Fréttablaðið - 16.03.2007, Page 58
16. MARS 2007 FÖSTUDAGUR10 fréttablaðið kópavogur
Um 250 nemendur leggja
stund á nám í hótel- og mat-
vælagreinum í Menntaskólan-
um í Kópavogi.
Kennsla í matreiðslu er í fullum
gangi þegar Fréttablaðið ber að
garði í Menntaskólanum í Kópa-
vogi. Kaldur diskur er verkefni
dagsins hjá kokkanemunum en
nemendur í kjötiðn huga að pylsum
sem þeir ætla að bjóða upp á næsta
dag, á æfingu sem ber nafnið
„Kjöt, brauð og vín“. Þar stilla
saman strengi sína bakaranemar,
nemendur í kjötiðn og í fram-
reiðslu.
Í matsal kennara bera nemend-
ur á starfskynningarbraut kræs-
ingar í kennarana sem gæða sér á
listilega tilreiddum vatnafiski frá
Víetnam.
Baldur Sæmundsson er áfanga-
stjóri hótel- og matvælagreina hjá
Menntaskólanum í Kópavogi.
„Deildin okkar skiptist í fernt:
bakaraiðn, framreiðslu, kjötiðn og
matreiðslu,“ fræðir Baldur okkur
um. Hann bætir við að einnig sé
boðið upp á starfskynningarbraut
fyrir nýútskrifaða nemendur úr
tíunda bekk sem viti ekki enn hvað
af þessu þá langi til að læra.
„Starfskynningarbrautin er ein
önn en eftir það reynum við að
hjálpa þeim að komast á samning,“
segir Baldur. Langflestir nemend-
ur í hótel- og matvælagreinum eru
með starfssamninga enda fer stór
hluti námsins fram utan skólans.
Um 1.200 nemendur stunda
nám í Menntaskólanum í Kópa-
vogi, þar af eru um 250 í hótel- og
matvælagreinum en þó misjafnt
eftir önnum. „Matreiðslan er alltaf
vinsæl og við höfum haldið nokkuð
svipuðum fjölda þar síðustu tíu
árin. Við erum að útskrifa að með-
altali um 24 matreiðslumenn á ári,
um 13 framreiðslumenn en veru-
lega færri í bakstri og kjötiðn,“
segir Baldur og tekur fram að
stundum hafi heilar annir liðið án
þess að nokkur hafi verið útskrif-
aður úr þeim greinum.
„Það er mikil vöntun á fólki í öllum
þessum greinum og með auknum
ferðamannastraumi eykst eftir-
spurnin eftir lærðum kokkum og
framreiðslumönnum. Það segir
sig sjálft að 24 kokkar á ári og 12
þjónar duga lítið til að anna þörf-
inni,“ segir Baldur og vill meina
að ásókn í hótel- og matvælagrein-
arnar fari mikið eftir efnahags-
sveiflum landsins. „Í góðæri fer
fólk frekar í bóknám og vinnur
svo þessar greinar oft í auka-
starfi,“ segir Baldur og áréttar að
næga vinnu sé að fá og störfin séu
oft vel launuð.
Mikil eftirspurn eftir fólki úr
hótel- og matvælagreinum
Nemendur í matreiðslu fylgjast grannt með í kennslustund en þennan dag átti að
útbúa kaldan disk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Ég heyrði því fleygt að skólinn noti jafnmikið rafmagn og Hvammstangi, enda erum
við með mikið af eldavélum, tólum og tækjum.“
Matreiðsla getur verið nákvæmnisverk.
Nemandi á starfskynningarbraut eys súpu í skál fyrir kennarana.
„Hér þarf enginn kennari að fara út
að borða.“ Kennarar Menntaskólans í
Kópavogi fá oft að smakka framandi
mat líkt og þennan Pangus-fisk sem er
vatnafiskur frá Víetnam.