Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 30.03.2007, Qupperneq 8
 Hvers konar tímamót urðu á Reyðarfirði á miðvikudag? Hvaða íslenski söngvari sat nýverið fyrir svörum blaða- manns stórblaðsins Newsweek? Hver lenti í öðru sæti í opn- um flokki á Grand Prix móti í borðtennis um síðustu helgi? 8.000kr.SPARAÐU 8.000kr.SPARAÐU 8.000SPARAÐU 8.000kr.SPARAÐU 8.000kr.SPARAÐU Vnr.50632102 ELEGANT UNION gasgrill með tveimur brennurum, pottjárn í grillgrind, 8,6kW. Grillflötur 50x41 cm. Neistakveikjari, hitamælir, efri grind og fitubakki. Mjög auðvelt að hreinsa. Þrýstijafnari og slanga fylgir. 16.900 24.900 Aðeins eitt grill á mann! „Það þarf að upp- lýsa þá sem leita til tannlækna betur um þá þjónustu sem þeir þiggja og kostnaðinn við hann,“ segir Anný Dóra Hálfdánardótt- ir móðir þriggja ára stúlku. Anný er ósátt við reikning sem hún fékk frá tannlækni dóttur henn- ar. Reikningurinn hljóðaði upp á 12.500 krónur. „Þegar ég fór yfir reikning- inn sá ég að 6.500 krónur voru fyrir skoðunina sjálfa en þar fyrir utan greiddi ég 3.500 krónur í at- ferlismeðferð og 3.500 krónur í fræðslu,“ segir Anný. Hún segist ekki hafa beðið um annað en skoð- un og að barnið hafi ekki þurft á at- ferlismeðferð að halda. „Hefði svo verið hefði ég látið fagaðila sjá um að veita barninu hana. Fræðslan sem ég þurfti að greiða fyrir held ég að hafi falist í því að tannlækn- irinn sagði mér að það væru marg- ir sykurmolar í gosdrykkjum. Og að ég þyrfti að bursta tennurnar í henni vel. Það vissi ég vel fyrir og tel mig ekki þurfa að greiða mörg þúsund fyrir slíkar leiðbeiningar,“ segir Anný. Hún hvetur fólk til að kynna sér hversu háar upphæð- ir tannlæknar leggja ofan á fasta- gjaldið sem gefið er upp. Ólafur Höskuldsson, barnat- annlæknirinn sem Anný leitaði til, segir að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að fólk viti hvernig best sé að hirða um tennur barna. „Það er til einskis að vera að gera við tennur ef fólk veit ekki hvað það á að gera til að fyrirbyggja skemmdir,“ segir Ólafur þegar hann er spurður um fræðsluna. Atferlismeðferðina segir hann vera til að aðlaga börn komum á tannlæknastofur. „Yfirleitt þakk- ar fólk fyrir fræðslu en kvartar ekki,“ segir hann um aðfinnslur vegna reikningsins. „Dóttir mín er mjög róleg og var ekkert hrædd við heimsókn til tannlæknisins. Hann ætti að geta metið hvaða börn þurfa á slíkri þjónustu að halda og boðið for- eldrum að veita hana meti hann þörf á slíkri meðferð. Það er alger óþarfi að gera hlutina svona óum- beðið,“ segir Anný. Sigurjón Benediktsson, for- maður Tannlæknafélags Íslands, segir fræðslu nauðsynlegan þátt í tannlækningum. Hann tekur undir með Ólafi að ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að þekkja rétta umhirðu tanna og að eins og aðrar stéttir vilji tannlæknar fá greitt fyrir þá þjónustu sem þeir veita. Hann bendir einnig á að á öllum tannlæknastofum eigi að vera listi með yfirliti yfir þjón- ustu og verð sem sjúklingar geti kannað við komu. Ósátt við þjónustu barnatannlæknis Upplýsingum um þjónustu og kostnað á tannlæknastofum er ábótavant að mati móður sem nýverið fór með dóttur sína til barnatannlæknis. Hún er