Fréttablaðið - 16.03.2007, Síða 84

Fréttablaðið - 16.03.2007, Síða 84
Síðasta föstudag las ég á mbl.is að vísitala launa á almennum vinnumarkaði hefði hækkað um 10,3% milli áranna 2005 og 2006 og á sama tíma hefði launavísitala op- inberra starfsmanna hækkað um 10,4%. Þetta kom mér nú vægast sagt verulega á óvart þar sem mín laun höfðu aðeins hækkað um 2,5% á þessu sama tímabili. Ég hélt svo áfram að lesa næstu frétt þar sem greint var frá því að Félag grunn- skólakennara og Launanefnd sveit- arfélaga hefðu komist að samkomu- lagi um hina umtöluðu grein 16.1 í kjarasamningum kennara. Í grein- inni umtöluðu segir að aðilar samn- ingsins eigi að fara yfir efnahags- og kjaraþróun frá 2004- 2006 og meta til hvaða aðgerða eigi að grípa. Ég hóf lesturinn full bjart- sýni (í ljósi fréttar-innar á undan). Allir geta því ímyndað sér vonbrigðin að lestri loknum. Eftir margra mánaða fundahöld kom- ust menn að samkomulagi um að hæfilegar aðgerð- ir væru: 30.000 króna ein- greiðsla 1. maí 2007; 3% hækkun launa 1. janúar 2008; 3% hækkun launa 1. mars 2008. Í staðinn fyrir þessar rausnar- legu launabætur ætla grunnskóla- kennarar að framlengja samning sinn við sveitarfélögin til 31. maí 2008 og bjarga þannig skólastarfi næsta vetrar. Einnig segir í sam- komulaginu að stefnt sé að því að nýr samningur verði til- búinn 1. júní 2008 (sem er nú ekki mjög trúverðugt, í ljósi þess hvernig til hefur tekist undanfarin ár). Meti nú hver fyrir sig hvort þetta séu hæfileg- ar aðgerðir en fyrir mig er þetta bæði alltof lítið og kemur alltof seint. 3% launahækkun í janúar á næsta ári og önnur 3% tveimur mánuðum síðar er ekki alveg í takt við mínar væntingar. Auðvitað hækka laun okkar kenn- ara um heil 6% við þetta en höfum í huga að það gerist ekki fyrr en eftir tæpt ár og dettur einhverjum heil- vita manni í hug að laun annarra stétta standi í stað þangað til? Hvað þá verðbólgan? Því á ég að minnsta kosti afar erfitt með að trúa. Eingreiðsluna get ég ekki einu sinni minnst á ógrátandi, hún er svo skammarlega lág. Heilar þrjátíu þúsund krónur, sem þýðir 18.000 krónur í vasann, svona gróf- lega reiknað. Ég tók að vísu ekki stærðfræði sem valfag í Kennara- háskólanum en þykist þó vera fær um að reikna út að þessi upphæð er í engu samræmi við verðlags- og launahækkanir undanfarinna missera. Mér er því algjörlega fyr- irmunað að sjá eða skilja hvernig þetta samkomulag á að jafna kjör kennara við aðrar stéttir og þróun verðlags. Ég viðurkenni fúslega að ég bjóst við meiru. Til dæmis 3% afturvirkri prósentuhækkun núna strax en ekki eftir tæpt ár. Ég bjóst að minnsta kosti aldrei við að einhverjum dytti í hug að 30.000 krónur (hvernig sem sú töfratala er fundin) nægðu til að bæta kennurum þá kjararýrnun sem þeir hafa orðið fyrir. Það getur vel verið að einhverjum finnist væntingar mínar bæði hafa verið barnalegar og óraunhæfar en þá verður bara svo að vera. Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, hefur lýst þeirri skoðun sinni í fjölmiðlum að samkomulagið hafi verið skásti kosturinn í vondri stöðu. Ég get ekki annað en tekið undir að stað- an var vond og það má rétt vera að þetta hafi verið skásti kosturinn fyrir félagið í heild en mér er allri lokið og sé ekkert annað í stöðunni en að hætta störfum og trúi því að mörgum kennurum sé eins farið. Höfundur er grunnskólakennari í Reykjavík. Nú er kennslukonu allri lokið Eftir að við fluttum heim til Íslands eftir að hafa búið í Danmörku voru miklar vanga- veltur í fjölskyldunni um hvaða skóla barnið nú ætti að fara í. Við höfðum nefnilega kynnst Wald- orf-hugmyndafræðinni í gegnum leikskóla dóttur okkar í Kaup- mannahöfn. Eftir að hafa próf- að hverfisskólann í eitt ár stigum við svo skrefið til fulls og fluttum dömuna í