Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 102
 Handknattleiksdeild ÍBV hefur ákveðið að kæra Guð- mund Kr. Erlendsson, formann dómaranefndar HSÍ, til dóm- stóls HSÍ vegna meintrar hegðun- ar hans í garð Einars Jónssonar, þjálfara ÍBV, eftir leik Eyjamanna og HK í síðustu viku. ÍBV kærði Guðmund upphaf- lega til aganefndar en aganefnd sá ekki ástæðu til að aðhafast í mál- inu. Formaður handknattleiks- deildar ÍBV, Hlynur Sigmarsson, segist ætla með málið alla leið fyrir ÍSÍ ef á þurfi að halda. „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart. Ef eitthvert mál snertir HSÍ þá er því sópað undir teppið. Einhver starfsmaður HK sá ekkert athugavert við atvik- ið og það er eina vitnið sem aga- nefndin talar við en við höfðum bent á nokkur vitni okkar máli til stuðnings,“ sagði Hlynur sem er langt frá því að vera ánægður með þessi vinnubrögð sem og HSÍ. „Við erum að kæra þetta núna til dómstóls HSÍ enda finnst okkur þessi niðurstaða vanvirðing. Dóm- arar og HSÍ eru að kenna okkur hvernig skuli haga sér á leikjum og svo ganga þeir fram með þess- um hætti og það er í góðu lagi. Þess vegna ætlum við með þetta alla leið í íþróttadómstólakerfinu. Það á jafnt yfir alla að ganga. Ann- ars er mjög áhugavert að það er alveg sama hvað við kærum, við vinnum aldrei. Ég veit ekki hvað ég hef kært mörg mál til HSÍ, ég hef aldrei unnið. Ekki eitt einasta mál. Þetta er hætt að vera fynd- ið. Ætla menn að segja mér að öll þessi mál hafi verið byggð á vond- um og veikum grunni?“ sagði Hlynur hundfúll. Einar Jónsson, þjálfari ÍBV, fékk rautt spjald í leiknum sem um ræðir og hann furðar sig á því að hafa aðeins fengið einn leik í bann þar sem dómararnir hafi skrifað á skýrsluna að hann hafi haft í frammi grófa og óíþrótta- mannslega framkomu að því er hann segir. „Ég held að ástæðan fyrir þess- um væga dómi sé sú að fá mig til að hætta að tuða. Ég veit það samt ekki en mig grunar það. Ég spurði marga dómara út í málið og þeir sögðu allir að ég ætti að fá tvo leiki vegna þess sem var skrifað á skýrsluna,“ sagði Einar. Það var ekki bara ÍBV sem kærði Guðmund heldur kærði hann Einar Jónsson á móti fyrir sína meintu hegðun. Aganefnd sá heldur ekki ástæðu til að aðhafast í því máli en athygli vekur að aga- nefnd taki kæru Guðmundar fyrir en hann var ekki starfsmaður á leiknum heldur áhorfandi. Fréttablaðið hafði samband við Guðmund í gær en hann gat ekki tjáð sig um málið þar sem hann var upptekinn á fundi. ÍBV hefur kært Guðmund Kr. Erlendsson, formann dómaranefndar HSÍ, til dómstóls HSÍ eftir að aganefnd HSÍ sá ekki ástæðu til að taka á meintri hegðun Guðmundar við þjálfara ÍBV. Guðmundur kærði þjálfara ÍBV á móti. Það hefur gustað um Guðmund Kr. Erlendsson, for- mann dómaranefndar HSÍ, síð- ustu daga en eins og lesa má hér að ofan hefur ÍBV ákveðið að kæra meinta hegðun hans til dómstóls HSÍ og er til í að fara með málið lengra verði niðurstaða þess dóm- stóls ekki sú sem ÍBV væntir. Fréttablaðið hefur heyrt í fjöl- mörgum þjálfurum síðustu daga sem hafa gefið sig fram eftir að ÍBV kærði Guðmund og rætt við þá um samskipti sín við formann- inn. Enginn þeirra ber Guðmundi vel söguna og allir hafa svipaða sögu að segja um hegðun Guð- mundar – að hann sé kjaftfor og hrokafullur líkt og Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum. Þeir eru á einu máli um að nauðsynlegt sé að skipta Guð- mundi út sem formanni dómara- nefndar. Fréttablaðið hefur einnig rætt við fyrrum dómara sem eru á sama máli. Þeir Kristinn Guðmundsson og Erlingur Richardsson, sem voru með ÍBV-liðið í fyrra, eru á meðal þeirra sem hafa tjáð Fréttablað- inu sögur af samskiptum sínum við Guðmund. Haddur Stefáns- son, fyrrum