Fréttablaðið - 30.03.2007, Side 2

Fréttablaðið - 30.03.2007, Side 2
 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra leggur til að stofnað verði 240 manna launað vara- lið lögreglunnar, sem kallað verði til ef þörf kref- ur vegna öryggis ríkisins. Þetta nefndi hann í ræðu sinni á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu í gær. Í ræðunni sagði hann að varaliðsmenn yrðu kall- aðir til starfa úr röðum björgunarsveitarmanna, slökkviliðsmanna, sjúkraliðsmanna, öryggisvarða, friðargæsluliða og fyrrverandi lögreglumanna eftir sérstaka þjálfun á vegum ríkislögreglustjóra. Talið er að stofnkostnaður við að koma varalið- inu á fót verði um 244 milljónir króna, og árlegur rekstrarkostnaður í kringum 222 milljónir. „Mér finnst þetta afar óskynsamleg hugmynd,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur. „Það er óljóst að hverjum hún beinist og ég get ekki ímyndað mér að hún sé gerð með sérstökum vilja þeirra sem fara fyrir lögreglumálum.“ Hann segir að við erfiðar aðstæður sé augljóslega betra að vera með öfluga og vel æfða lögreglusveit en ekki hóp viðvaninga. Með þessu sé lítið gert úr störfum lögreglumanna. „Við fengum enga kvittun en við fengum ljósrit af einum reikningi og erum að vinna í því núna að fá frumritið,“ segir Karl Ottó Karlsson, framkvæmda- stjóri Múrbúðarinnar, en verslun- in auglýsti eftir kvittunum sem sýndu að keyptir hefðu verið 10 lítrar af málningu í BYKO á 7.399 krónur. BYKO hefur nú um nokkurt skeið auglýst tilboð á málningu. Málningin kostar 4.990 kr. á til- boði og fram kemur í auglýsing- um að upprunalegt verð sé 7.399 kr. „Okkur grunaði að uppruna- lega verðið væri tilbúningur og vildum athuga hvort einhverjir hefðu keypt málningu í BYKO á þessu verði,“ segir Karl og bætir því við að viðbrögðin við auglýs- ingunni hafi verið jákvæð. „Fólk veitti þessu framtaki athygli enda er allt of oft verið að blekkja neyt- endur,“ segir Karl. Viðskiptavinurinn sem kom með ljósritið af reikningnum í Múrbúð- ina í gær á von á að vinna helgar- ferð til London reynist reikning- urinn ófalsaður. „Þar sem það er utanlandsferð í boði hefði mátt búast við að fjöldi fólks kæmi með kvittanir. Það gerðist hins vegar ekki svo okkur þykir líklegt að málningin hafi aldrei verið seld á þessu verði sem um ræðir,“ segir Karl. Ekki náðist í Ásdísi Höllu Braga- dóttur, forstjóra BYKO, vegna málsins. Kormákur, þýðir eitthvað að bera fyrir sig skjöld? Aðeins ein kvittun skilaði sér Tollurinn í Hafn- arfirði, sem fram að áramót- um heyrði undir embætti sýslu- mannsins, seldi þrjá báta á upp- boði sem ekki höfðu gæðavottun en ólöglegt er að setja slíka báta á markað. Innflutningur á bátunum var stöðvaður í tollinum þar sem þeir uppfylltu ekki fyrrnefnd skil- yrði. Bátarnir voru seldir í októb- er í fyrra. Þeir voru geymdir á svæði í eigu Eimskips þar til þeir voru seldir. Að sögn Björns Hjálmtýsson- ar, fulltrúa hjá sýslumannin- um í Hafnarfirði, sem hafði um- sjón með uppboðinu, voru bátarn- ir seldir vegna kostnaðs sem af geymslu þeirra hlaust. „Bátarn- ir voru seldir til þess að hafa upp í kostnað. Þeir voru seldir með þeim fyrirvara að þeir fengjust ekki skráðir.“ Siglingamálastofnun gerði at- hugasemdir við uppboðið með bréfi þar sem hún taldi sölu á bát- unum inn á markað ólöglega. Stefán Pálsson, lögfræðingur á stjórnsýslusviði Siglingamála- stofnunar, segir stofnunina hafa lagt fram fyrirspurn til tollsins þar sem það sé á könnu stofnunarinnar að hafa eftirlit með sölu báta inn á markað. „Við fengum þau svör til baka að það væri algengt að far- artæki og ýmislegt annað, sem ekki uppfyllti skilyrði lögum sam- kvæmt, væru seld á uppboðum. Því var auk þess borið við að bát- arnir hefðu verið seldir til þess að hafa upp í kostnað vegna geymslu. Það er skýrt í lögum að farartæki sem ekki uppfylla gæðavottunar- skilyrði mega ekki vera seld inn á markað.