Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 22
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Þjóðarstolt? Þroskaröskun? Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks hefur nýlega gert tvo samninga um sölu á 59 sérútbúnum Land Cruiser jeppum til norska hers- ins. Örn Thomsen fram- kvæmdastjóri ferðast til Afganistans til að fylgja eftir sölunni og kenna Norð- mönnum að keyra. „Það er sagt hér að sá sem eigi fleiri Hi-Lux jeppa, sé sá sem vinni stríðið,“ segir Örn Thoms- en, framkvæmdastjóri Artic Trucks, sem nú er staddur í Afganistan til að afhenda sér- útbúna Land Cruiser jeppa til norska hers- ins. Talíban- ar í Afganistan keyri gjarnan um á Hi-Lux og Örn útskýrir að margir staðir hér séu ófærir venjulegum bílum. Að auki vinni náttúrulegar aðstæð- ur saman til að granda þeim; hiti, sandur og snjór. „Þetta er allt annar heimur hérna og mun erfiðari aðstæður en í Evrópu. Ending bílanna er ekki sambærileg. Upprunalegir demparar endast í svona 1.000 til 2.000 kílómetra á þessum vegum og í 40 til 55 stiga hita. Við komum með ákveðna lausn, svo þeir end- ist í allt að 7.000 kílómetra, en það er samt lítið, miðað við að í venju- legum akstri endast þeir í 100.000 kílómetra,“ segir Örn. Fyrirtækið Arctic Trucks hefur sérútbúið jeppa í nærri átta ár í Noregi og opnaði nýverið útibú í Ríga í Lettlandi. Í bílana er bætt fjölmörgum aukabúnaði, svo að þeir geti ekið yfir fjöll og firnindi, líkt og á hálendi Íslands. Áður en innrásin í Afganistan hófst árið 2001 höfðu útsendar- ar fyrirtækisins gert hosur sínar grænar fyrir norska hernum og boðið þeim bíla til kaups. Eftir innrásina kom berlega í ljós að landið og vegakerfi þess er of harðgert og frumstætt fyrir venjulega bíla. Í ár afhendir Arctic Trucks norska hernum eina 59 sérútbúna Toyota Land Cruiser jeppa. Verðmæti bílanna er minnst tvöfalt meira eftir um- breytingu. Reynsla Íslendinga af utan- vegaakstri og erfiðum aðstæðum kemur sér vel í Afganistan, segir Örn, sem er staddur í höfuðborg- inni Kabúl til að passa að rétt sé farið með tækin. „Við höfum reynslu af nýtingu þessara bíla og bakgrunninn í þetta. Við pöss- um okkur að ganga ekki of langt í breytingunum, heldur miðum við þarfir kaupandans. Óreyndir ökumenn verða að geta nýtt sér breytingarnar.“ Arctic Trucks stefnir á frekari landvinninga og Örn nefnir Rauða krossinn og Sameinuðu þjóðirnar með sína mörg þúsund bíla sem vænlega viðskiptavini framtíðarinnar. Bílasölumaður í eyðimörkinni „Við opnuðum á sunnudagskvöld- ið og höfum fengið ljómandi góðar móttökur,“ segir Sævar Birgisson, sem rekur verslunina Merkistein á Eyrarbakka ásamt Rúnari bróð- ur sínum. „Okkur fannst vanta al- mennilega matvöruverslun hér á Eyrarbakka. Í Olísskálanum var hægt að fá helstu nauðsynjar en það vantaði almennilega búð,“ segir Sævar en verslunin stend- ur þar sem söluskálinn Ásinn var áður. Honum hefur nú verið lokað og í stað Olísstöðvarinnar er komin ÓB bensínstöð sem þeir bræður hafa umsjón með. „Við höfum breytt öllu í búð- inni og höfum aukið vöruúrvalið verulega,“ segir Sævar og bætir því við að stefnan sé að vera með gott úrval af matvöru auk þess að halda áfram þjónustu með olíu- vörur eins og var fyrir. En hvaðan kemur nafnið Merki- steinn? „Við bræðurnir erum aldir upp hér á Eyrarbakka í húsi sem hét Merkisteinn. Nafnið kemur þaðan enda vildum við halda því á lofti,“ segir Sævar. Merkisteinn er opinn mánudaga til laugardaga frá kl. 9-22 en á sunnudögum frá kl. 10-22. Meira vöruúrval en áður Ekki enn búin að velja kjólinn Tíðkast víða erlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.