þjálfari KA/Þórs, og Karl Erlingsson, aðstoðarmaður kvennaliðs Vals, hafa líka tjáð sig. Þeir hafa borið vitni um óeðlileg afskipti Guðmundar af dómurum og þjálfurum eftir leiki þar sem hann hefur meðal annars verið viðstaddur skýrslugerð dómara þótt hann hafi eingöngu verið áhorfandi á viðkomandi leikjum. Hann hafi í sumum tilvikum lent í orðaskaki við þjálfara fyrir utan búningsklefa áður en hann hvarf inn í klefa með dómurum. Eyjaþjálfararnir fyrrverandi vilja síðan meina að Guðmundur hafi gengið allt of langt í leik ÍR og ÍBV í fyrra er hann hrinti Erlingi harkalega á aðstoðarmann sinn. Guðmundur sagðist vera upp- tekinn á fundi fram á kvöld þegar Fréttablaðið heyrði í honum um tvöleytið í gær. Hann gæti þar af leiðandi ekki tjáð sig. Vilja Guðmund úr stóli formanns dómaranefndar Ekki í vafa um að ég geti bætt liðið Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka í fót- bolta, er búinn að fá sig fullsadd- an af gagnrýni landa síns, Arsene Wenger, stjóra Arsenal. Wenger kenndi leikjaálagi franska lands- liðsins um slæma frammistöðu Thierry Henry á þessu tímabili. „Ég er orðinn virkilega leið- ur á herra Wenger. Hann veit ekki allt og hefur ekki einkaleyfi á að fá sitt fram í fótboltaumhverf- inu. Wenger er að kenna leikjum í ágúst um meiðsli í mars,“ sagði Domenech en Henry verður ekk- ert meira með á tímabilinu eftir að hann reif maga- og náravöðva í tapleiknum á móti PSV í Meist- aradeildinni á dögunum. Wenger talaði um að Henry sé búinn að missa af fjölmörgum leikjum með Arsenal í vetur en hafi hins vegar leikið alla lands- leiki, frá upphafi til enda, frá 16. ágúst. Búinn að fá nóg af Wenger Brasilíumaðurinn Dedé Anderson er liðsfélagi Harald- ar Guðmundssonar í norska úr- valsdeildarliðinu Aalesund og var markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili með 14 mörk. Dedé fór heim til Brasilíu eftir tímabilið og átti að snúa til baka í janúar en enn hefur ekkert til hans spurst. Fyrst sagðist hann þurfa að vera hjá veikum föður sínum en nú eftir tveggja mánaða bið hefur félagið endanlega misst þolinmæðina. Málið er á leiðinni til FIFA og félagið hefur stoppað launa- greiðslur til kappans. Hann er þó hvergi laus sinna mála og félagið mun ekki hleypa honum til annars liðs. Aalesund tilkynnti það líka í gær að Dedé myndi ekki spila meira með a-liðinu og verður að dúsa í varaliðinu þar til að samn- ingur hans rennur út. Ennþá í jólafríi Guðjón Baldvinsson er ekki á leið til Víkings en Frétta- blaðið skýrði frá því að félagið ætti ásamt Fylki í viðræðum við Stjörn- una um kaup á Guðjóni Baldvins- syni. Heimildir Fréttablaðsins herma að Guðjón sé á leið til Fylkis en það vildu hvorki Eysteinn Har- aldsson hjá Stjörnunni né Hörður Antonsson hjá Fylki staðfesta. Heimildir Fréttablaðsins herma að Fylkir sé tilbúið að greiða allt að 4 milljónum króna fyrir Guðjón. Víkingar voru til í að greiða allt að þrem milljónum fyrir leikmann- inn en án árangurs. Þegar Magnús Gylfason, þjálfari Víkings, heyrði í hvað kaupverðið stefndi sagði hann sínum mönnum að draga í land þar sem hinn ungi og óreyndi Guðjón væri ekki virði slíkrar fjárhæðar. Guðjón of dýr Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Hauka, var með þrefalda tvennu í naumum 81-79 sigri liðs- ins í Keflavík en Helena kom inn af bekknum í leiknum. Helena var með 17 stig, 14 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum en þetta er í þriðja sinn í deildinni sem hún nær þrefaldri tvennu. Aðeins tveir aðrir leik- menn náðu þrefaldri tvennu í deildinni í vetur, Margrét Kara Sturludóttir úr Keflavík og Anne Flesland leikmaður Hamars. Þreföld tvenna af bekknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.