Fréttablaðið - 16.03.2007, Síða 70

Fréttablaðið - 16.03.2007, Síða 70
BLS. 14 | sirkus | 16. MARS 2007 Hvað á að gera um helgina? Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettabladid.is, Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@ frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is, Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is sirkus Við mælum með „Fram undan er prýðis helgi. Á föstudag- kvöld er okkur hjóna- leysum boðið til snæð- ings hjá Sindra Sindrasyni, þeim mæta fyrrum fréttamanni. Um helgina ætlum við mæðginin svo að bruna upp í Hvalfjörð til fundar við afa og gott ef við bregðum okkur ekki í Hafnarfjörðinn líka að hitta Golfskála-Brynju. Svo hef ég líka einsett mér að klára nýjustu bókina hans Fukuyamas, After the Neocon.“ Þóra Arnórsdóttir fréttamaður „Ég verð að greiða nokkrum gellum á laugardaginn og ég læt þær um tjúttið að þessu sinni. Á sunnudag- inn ætla ég að skella mér í menningar- gírinn og sjá verk Íslenska dans- flokksins Í okkar nafni og um kvöldið hlakka ég mikið til að knúsa dóttur mína sem varð þriggja ára í mánuðinum.“ Ásgeir Hjartarson hár- greiðslumaður á Supernova Ég ætla á frumsýningu Draumalandsins í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Laugardagarnir byrjar jafnan í Haukahúsinu þar sem yngstu börnin skemmta sér og fá útrás í leikjaskólanum. Um kvöldið fylgi ég síðan eiginmanninum á árshátíð Kaupþings, þar sem hann starfar. Sunnudagssíðdeg- inu ver ég hins vegar í hópi frambjóð- enda Sjálfstæðisflokksins til alþingis- kosninganna í Suðvesturkjördæmi.“ Rósa Guðbjartsdóttir „Á laugardaginn ætla ég að halda fjörugt Spiderman-afmælis- partí fyrir Tuma minn sem verður 5 ára. Ætli mamman verði ekki eins og undin tuska eftir allt krakkafjörið og skelli sér í pottinn um kvöldið. Á sunnudaginn ætla ég svo bara að njóta þess að vera með molanum mínum, fara í sund, elda kjúklingabringur og hver veit nema maður endi helgina í bíó eða á kaffihúsi.“ Sigríður Elín Ásmunds- dóttir blaða- maður „Ég mæli með veitingastaðnum Domo sem er að mínu mati sá heitasti í dag. Maturinn er alveg fyrsta flokks, gerist ekki betri. Svo er flott hvernig maturinn er borinn fram og ekki skemmir flott hönnun og skemmtilegt andrúmsloft fyrir.“ Helga Lind Björgvinsdóttir fyrirsæta „Saltfélagið í gamla Alliance-húsinu, þar sem Ellingsen var, er góður griðastaður í borginni. Þar er kaffihús, bókabúð og flottasta húsgagnaverslun landsins. Húsið er skemmtilega uppgert og maður gengur endurnærður út eftir góðan kaffibolla í skemmtilegu umhverfi. Og þá er tilvalið að ganga út á bryggjurnar og skoða skipin.“ Gísli Marteinn Baldursson „Ég mæli með ökuferð til Sandgerðis á sýninguna Aðdráttarafl heimskautanna. Sýningin er um ævi og störf heimskautafarans Jean- Baptiste Charcot. Þar má sjá margt fallegt og fróðlegt og sýningin er skemmtilega uppbyggð. Í leiðinni má svo keyra að Garðskagavita sem er alltaf jafn sjarmerandi.“ Ásgerður Júníusdóttir söngkona „Ég mæli með leikritinu Killer Joe sem sýnt er á litla sviði Borgarleikhússins. Leikritið er ekki fyrir viðkvæm augu en ég hafði rosalega gaman af þessu og fannst leikararnir standa sig ofsalega vel.“ Margrét Eir Hjartardóttir leikkona J á, já, ég er ánægður með þennan titil,“ segir Alexander Petersson handboltakappi sem var í vikunni valinn kynþokkafyllsti karlmaður landsins af hlustend- um Létt Bylgjunnar. Forráða- menn útvarpsstöðvarinnar tilnefndu tíu flotta karlmenn en hlustendur völdu sigurvegarann og úrslitin voru kunngerð á konukvöldi Létt Bylgjunnar í Smáralind á miðvikudags- kvöldið. Þegar Sirkus náði af Alexander var hann staddur heima hjá sér í Þýskalandi en hann, sambýlis- kona og barn búa nálægt Frankfurt þar sem Alexander starfar sem atvinnumaður í handbolta. Aðspurður tekur Alexander undir að það sé gaman að hafa sigrað svona flott- an hóp en meðal tilnefndra voru Jónsi í Í svörtum fötum, Björgólfsfeðgar, Eiríkur Hauks- son og Hreiðar Már Sigurðsson. „Þetta eru alvöru menn og það er gaman að hafa sigrað þá,“ segir Alexander sem var eini hand- boltamaðurinn í hópnum. „Ég er samt ekkert að kippa mér upp við þetta og vildi frekar vera valinn besti handboltamaðurinn. Þetta er líklega gert fyrir stelpurnar,“ segir hann og bætir aðspurður við að hann lendi stundum í því að stelpur stoppi hann á djamminu hérna heima. Alexander segir sætasta sigurinn þann að sigra Guðjón Val Sigurðsson. „Útvarpsstöðin FM 957 tilnefndi mig líka kynþokkafyllsta manninn en þá var Guðjón Valur í öðru sæti. Það var gaman að vinna hann enda vinnur hann alltaf allt,“ segir Alexander sem er 26 ára. Hvort hann hafi fengið tilboð um að sitja fyrir segir hann ekki svo vera. „Ég hef lítinn áhuga á því en það er aldrei að vita hvað maður gerir þegar handboltanum lýkur.“ indiana@frettabladid.is HANDBOLTAKAPPINN ALEXANDER PETERSSON VAR VALINN KYNÞOKKAFYLLSTI MAÐUR LANDSINS AF HLUSTENDUM LÉTT BYLGJUNNAR. ALEXANDER ER ÁNÆGÐUR MEÐ TITILINN EN SEGIR SKEMMTILEGAST AÐ SIGRA GUÐJÓN VAL ÞAR SEM HANN SIGRI VANALEGA Í ÖLLU. ALEXANDER KYNÞOKKA- FYLLSTUR „Hann er flottur og greinilega í fantaformi strákurinn. En hann fær þó ekki stimpilinn kynþokkafyllstur í mínum bókum. Hann virkar samt voða góðlegur.“ Ágústa Johnson Hreyfingu ALEXANDER PETERSSON Alexander kippir sér lítið upp við titilinn og vildi heldur vera valinn besti handboltamaðurinn. „Alex er flottur með smá bringuhár og tveggja daga skeggrót.“ Elísabet Thorlacius fyrirsæta „Alex er dálítið suðrænn í útliti og vinkonur mínar eru vitlausar í hann.“ Brynja Björk Garðarsdóttir blaðamaður „Gæti alveg séð hann fyrir mér í Armani- fötum á sýningarpalli – flott týpa.“ Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppni Íslands
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.