Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 8
 Ósamræmi var í fram- burði saksóknara sem hafði yfir- umsjón með rannsókn Baugsmáls- ins og eins af lögreglufulltrúun- um sem rannsakaði málið, þegar þeir voru spurðir um fyrstu yfir- heyrsluna yfir Jóni Gerald Sullen- berger í dómsal í gær. Jón H. Snorrason, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeild- ar ríkislögreglustjóra, sem stýrði rannsókninni í Baugsmálinu, sagði að fyrsta yfirheyrslan yfir Jóni Gerald hefði farið fram laug- ardaginn 24. ágúst 2002. Sveinn Ingiberg Magnús- son, lögreglufulltrúi hjá rík- islögreglustjóra, sagði það hljóta að vera misminni, fyrsta yfirheyrslan hefði farið fram sunnudag- inn 25. ágúst. Það myndi hann vel því hann hefði verið á ættarmóti á laugardegin- um, og því fjölmörg vitni sem væri hægt að kalla fyrir dóminn til að bera um það. Jón H. skýrði einnig hvernig það hafi komið til að hann hafi sótt Jón Gerald þennan morgun. Hann sagð- ist hafa átt erindi í Hafnarfjörð, og því hafi hentað betur að sækja Jón Gerald í Kópavoginn heldur en að láta hann koma sjálfan, enda skrif- stofan lokuð um helgina og enginn í móttökunni. Verjendur spurðu bæði Jón H. og Svein um nokkur tilvik þar sem sakborningar eða vitni komu með ábendingar um eitthvað sem þyrfti að rannsaka, og ekki var sinnt af lögreglu. Báðir sögðu að ávallt hefðu verið rannsakaðar þær ábending- ar sem þóttu koma atvikum sem voru til rannsóknar við, og Jón H. sagði að hætt hefði verið við að rannsaka frekar tugi atvika vegna ábendinga sakborninga þar sem grunur var um eitthvert saknæmt í upphafi. Þannig hafi jafnt verið rannsökuð atriði sem þóttu horfa til sýknu og þau sem þóttu horfa til sektar. Þannig spurði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar, Jón H. hvers vegna sam- skipti Baugs við Simon‘s Agentur hafi ekki verið rannsökuð eftir að Jón Ásgeir benti ítrekað á að þau væru sambærileg og viðskiptin við Nordica. „Mér finnst þetta vera eins og að bera saman epli og appelsínur,“ sagði Jón H., sem sagði að engin ástæða hefði verið til að hefja rannsókn á samskiptum Baugs og Simon‘s Agentur. Ummæli Jóns Ásgeirs í yfirheyrslum hafi hann ekki litið á sem ábendingu, enda hafi Jón Ásgeir minnst á það tvisv- ar, en ekki óskað sérstaklega eftir því að þetta yrði rannsakað. Jón H. var einnig spurður út í símtal sem hann átti við Helga Sigurðsson, lögmann hjá Kaup- þingi, um svipað leyti og uppruna- leg ákæra var gefin út, í byrjun júlí 2005. Helgi hafði fyrir dómi lýst því hvernig símtalið endaði á því að fagnaðarlæti sem minntu á lætin á fótboltaleik hafi brotist út á skrifstofu Jóns H. þegar hann skýrði frá því að hann hefði engin gögn fundið sem styddu skýringar sakborninga. „Þetta er auðvitað alveg frá- leitt,“ sagði Jón H., sem sagðist muna vel eftir þessu símtali. Hann hafi verið einn á skrifstofu sinni og skildi til að byrja með ekki hverju hann hefði átt að vera að fagna. Ósamræmi hjá lögreglu Lögreglumönnum ber ekki saman um hvenær fyrsta yfirheyrslan yfir Jóni Gerald Sullenberger fór fram. Hætt var við rannsókn á tugum tilvika vegna ábendinga frá sakborningum sem þóttu réttmætar. BAUGS M Á L I Ð Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg verður ekki breytt í hótel. Fyrirtækið Heilsuverndar- stöðin ehf., sem er dótturfyrirtæki InPro, hefur tekið yfir rekstur hússins með það fyrir augum að endur- reisa Heilsuverndarstöðina og endurvekja hin upp- runalegu gildi hennar: Að efla andlega, líkamlega og félagslega heilsu landsmanna. Þar verður opnuð al- hliða heilsuverndarstöð þar sem læknar, sjúkraþjálf- arar, næringarfræðingar, sálfræðingar og annað fag- fólk úr heilbrigðisgeiranum mun starfa. „Heilsuverndarstöðin verður vettvangur fyrir fag- fólk sem starfar við heilsueflingu og heilsuvernd,“ segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Þróunar- sviðs InPro. „Hér munu einstaklingar fá þjónustu á borð við endurhæfingu eftir slys. Markmið okkar er ekki síður að starfa á fyrirtækjavettvangi og munu at- vinnurekendur geta leitað til okkar um þjónustu á sviði heilsuverndar,“ segir Gestur. Í Heilsuverndarstöðinni verða sérfræðingar með stofur sem allir vinna saman eftir stefnu hússins. Heilsuverndarstöðin var seld einkaaðila í lok janúar eftir að starfsemi hennar var flutt annað. Stefnt er að því að nýja Heilsuverndarstöð- in hefji starfsemi 1. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.