Waldorfskólann í Lækj- arbotnum. Það er óhætt að segja að við sjáum ekki eftir því. Barn- ið sem við fáum heim að skóla loknum er jafnan rautt í kinnum og iðandi af lífsgleði og fjöri. Hún er hjálpsöm heima við, hefur frá heilmiklu að segja og virðist hafa nóg af krafti og einbeitingu eftir annars ágætis vinnudag. En hvað er það þá sem er svona spennandi og sérstakt við þenn- an skóla? Það sem er augljós- ast er kannski náttúran, en skól- inn er staðsettur í litlum dal og börnin klífa fjöll, hoppa yfir Litla læk, leika sér í Drekadal og safna steinum og trjágreinum í vasana sem seinna eru notaðir í hina ýmsu leiki. Um daginn sá ég strákana í 5. bekk gera heljarinn- ar stíflu í vatnselgnum sem var mikill þá. Allt sem unnið er í Waldorf- skóla er unnið út frá heildinni. Í staðinn fyrir að spyrja börnin hvað hvað 13 mínus 3 eða 7 plús 3 sé, þá eru þau kannski spurð: „Hvað er 10?“. Ég kom einu sinni í stofu dóttur minnar þegar þau voru í reikningi og þá voru þau einmitt að kljást við þessa spurn- ingu. Þau höfðu litla steina sem þau færðu til og leituðu að svör- um. Þau komust að því að 10 er heilmargt, t.d.: 13 mínus 3, 7 plús 3, 20 deilt með 2, 2 sinnum 5, o. s.frv. Reikningsaðferðirnar eru ekki aðskildar og settar upp á þurran hátt heldur hald- ið saman og sýna mis- munandi hliðar á sama hlutnum. Barnið fær að nota sköpunargáfu sína til þess sjálft að finna út svör, möguleika og lifandi munstur stærð- fræðinnar. Og hjálpar- tækið voru steinar og fingur. En stærðfræð- in byrjar einmitt þar hjá litlum börnum, í skynjun- inni. Hún byrjar í fingurgómun- um og fer svo þaðan upp í kollinn. Hrynjandinn er líka mikilvægur. Nemendur fara í stærðfræðileiki þar sem hrynjandi, snerting og munstur gefa tóninn. Börnin í skólanum í Lækjar- botnum vinna mjög oft með þemu og í lengri lotum en tíðk- ast í almenna kerfinu. Því ef maður ætlar að sökkva sér ofan í eitthvað og skilja til botns er mjög gott að hafa lengri tíma í einu til að vinna með. Nemend- ur læra handverk og aðra líkam- lega vinnu, listir og bókleg fög til jafns, sem veldur góðu jafnvægi. Við höfum öll hugsun, tilfinning- ar og vilja og það verður að vera jafnvægi á milli þessara þátta, hjá hinni verðandi fullorðnu mannveru. Handverk og önnur líkamleg vinna sýna okkur að við fáum ýmsu áorkað ef við notum krafta okkar til að framkvæma. Listir þroska tilfinningar okkar og sköpunargáfu og vitsmunaleg- ur lærdómur eflir hugsun okkar og vit. Annar eiginleiki sem heillaði okkur foreldrana við uppeldis- fræðina er sú viðleitni kennar- ans að reyna að kveikja eld áhug- ans í brjóstum nemenda sinna. Hlutverk kennarans er ekki að hella nemandann fullan af vitn- eskju um allt mögulegt heldur að sinna kennslu sinni af þvílíkri kostgæfni að hann hrífi nemend- ur sína með sér. Ef kennslan er lifandi, skemmtileg, fræðandi og byggir á því að barnið sé virkur þátttakandi í eigin námi, þá og ekki fyrr en þá, er hægt að segja að raunveru- legt og lifandi nám fari fram. Því barnið hefur ekkert að gera með dauða, kalda vitneskju. Dóttir mín kom heim einu sinni og sýndi okkur stafinn sem hún hafði lært þann daginn, stafinn K. Hún var upprifin yfir lær- dómnum og sögunni sem þeim hafði verið sögð í tengslum við stafinn. Hún stóð þarna á miðju stofugólfinu og stillti sér allt í einu upp þannig að líkami henn- ar myndaði bókstafinn K og hún sagðist vera karlson með sverð- ið sitt. Hún fékk að upplifa staf- inn K eins nálægt sér og hægt er. Hún bókstaflega var hann. Mannspeki Rúdolfs Steiners er hornsteinn allra Waldorfskóla og út frá henni vinna allir Waldorf- kennarar. Kennarinn hefur opinn hug og hjarta fyrir öllum þeim eiginleikum, hæfni, karakter og möguleikum sem blunda í brjósti hvers og eins. Öllum finnst börn- in sín