins vegar
óbreytt að mati fyrirtækisins.
Fitch segir horfur stöðug-
ar í öllu sínu mati. Mikill og við-
varandi viðskiptahalli og óstöð-
ugleiki í efnahagsmálum er sögð
vera ástæða lækkunar einkunna
ríkisins.
Davíð Oddsson seðlabanka-
stjóri segir ekki sérstakra við-
bragða eða skilaboða að vænta
frá bankanum vegna breyttra
einkunna. „Í þessari tilkynningu
er reyndar vikið að því að aðlög-
unarþátturinn hvíli ekki síst á
meðferð peningastefnunnar og
að vanti upp á þá þætti annars
staðar en hjá bankanum.“
Dregur úr lánshæfi ríkisins
Íslensk stjórnvöld hafa
margsinnis á síðustu sex árum
reynt að fá íslenskan fanga sem
afplánar fangelsisdóm í Virginíu í
Bandaríkjunum fluttan til Íslands.
Öllum beiðnum þess efnis hefur
verið hafnað.
Saga mannsins, Geirs Þórisson-
ar, var rakin í Kastljósi á dögun-
um. Í kjölfarið spurði Jóhanna
Sigurðardóttir í Samfylkingunni,
Valgerði Sverrisdóttur utanríkis-
ráðherra hvort hún hygðist beita
sér í málinu.Í svari Valgerðar eru
samskiptin við yfirvöld í Banda-
ríkjunum rakin jafnframt sem
þess er getið að ráðherra hygg-
ist skrifa ríkisstjóra Virginíurík-
is bréf.
„En í ljósi forsögunnar er tæp-
ast tilefni til bjartsýni,“ segir í
svarinu.
Geir óskaði eftir flutningi til
Íslands í apríl árið 2000 og í júní
sama ár féllst íslenska dómsmála-
ráðuneytið á flutningsbeiðnina. Í
mars 2001 höfnuðu yfirvöld í Virg-
iníu beiðninni.
Bréfaskriftir og fundir milli ís-
lenskra og bandarískra yfirvalda
allar götur síðan hafa ekki borið
árangur.
Ástæða þess er, að sögn utan-
ríkisráðuneytisins, meðal annars
sú að saksóknari ytra metur al-
varleika afbrots Geirs með þeim
hætti að ekki sé unnt að fallast á
flutning. Hann var dæmdur fyrir
alvarlega líkamsárás.
Ítrekað reynt að fá fanga heim
Sérnefnd um stjórnar-
skrármál vísaði í gær frá sér auð-
lindafrumvarpi formanna ríkis-
stjórnarflokkanna. Meirihluti í
nefndinni leggur til að stjórnar-
skrárnefnd fjalli um málið.
Birgir Ármannson Sjálfstæð-
isflokki, formaður sérnefndar-
innar, segir slíkan ágreining hafa
verið um málið að ljóst væri að
það yrði ekki afgreitt í þeirri tíma-
þröng sem þingið starfar. „Sumir
stjórnarandstæðingar töldu að
vinna ætti áfram í nefndinni en
mér heyrðist þar einkum um að
ræða tilraunir Samfylkingarinnar
til að mynda bandalag með Fram-
sóknarflokknum gegn Sjálfstæðis-
flokknum,“ segir Birgir.
Ögmundur Jónasson VG segir
frumvarpið hafa beðið fullkom-
ið skipbrot en telur skynsam-
legt að málið komi fyrir stjórnar-
skrárnefnd. „En sá grunur læð-
ist að manni að þetta sjónarspil
hafi verið sett á fjalirnar til að
fullnægja stjórnmálahagsmunum
Framsóknarflokksins.“
Jón Sigurðsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, harmar ístöðu-
leysi stjórnarandstöðunnar og
segir hana hafa gengið á bak orða
sinna um samstarf. „Þetta eru
mikil vobrigði en ég vísa ábyrgð-
inni á stjórnarandstöðuna,“ segir
Jón og telur flokk sinn geta gengið
hnarrreistan til kosningabaráttu.
„Við getum það því við unnum
heiðarlega, opinskátt og málefna-
lega í þessu máli.“
Össur Skarphéðinsson Samfylk-
ingunni segir hlutskipti Fram-
sóknarflokksins ömurlegt. „Sjálf-
stæðisflokkurinn teymdi hann á
asnaeyrunum í gegnum málið til
að knésetja með þessum hætti.“
Hann segir að ekki hafi verið rætt
efnislega um málið í sérnefndinni
og aldrei leitað eftir samstöðu við
stjórnarandstöðuna. „Málinu var
ráðið til lykta í reykfylltu bak-
herbergi tveggja forystumanna
og þeir gáfu ekki kost á efnislegri
samstöðu.“
Kristni H. Gunnarssyni, Frjáls-
lynda flokknum, finnst afleitt að
ekki hafi náðst samstaða um af-
greiðslu og kennir ágreiningi
stjórnarflokkanna um. „Undirliggj-
andi er hið stóra pólitíska deilumál
um að rétturinn til að nýta auðlind-
ir verði ekki seldur varanlega eða
látinn af hendi. Það varð þess vald-
andi að stjórnarflokkarnir náðu
ekki saman.“
Ásakanir
um óheilindi
ganga á víxl
Auðlindafrumvarpið er úr höndum Alþingis. Fram-
sókn harmar ístöðuleysi stjórnarandstöðu. Frjáls-
lyndir tala um ágreining stjórnarliða. VG segir málið
sjónarspil fyrir framsókn. Samfylkingin segir hlut-
skipti framsóknar ömurlegt.
Málinu var ráðið til lykta
í reykfylltu bakherbergi
tveggja forystumanna og þeir
gáfu ekki kost á efnislegri sam-
stöðu.