Fréttablaðið - 16.03.2007, Síða 44
BLS. 4 | sirkus | 16. MARS 2007
NÝTT
HÁMARKS ÞYKKT
ÓTRÚLEGA JÖFN ÁFERÐ
Hefðbundinn
þykkingar maskari
Nýji Masterpiece
MAX maskarinn
*
NEWVOLUMISING
iFX BRUSH
TECHNOLOGY
Official mascara of
Milan Fashion Week
*lash comparison as illustration only
www.medico.is
Útsölustaðir MAX FACTOR
HAGKAUP – Smáralind, LYF og HEILSA – Kringlunni, LYF og HEILSA
Austurveri, LYF og HEILSA – Gjánni, Kóp., LYF og HEILSA Glæsibær,
LYF og HEILSA - Fjarðarkaup, Hf., RIMA Apótek – Grafavogi, LYFJAVAL/
Bílaapótekið – Hæðarsmára, Snyrtivöruverslunin NANA – Hólagarði,
ÁRBÆJAR Apótek, GARÐS Apótek. Landið: LYF og HEILSA – Hrísalundi,
Akureyri, KS – Sauðárkróki,TÖFF - Húsavík
Þ etta var alveg meiri háttar gaman. Það var ótrúlega góð
stemning og sennilega spilar það
eitthvað inn í að þetta var síðasta
árshátíð fyrirtækisins í núverandi
mynd,“ segir fréttakonan Jóhanna
Vigdís Hjaltadóttir en hún var
veislustjóri á árshátíð RÚV sem
haldin var um síðustu helgi á Hótel
Loftleiðum. Jóhanna Vigdís segir að
mætingin hafi verið frábær og um
350 manns hafi verið þegar mest var.
Sniglabandið lék fyrir dansi og afar
góður rómur var gerður að spila-
mennskunni.
Jóhanna Vigdís mætti til leiks í
hvítum kjól og skóm í stíl. „Ég keypti
kjólinn í Mondo á Laugaveginum fyrir
fjórum eða fimm árum. Hún var þá
aðalkjólabúðin,“ segir Jóhanna Vigdís
við Sirkus. Töskuna segir hún vera gjöf
frá manninum sínum. „Þetta er Fendi,
ansi fín taska. Hann sá um að kaupa
hana. Ég er með töskudellu á háu
stigi,“ segir Jóhanna Vigdís.
Allar helstu stjörnur stofnunarinn-
ar mættu á hátíðina og mátti þar
meðal annars sjá Kastljósdrottning-
una og Eurovision-kynninn Ragnhildi
Steinunni Jónsdóttur ásamt unnusta
sínum Hauki Inga Guðnasyni
fótboltakappa úr Fylki. Ragnhildur
Steinunn var afar glæsileg í bleikum
kjól og aðspurð sagði hún kjólinn
vera frá Birtu Björns í Júníform.
„Ég var svo heppin að Birta hringdi
í mig þegar ég var í klippingu og
sagðist vera með kjól fyrir mig á
árshátíðina. Ég þurfti ekki að hugsa
mig um tvisvar,“ segir Ragnhildur
Steinunn en er þó enn ánægðari með
bleika hattinn sem hún bar á höfðinu.
„Ég bjó þetta sjálf til og er greinilega
með dulda listræna hæfileika. Ég held
að ég hafi náð að spara mér tíu
þúsund krónur með því. Sigmar, félagi
minn í Kastljósinu, kallaði hann
bleikan fuglaflensuhatt og það er
kannski réttnefni,“ segir Ragnhildur
Steinunn í samtali við Sirkus.
Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri
Kastljóss, var einnig mættur á svæðið
ásamt sinn heittelskuðu, flugfreyj-
unni Brynju Nordqvist. Brynja var
stórglæsileg í kjól frá Stellu McCartn-
ey og með Chanel-tösku. „Ég keypti
kjólinn í London fyrir árshátíð
Flugleiða,“ segir Brynja í samtali við
Sirkus. Athygli vakti að Þórhallur var
ekki með bindi líkt og flestir karl-
menn á hátíðinni en Brynja segist
vera sátt við hann þannig. „Það er
ekki hægt að fá hann til að vera með
bindi. Bolli vinur hans gaf honum
einu sinni svart bindi en það endaði í
einhverri söfnun. Hann setti það einu
sinni upp á jólum en það var farið
áður en gengið var frá borðum,“ segir
Brynja og hlær.
Páll Magnússon útvarpsstjóri lét sig
ekki vanta og var með eiginkonu sína
Hildi Hilmarsdóttur flugfreyju upp á
arminn. Líkt og ævinlega voru þau
óaðfinnanlega klædd. Aðspurð um
kjólinn sem hún klæddist segist
Hildur hafa keypt hann í New York
fyrir árshátíð Flugleiða. „Við komumst
reyndar ekki á þá árshátíð þar sem
Páll var veikur og því frumsýndi ég
kjólinn núna,“ segir Hildur við Sirkus.
Hún segist þó ekkert hafa haft um föt
Páls að segja þar sem Sævar Karl velur
öll föt á hann. „Sævar er mikill
smekkmaður og Páll fer í það sem
honum er sagt að fara í. Hann hefur
enga skoðun. Ég vel gallabuxurnar á
hann og Sævar Karl jakkafötin,“ segir
Hildur. oskar@frettabladid.is
SÍÐASTA ÁRSHÁTÍÐ RÚV Í NÚVERANDI MYND HALDIN Á HÓTEL LOFTLEIÐUM
Ragnhildur Steinunn
með heimatilbúinn hatt
Jón Ásgeir
Jóhannesson
Stærsti eigandi
Gaums sem á um
2/3 af heimsveld-
inu Baugur Group.
Gleymdist hann?
Ólafur
Ólafsson
Verðmæti
hlutar hans í
Kaupþingi einu
er um 80
milljarðar sem
er töluvert meira en sá 1 milljarður dala
sem þarf til að komast á lista Forbes yfir
ríkustu menn heims.
Ágúst og Lýður Guðmunds-
synir
Bakkabræður líða örugglega fyrir að
vera saman. Eignir þeirra eru ógurlegar í
fjárfestingafélaginu Exista og hlaupa á
um 170 milljörðum. Hversu mikið af því
er hrein eign er erfitt að dæma um en
sennilega það stór hluti að þeir eru alveg
á bjargbrúninni að komast inn á listann.
ALDREI MEÐ BINDI Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss, og kona hans Brynja
Nordqvist flugfreyja voru glæsileg á árshátíðinni. Þórhallur var ekki með bindi frekar
en fyrri daginn. SIRKUSMYND/HRÖNN
SÆT Í BLEIKU Kastljósdrottningin Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir var sérstaklega
glæsileg í bleikum kjól þegar hún mætti á árshátíðina með unnusta sínum, Hauki Inga
Guðnasyni. SIRKUSMYND/HRÖNN
VEISLUSTJÓRINN MEÐ TÖSKUDELLU
Fréttakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
og eiginmaður hennar Guðmundur
Magnússon voru elegant. Jóhanna Vigdís
var veislustjóri og mætti til leiks í hvítum
kjól og skóm í stíl. Hún var að sjálfsögðu
með tösku enda þekkt fyrir töskudellu
sína. SIRKUSMYND/HRÖNN
SÆVAR KARL VELUR FÖTIN Útvarpsstjór-
inn Páll Magnússon og eiginkona hans,
Hildur Hilmarsdóttir flugfreyja, voru í
sínu fínasta pússi á Hótel Loftleiðum á
laugardaginn. Páll notar aðeins það
besta eins og frægt er orðið og valdi
Sævar Karl fötin á æðsta prest
útvarpsins. SIRKUSMYND/HRÖNN
SEM HEFÐU GETAÐ
KOMIST Á LISTA YFIR
RÍKUSTU MENN HEIMS