einstök og sérstök og þau eru það líka, því allir hafa eitt- hvað sérstakt og einstakt sem enginn annar hefur til að bjóða samfélaginu. Það er því svo dýr- mætt að finna skóla þar sem maður finnur að starfsfólk deil- ir þessu viðhorfi með manni og vinnur samkvæmt því. Næstkomandi laugardag, þann 17. mars, verður opið hús í Wald- orfskólanum og leikskólanum Yl, Lækjarbotnum. Húsið verður opið frá kl. 14.00 til 16.00 Sýnishorn af vinnu nemenda verða lögð fram, tónlistaratriði, varðeldur ef veður leyfir, kaffi- sala o.fl. Höfundur er kennara- og mynd- listarmenntaður og starfar sem fóstra. Af hverju Waldorf skóli? Ef Ísland gengi í Evr-ópusambandið myndu yfirráðin yfir Íslandsmið- um færast til sambandsins. Í þessu felst að stór hluti þeirra reglna, sem gilda myndu um sjávarútveg hér á landi, myndi koma frá Brussel. Þar yrði ákveðið hvaða tegundir mætti veiða hér við land og hversu mikið og þar yrðu tekn- ar allar veigameiri ákvaðanir um það hvaða umhverfi íslenzkum sjávarútvegi yrði búið í framtíð- inni. Þessar ákvarðanir yrðu eftir það ekki teknar af Íslendingum heldur fyrst og fremst af embætt- ismönnum Evrópusambandsins í Brussel og fulltrúum annarra að- ildarríkja sambandsins. Þá eink- um og sér í lagi þeim stærri. Íslenzkir Evrópusambandssinn- ar hafa lýst sig reiðubúna til að fallast á þetta. Og það sem meira er þá er ljóst af ítrekuðum yfir- lýsingum þeirra að þeir eru fylli- lega sáttir við þetta fyrirkomu- lag. Það er næg forsenda í þeirra huga fyrir Evrópusambandsaðild að okkur Íslendingum yrði senni- lega úthlutað stærstum hluta veiðiheimilda við Ísland kæmi til aðildar. Það skiptir þá hins vegar engu máli að engin trygging sé fyrir því að þessu yrði ekki breytt eftir að Ísland gengi í sambandið. Staðreyndin er nefnilega sú að það væri hvenær sem er hægt á auð- veldan hátt án samþykkis okkar. Það lýsir einkennilegum metn- aði fyrir hönd Íslands að vera reiðubúnir að framselja yfirráð- in yfir íslenzkum sjávarútvegi til Evrópusambandsins og geta sætt sig við það í framhaldinu að sam- bandið skammtaði okkur Íslend- ingum kvóta hér við land eftir því sem embættismönnum þess og öðrum aðildarríkjum hugnaðist. Hvað ef Evr- ópusambandið ákveddi einn daginn að banna eða draga úr veiðum á stórum svæðum við Ísland vegna þess að stjórn þess á fiskveið- um við landið hefði leitt til ofveiði? Líkt og t.a.m. hefur gerzt í Norður- sjó og víðar í sameigin- legri lögsögu Evrópu- sambandsins (sem miðin í kring- um Ísland myndu tilheyra kæmi til íslenzkrar Evrópusambandsað- ildar)? Það er því kannski ekki að undra að maður velti fyrir sér hvað full yfirráð yfir auðlind Íslandsmiða þýði í orðabók íslenzkra Evrópu- sambandssinna? Full yfirráð yfir þeim ákvörðunum og reglum sem gilda um sjávarútveg hér við land, þ.m.t. hversu mikið megi veiða á ári hverju og úr hvaða stofnum, eða kalla þeir það full yfirráð að afsala sér yfirráðunum yfir Ís- landsmiðum til Evrópusambands- ins sem síðan myndi skammta okkur kvóta á okkar eigin miðum (sem notabene yrðu ekki okkar eigin mið lengur ef til aðildar að sambandinu kæmi)? Sennilega geta flestir sammælzt um að frá- leitt sé að kalla það síðarnefnda full yfirráð eða yfirráð yfirhöfuð. Að lokum vil ég vekja athygli á áhugaverðum umræðufundi sem fram fer í sal Norræna húss- ins í dag, fimmtudaginn 15. marz, frá 12.10-13.30 undir yfirskrift- inni „Sjávarútvegurinn og ESB“. Framsögu munu hafa Kristján Þórarinsson stofnvistfræðingur, og Kolbeinn Árnason, lögmaður og fyrrverandi skrifstofustjóri al- þjóðaskrifstofu sjávarútvegsráðu- neytisins og fulltrúi ráðuneytis- ins í fastanefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Höfundur er sagnfræðinemi. Hvað eru full yfirráð?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.