“ Stefán sagðist þó líta svo á „að þetta væri ekki eðlilegt starfslag“. Bíla- og vélasalan Geisli í Borg- arnesi keypti tvo af bátunum og eru þeir til sölu þar. Það staðfesti Arilíus Dagbjartur Sigurðsson, starfsmaður sölunnar, í gær. Þeir sem fluttu bátana inn til landsins, og borguðu fyrir þá er- lendis, voru ekki hafðir með í ráðum þegar bátarnir voru boðn- ir upp. Tollurinn seldi báta ólöglega á markað Tollurinn seldi báta ólöglega inn á markað hér á landi í október. Innflutningur á bátunum var stöðvaður í tollinum þar sem bátarnir höfðu ekki nauðsynlega gæðavottun. Siglingamálastofnun gerði athugasemdir við sölu bátanna. Tveir voru fluttir á slysa- deild í gær eftir harðan árekstur á Miðhúsabraut á Akureyri. Þar rákust saman fólksbíll og jepplingur. Í fólksbílnum voru fjórir far- þegar og slösuðust tveir þeirra lítillega. Ökumaður jepplings- ins var einn í bílnum og slapp ómeiddur. Flytja þurfti fólksbíl- inn á brott með kranabíl. Tveir fluttir á slysadeild Verð á laxveiðileyfum fer síhækk- andi og er- lendir stórlax- ar eru tilbúnir að borga háar fjárhæðir fyrir veiði í íslensk- um ám. „Menn eru að borga 2 til 3 þúsund dollara fyrir daginn. [Allt að 200 þúsund krónum íslenskum.] Ég hef af þessu miklar áhyggj- ur en nú er kominn sá tími að stór hópur Íslendinga á enga möguleika á að komast í topp- veiði. Enga. Nema menn séu í boði stórfyrirtækja,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson, staðarhaldari við Langá á Mýrum. Ingvi Hrafn segir hér mark- aðinn að verki og hann greiði nú 50 milljónir fyrir leiguréttinn en sú tala hafi verið 20 milljónir fyrir fimm árum. Íslendingum hafi auðnast að halda svo vel á málum að laxveiði á Íslandi sé ekki bara lúxus hér heldur lúxus á heimsmælikvarða. „Því miður fyrir veiðimenn, til allrar ham- ingju fyrir bændur, er verðið orðið venjulegum mönnum al- gerlega ofviða. Það er ekkert öðruvísi.“ Veiðileyfin rjúka upp Sigurður Líndal prófess- or við telur að á brattann verði að sækja í hugs- anlegum mála- ferlum Ölstof- unnar gegn rík- inu. „Það eru hugsanlega ein- hverjir fletir á þessu, ef [bann- ið] kemur sérstaklega illa við ein- hverja aðila umfram aðra, þannig að ekki sé gætt jafnræðis,“ segir Sigurður. Hins vegar séu til fordæmi á hinn veginn. „Það eru til dómar um það sem flokkast undir hættu- lega eða óæskilega starfsemi og þá hefur verið talið sem svo að löggjafinn hafi nokkuð rúmar heimildir til að setja atvinnufrelsi manna og atvinnuréttindum nokk- uð þröngar skorður.“ Efins um brot á meðalhófsreglu Íbúum í Hafnarfirði hefur fjölgað um 426 á síðustu fjórum mánuðum. Þann 1.desem- ber 2006 voru íbúar bæjarins 23.674 en í dag eru þeir 24.100. Uppbygging í Hafnarfirði síð- astliðin ár hefur verið hraðari en svæðisskipulag höfuðborgar- svæðisins gerir ráð fyrir. Reikn- að var með að Hafnfirðingar yrðu 22.000 árið 2012 en þeir höfðu náð þeirri tölu árið 2004. Enn fjölgar í Hafnarfirði Rúmlega þrjátíu fjár á bænum Neðstahvammi í Dýrafirði var fargað í gær vegna ills aðbúnaðar og vannæringar. Fénu var fargað að beiðni héraðs- dýralæknisins á Vestfjörðum. Að því er kom fram í útvarps- fréttum RÚV í gær barst í febrú- ar kæra um slæma meðferð á skepnunum. Um sextíu fjár voru á bænum. Eftir að kæran barst varð lítið um úrbætur, en steininn tók úr þegar nýlega flæddi í fjárhús- in í miklum leysingum og féð fór á flot. Því var ákveðið að farga helmingn fjársins í húsunum. Fé fargað vegna ills aðbúnaðs
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.