Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2007, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 16.03.2007, Qupperneq 66
BLS. 10 | sirkus | 16. MARS 2007 Þ etta var ofsalegt áfall en foreldrar mínir tóku mig undir sinn verndarvæng og studdu mig og hafa alltaf gert,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir en Agnes var aðeins 13 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Agnes segir foreldra sína hafa hjálpað sér mikið. Hún hafi fengið frí úr skólanum í nokkrar vikur eftir fæðinguna en þegar hún hafi mætt aftur hafi mamma hennar tekið vögguna inn til sín á næturnar svo að hún gæti fengið nægan svefn fyrir skólann. „Ég fékk samt skýr skilaboð um hver væri mamman og hver væri amman en þau hjálpuðu mér mikið og algjörlega fjárhagslega. Auðvitað þurfti ég alveg að hafa fyrir hlutunum en ef barnið vantaði eitthvað sáu þau um að það yrði keypt.“ Agnes var aðeins tólf ára þegar hún varð ófrísk. Henni var boðið að gangast undir fóstureyðingu sem hún neitaði. „Ég var engan veginn með þroska til að ákveða þetta en ég sé ekki eftir þessu í dag,“ segir Agnes sem ekki er orðin amma. „Ég og elsti sonurinn erum ofboðslega náin og höfum alltaf verið frekar eins og systkini. Hann er besti vinur minn og þegar maðurinn minn var úti á sjó og hann var lítill sátum við saman á kvöldin og horfðum á sjónvarpið því ég var svo myrkfælin,“ segir Agnes hlæjandi og bætir við að hún muni varla eftir sér nema með soninn við hlið sér. Agnes hefur alltaf búið á Árskógs- strönd við Eyjafjörð og hún segir samfélagið hafa tekið sér vel þótt hún væri svona ung orðin mamma. „Eldra fólkið var sérstaklega almennilegt við mig en ég held að margir foreldrar vina minna hafi óttast að þetta gæti verið smitandi. Ég óska ekki mínum börnum að feta þessa slóð því þetta var ákveðinn missir líka og ég fór til dæmis ekki í frekara nám eftir barnaskólann,“ segir Agnes. Hún hefur þó nóg að gera en hún og eiginmaðurinn, Ólafur, reka Bruggsmiðjuna á Árskógssandi. „Ég læt skort á skólagöngu ekkert stoppa mig og er á fullu að brugga,“ segir Agnes hress í bragði. FÆÐING BARNS ER GLEÐILEGUR ATBURÐUR. ÞEGAR UNGAR STÚLKUR VERÐA ÓFRÍSKAR VERÐA TILFINN- INGARNAR ÞÓ OFT BLENDNAR. SIRKUS SPJALLAÐI VIÐ ÞRJÁR MÆÐUR SEM EIGA ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ HAFA EIGNAST BARN Á UNGLINGSALDRI. MAMMA 13 ÁRA Agnes Anna Sigurðardóttir ásamt Þorsteini frumburðinum og Svavari Óla yngri syni sínum. MEÐ BÖRNUNUM Rósa María var 16 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. 15 ÁRA MAMMA Bergljót þakkar fjölskyldunni sinni fyrir að hafa tekið vel á málunum þegar hún varð ófrísk. MYND/HEIÐA.IS Sonurinn er besti vinur minn EIGNUÐUST BARN Á UNGLINGSALDRI É g varð lítið vör við að fólk væri hneykslað en sjálfsagt hafa einhverjir haft sínar skoðanir þótt þeir væru ekki að segja það í mín eyru,“ segir Rósa María Sigurðardóttir sem eignaðist sitt fyrsta barn 16 ára. Rósa María flutti strax úr heimahúsum í Svarfaðardal til Akureyrar ásamt barninu og barnsföður sínum. „Ég var elsta barnið og held að ég hafi verið sæmilega þroskuð og ábyrgðarfull miðað við aldur. En ef ég hugsa til baka sé ég að ég var óttalegt barn,“ segir Rósa María og bætir við að það hafi verið talsvert áfall þegar hún hafi komist að því að hún væri ófrísk. „Ég pældi samt ekkert mikið í þessu. Ég vissi ekkert hvað ég