Fréttablaðið - 16.03.2007, Page 61
FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 13
Kvennakór Kópavogs heldur
afmælistónleika sunnudaginn 25.
mars í Salnum. Kórinn var stofnað-
ur í janúar 2002 af Natalíu Chow
Hewlett. Strax á stofnfundinum
nefndi Natalía að vorið 2007, á 5 ára
starfsafmæli kórsins, yrði kóra-
keppnin Musica Mundi í Búdapest
sem gaman væri að taka þátt í.
Síðan hefur verið stefnt að því leynt
og ljóst og er nú komið að því. Í
byrjun apríl fer kórinn til Búdapest
og tekur þar þátt í umræddri
keppni.
En fyrst mun hann syngja á
skemmtilegum tónleikum ásamt
góðum gestum.
Regína Ósk Óskarsdóttir syngur
einsöng með kórnum og Englakór-
inn, sem er fyrsti smábarnakórinn
á landinu ætlaður börnum á aldrin-
um 3 til 7 ára, syngur nokkur lög.
Natalia Chow Hewlett fæddist í
Kanton í Kína en ólst upp í Hong
Kong og hóf snemma tónlistarnám.
Hún hefur stofnað fjóra kóra og
koma tveir af þeim fram á þessum
tónleikum.
Undirleikari kórsins er Julian
Hewlett.
Afmælistónleikar
Kvennakórsins
Árlegri ljósmyndasýningu Blaða-
ljósmyndarafélags Íslands lýkur á
sunnudaginn.
Sýning Blaðaljósmyndarafé-
lagsins hefur verið með vinsæl-
ustu sýningum landsins undanfar-
in ár. Á neðri hæð safnsins er
samsýning nokkurra ljósmyndara
með myndum frá Kárahnjúkum.
Þessir ljósmyndarar eru þeir
Ragnar Axelsson, Páll Stefánsson,
Þorvaldur Örn Kristmundsson,
Kristinn Ingvarsson, Brynjar
Gauti Sveinsson og Vilhelm Gunn-
arsson. www.pressphoto.is
Myndir ársins
í Gerðarsafni
Ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndarafé-
lagsins lýkur á sunndaginn.
kópavogur fréttablaðið