Fréttablaðið - 16.03.2007, Síða 90

Fréttablaðið - 16.03.2007, Síða 90
Kl. 23.00 Hljómsveitin Spaðar heldur sitt ár- lega ball á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Sveitin leikur lög af nýjum diski auk kunnuglegra slagara úr smiðju félaganna. Tengsl ritsnilldar og Asperger Það ilmaði af nýrri máln- ingu á Laugavegi 12b þegar blaðamaður leit þar inn í vikunni. Á morgun verð- ur þar opnað nýtt gallerí, STARTART, en þar sameina sjö listamenn krafta sína og auðga enn frekar listaflóru miðbæjarins. Listamennirnir Anna Eyjólfsdótt- ir, Ása Ólafsdóttir, GaGa Skorr- dal, Magdalena Margrét Kjart- ansdóttir, Ragnhildur Stefánsdótt- ir, Þórdís Alda Sigurðardóttir og Þuríður Sigurðardóttir fara með lyklavöldin í nýja galleríinu en þær hafa staðið í ströngu á und- anförnum vikum. Húsnæðið hýsti áður verslunarrekstur af ýmsu tagi, þar var einn sinn hægt að kaupa bæði kvenhatta og konfekt en nú er búið að brjóta niður veggi og sameina litlu verslanirnar tvær en í annarri þeirra seldi ein kvennanna, GaGa Skorrdal, hönn- un sína nú síðast. Brátt verður þar að finna enn meiri list, veggverk, skúlptúra, grafík, innsetningar og fleira en rýmið býður upp á fjöl- breytta möguleika til sýninga- halds auk þess sem efri hæðin fær einnig yfirhalningu en þar verður aðstaða fyrir vinnustofur. Listakonurnar eru afar ólíkar og hafa þekkst mislengi en þær hafa allar skapað sér nafn á listasvið- inu. „Við erum allar starfandi myndlistarmenn og þannig liggja leiðir saman – ýmist í gegnum vinnustofur eða sýningarhald,“ útskýrir Þuríður. Anna bend- ir síðan á að þær hafi allar rætt um það innbyrðis að gaman væri að hafa einhvers konar vettvang til að kynna þeirra eigin list því nálgunin væri önnur þegar verk eru sett á sölu hjá öðrum. „Þetta er ákveðin yfirlýsing,“ segir Anna og áréttar að oft átti fólk sig ekki á því að verk á sýningum séu til sölu, einkum stór þrívíð verk, um- hverfis- og rýmisverk. „Það skipt- ir ekki máli á hvaða formi list- in er. Það er von allra myndlist- armanna að geta lifað af þessu starfi. Við sem stöndum að STAR- TART erum allar langskólagengn- ar í myndlist og hér viljum við að fólk geti gengið að okkur. Það sem við gerum á vinnustofunni á að koma beint hingað og hér verður því alltaf að finna nýja list,“ segir Anna. Framtakið nú er spennandi áskor- un eins og Þórdís Alda útskýr- ir því nú vinni þær jafnt og þétt fyrir galleríið í stað þess að taka vinnutarnir fyrir sýningar í stærri sölum. „Hér erum við líka án allra milliliða og getum haldið okkar listræna frelsi,“ bætir Þur- íður við. Verkefni þetta hefur reynt nokk- uð á því listamennirnir eru jú allir vanir að vera einráðir einyrkjar. Anna segir brosandi að þær hafi nú bara ætlað að drífa þetta í gegn og koma galleríinu í stand á viku, tíu dögum en þær séu reyndar mánuði á eftir áætlun. „Það sýnir bara hvað við erum bjartsýnar,“ útskýrir Þórdís. „Og metnaðar- fullar,“ bætir Ragnhildur við og segir að fyrirkomulagið sé eink- ar lýðræðislegt, hér sé engin einn kafteinn í brúnni. „Reyndar verða fundir sem upphaflega eiga að vara í klukkustund yfirleitt svona þrír tímar,“ segir Þórdís sposk. „En margar rætur verða að einum stofni,“ heyrist frá hönnuðinum GaGa. Á undanförnum árum hefur sýn- ingarstöðum myndlistarmanna fjölgað töluvert, ekki síst vegna