vildi gera með líf mitt á þessum tíma og fannst þess vegna alveg eins gott að eyða þessum árum í barna- uppeldi eins og hvað annað“ segir Rósa María sem er í dag að klára stúdentinn. En þegar barnið var komið í heiminn og frá leið, þá fannst mér ég stundum verða eftir þegar ég horfði á vinina halda áfram í skóla. „Ég myndi því alls ekki vilja að barnið mitt yrði foreldri svona ungt og ég legg ríka áherslu á það við mína syni að þeir átti sig á því hvað þeir vilja í lífinu áður en þeir fara að binda sig og hrúga niður börnum.“ Rósa María, sem á þrjá syni, segist að sjálfsögðu aldrei hafa séð eftir að hafa átt elsta soninn og að hún hafi verið heppin með að eiga góða að. Aðspurð segist hún telja að horft sé öðrum augum á ungar mæður í dag, að samúðin sé minni núna en þegar hún var að eignast sitt fyrsta barn. „Ég átti foreldra sem bjuggu í sveit og gátu haft barnið ef þurfti. Í dag eru aðstæðurnar aðrar og fólk hefur nóg með sjálft sig. Krakkar eiga svo margra kosta völ í dag og því um að gera að njóta þess því það er nægur tími til barneigna seinna. Ég fann sjálf hvað ég var miklu tilbúnari þegar ég eignaðist mitt annað barn þótt ég væri ekki nema 22 ára. Þá hafði ég reynsluna og naut þessa tíma miklu betur.“ indiana@frettabladid.is É g þakka fjölskyldunni hversu vel þetta tókst,“ segir Bergljót Snorradóttir á Dalvík sem eignaðist barn aðeins 15 ára gömul. Bergljót segir að það hefði líklega ekki skipt máli hvar á landinu hún hefði búið svo lengi sem hún hefði fjölskylduna þétt við bakið á sér. Aðspurð segir hún að lífsreynslan hafi ekki sett mikið strik í reikninginn hjá sér þótt margt hafi breyst við að verða móðir. „Ég hef alltaf tekið hlutunum eins og þeir eru án þess að velta þeim mikið fyrir mér. Þetta gerðist og við því var ekkert að gera,“ segir Bergljót sem á fimm börn. Það elsta, sonur, er að verða 26 ára, næst kemur 17 ára stelpa, þá 15 ára strákur, 11 ára stelpa og yngsta stelpan er að verða 5 ára. „Ég tók 21 ár í þetta,“ segir Bergljót sem varð amma 37 ára. Bergljót segir stuðning fjölskyld- unnar hafa skipt höfuðmáli. Hún hefði aldrei plummað sig ein með barn á þessum aldri. „Hann fæddist ári eftir ferminguna mína. Skólastjórinn ráðlagði mér að hætta í skólanum þar sem ég var komin svo langt og þau voru hrædd um að ég yrði fyrir hnjaski. Það tóku allir vel í þetta og ég held að þetta hafi ekki þótt jafnmikið mál og það gerir í dag.“ Aðspurð hvort hún myndi velja þessa braut fyrir barn hennar segist hún ekki stjórna lífi barnanna sinna. „En ef þessi staða kæmi upp þá myndi ég vera til staðar Samúðin minni í dag UNG MAMMA Rósa María óskar börnunum sínum ekki að verða svo ung foreldri. MYND/ANTON BRINK Sátt og ánægð með barnið fyrir barnið mitt í þeirri ákvörðun að eiga barnið. Ég myndi ekki vilja vera í stöðu margra stelpna sem neyddar hafa verið í fóstureyðingar og þurfa að líða fyrir það sálarlega,“ segir hún og bætir við að hún hafi ekki misst af mörgu sem vinkonurnar voru að bralla þótt hún væri með lítið barn. „Ég var heppin því foreldrar mínir hjálpuðu mér og hvöttu mig til að gera hitt og þetta svo ég missti ekki af miklu. Ég er sátt og ánægð með mitt barn enda hefur hann staðið sig vel í lífinu.“ ÁNÆGÐ OG SÁTT „Ég er sátt og ánægð með mitt barn enda hefur hann staðið sig vel í lífinu,“ segir Bergljót.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.