ósátt við að greiða fyrir óumbeðna meðferð. Tannlæknir furðar sig á viðbrögðunum. Bresk stjórnvöld ósk- uðu í gær eftir stuðningi öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna við yfir- lýsingu þar sem varðhald bresku hermannanna fimmtán í Íran er fordæmt og tafarlausrar lausnar þeirra krafist. Íranar birtu í fyrradag mynd- band af eina kvenkyns fanganum í sjónvarpi og þykir það, ásamt því að Bretar hafa leitað til öryggis- ráðsins, merki um að deilan hafi harðnað til muna. Erindrekar hjá öryggisráðinu töldu líklegt að Rússar og fleiri gætu andmælt yfirlýsingunni þar sem í henni segi að Bretarn- ir hafi „verið við aðgerðir í íraskri lögsögu“ sem írönsk stjórnvöld rengja. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki semja um lausn bresku hermannanna. Sagði hann að í samskiptum við aðila á borð við írönsk stjórnvöld væri nauðsynlegt að útskýra með þolinmæði hvað þurfi að gera og um leið gera ljóst að gripið verði til frekari aðgerða séu þeir ekki tilbúnir til að sýna skynsemi. Íranskir námsmenn söfnuðust saman með skilti fyrir framan breska sendiráðið í Teheran, höf- uðborg Írans, í gær og kröfðust þess að bresku hermennirnir yrðu leiddir fyrir íranskan rétt. Á einu skiltanna var aftöku krafist yfir hinum „fimmtán bresku árásar- mönnum“. Bretar leita til öryggisráðsins Launakjör Indónesanna þrjátíu sem starfa hjá austurríska verktakafyrir- tækinu Va Tech á Kárahnjúkum eru enn til skoðunar hjá Sam- starfsnefnd um virkjanasamning- inn. Þorbjörn Guðmundsson, for- maður nefndarinnar, segir að ekki sé komin niðurstaða í málið en býst við að niðurstaðan liggi fyrir um miðja næstu viku. „Vinnuveitendurnir gátu ekki veitt okkur þær upplýsingar sem við höfðum óskað eftir. Þeir óskuðu eftir fresti til 3. apríl til að skila þessum gögnum,“ segir Þorbjörn. „Það eru okkur mikil vonbrigði hvað þetta tekur langan tíma.“ Vinnuveitand- inn fékk frest Siv Friðleifsdóttir, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, segir að möguleg afdrep fyrir reyk- ingamenn hafi mikið verið rædd á fyrstu stigum reglugerðarsetning- ar um reykingabannið, sem sett verður í sumar. Veitingamenn hafi á endanum sjálfir lagst gegn slíkum hugmynd- um, þar sem sýnt þótti að einungis sumir þeirra gætu komið upp slíku rými. „Þeir vildu hafa jafnræði í þessu þannig það yrði ekki leyft,“ segir Siv og bendir á að þetta falli einnig að sjónarmiðum vinnu- verndar, því starfsfólk þurfi að þrífa í reyk- herbergjum sem öðru rými. Að auki sýni reynsl- an að torvelt sé að halda reyk- rýmum aðskild- um frá hinum. Öll rök hafi því komið saman gegn reykrýmum innan dyra. Hins vegar sé væntanleg reglu- gerð sem skýri hvernig reykrými utandyra skuli háttað. Leyft verði að setja upp afmörkuð skýli með allt að þremur veggjum. Forsvarsmenn Ölstofunnar íhuga nú málaferli vegna laga- setningarinnar og segjast aldrei hafa verið spurðir álits á henni. Siv hafnar þeirri umkvörtun og segir að helstu hagsmunasam- tök hafi verið fengin til umsagn- ar. Nefnir hún sem dæmi Samtök ferðaþjónustunnar. Í þeim séu sannarlega krár, til dæmis Grand Rokk. Vertar höfnuðu reykrýmum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.