framtakssemi þeirra sjálfra og lítil gallerí og sýningarstaðir hafa dúkkað upp á ólíklegustu stöðum. Þórdís segir að þær stöllur hefðu vart ráðist í þessa framkvæmd ef þær hefðu fundið fyrir doða í þjóðfélaginu. „Það er frábært að nú séu að opnast fleiri sýningar- staðir, það gefur myndlistarmönn- um byr undir báða vængi,“ segir Þórdís og áréttar að almennt sé myndlistaráhugi að aukast hér á landi. Anna bætir við að framtaks- semi listamannanna sjálfra skýr- ist einnig af því að það sýningar- rými sem er til staðar sé ekki allra en listamenn séu alltaf að. „Lista- menn eru eins og maurar,“ segir hún, „þeir eru alltaf í vinnunni, líka þegar þeir eru bara að horfa og hugsa.“ Sjömenningarnir munu allar sýna verk sín á staðnum og skipta með sér vöktunum þar. „Við teljum hag af því að vera sjálfar á staðnum,“ segir Þuríður, „að listneytend- ur viti að við sem erum hér séum starfandi myndlistarmenn en það er önnur nálgun en flestir eiga að venjast.“ Þórdís bætir við hlæjandi að þær ætli sér þó síst að breytast í uppáþrengjandi sölumenn. Fyrirkomulagið er samt ekki nið- urnjörvað heldur vilja listamenn- irnir að starfsemin fái að þróast. „Við horfum líka lengra,“ segir Anna og vísar til þess að framtíð- arsýnin takmarkist ekki við landið og miðin auk þess sem möguleikinn á frekara samstarfi við aðra lista- menn sé ávallt til staðar. „En til að byrja með hugsum við þetta meira út frá okkur – við um okkur frá okkur til okkar,“ segir Ragnhildur hæversklega. Hús þetta á sér mikla sögu en fyrst veggirnir geta lítið talað hvetja listamennirnir þá sem búið hafa eða starfað í nágrenninu til þess að kíkja í heimsókn. „Við fund- um tvo gamla tuttugu og fimmeyr- inga þegar við vorum að breyta. Við teljum það vera lukkumerki – en vonumst til að það komi kannski eitthvað aðeins meira,“ segir Þór- dís bjartsýn. Opnunin verður milli 13-16 á morgun en áhugasömum er einnig bent á heimasíðuna www.startart.is Von er á breska leikhópnum Cheek by Jowl hingað til lands en sá virti félagskapur mun setja upp leikritið Cymbeline, Simli konung, eftir Shakespeare í Þjóð- leikhúsinu í maí. Hópurinn frum- sýndi verkið í París í febrúar og ferðast nú með það um Evrópu en dómar um uppfærsluna eru afar lofsamlegir. Í umsögnum um sýninguna eru leikararnir sagðir sýna snilldar- leik og „ná að galdra fram því- líka orku að áhorfendur sitji agn- dofa eftir“. Aðrir hafa sagt að sýningin jaðri við fullkomnun, þó söguþráðurinn sé flókinn sé hann settur fram á svo skýran hátt að áhorfendur geti ekki annað en fyllst aðdáun. Verkið hefur aldrei fyrr verið sett á svið hér á landi. Þó þarna sé á ferð eitt af minna þekktum verkum Shakespeares er það að margra mati eitt af merkustu verkum eins mesta leikritaskálds allra tíma og skrifað þegar hann var á hátindi síns listræna ferils. Cheek by Jowl hefur átt stór- an þátt í að breyta ásýnd bresks leikhúss undanfarin ár en vinna forsprakkaans, leikstjórans Dec- lan Donnelan og Nicks Ormerod með sígild leikverk hefur vakið athygli úti um allan heim. Alls verða fjórar sýningar hér en hópurinn kemur hingað beint frá BAM-leiklistarhátíðinni í New York, en héðan fer hópurinn svo til London, þar sem sýningin verður frumflutt í Barbican leik- húsinu 24. maí. Næsta fullkomin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.