Fréttablaðið - 30.03.2007, Qupperneq 10
Nýbakaðir foreldrar geta
misst allt að tvo mánuði úr svefni
fyrsta árið í lífi barnsins sam-
kvæmt nýrri könnun meðal fimm-
hundruð foreldra. Þriðjungur
sagðist að jafnaði missa 90 mínút-
ur úr svefni hverja nótt sem jafn-
gildir rúmlega heilli nótt í hverri
viku og 68 nóttum á ári. Tæplega
helmingur foreldra sögðust rífast
yfir hvort fái minni svefn. Frétta-
vefur BBC greinir frá könnunni.
Alls sögðust 42 prósent mæðra
bregðast við næturgráti barna
sinna innan 30 sekúndna og tæp
70 prósent mæðra sögðu að það
taki föðurinn fimm mínútur eða
lengur. Aðeins eitt prósent mæðra
sögðust geta sofið þegar barn-
ið þeirra gréti og rúm 40 prósent
þeirra sögðu föðurinn sofa værum
blundi á meðan.
Fimmtungur foreldra sagðist
vakna fjórum sinnum eða oftar á
hverri nóttu fyrsta mánuðinn eftir
fæðingu barnsins. Við eins árs
aldur eru 38 prósent barnanna enn
að vakna upp á nóttunni og 15 pró-
sent foreldra með börn á aldrinum
eins árs til tveggja ára sögðust enn
ekki ná órofnum svefni yfir nótt-
ina.
Sumir foreldranna sögðu þessa
reynslu frelsandi á þann hátt að
þau gerðu sér grein fyrir því að
þau þyrftu ekki jafn mikinn svefn
og þau höfðu áður talið. En flest
sögðu að svefnleysið hefði haft
varanleg áhrif á þau.
Tæplega 60 prósent sögðust sofa
lausar sem afleiðing þess að hlusta
eftir börnunum sínum og ellefu
prósent sögðust hafa átt erfitt með
svefn eftir að þau urðu foreldrar.
Fjórðungur foreldra sagði að
svefnleysið ylli álagi á samband
þeirra. „Að vakna upp með grát-
andi barn nokkrum sinnum yfir
nóttina getur verið einmanaleg
reynsla, sérstaklega ef þú færð
engan stuðning,“ sagði ein móðirin
sem tók þátt í könnuninni.
Það sem margir sögðu hjálplegt
var að koma á fastri venju áður en
börnin færu í háttinn, á borð við
bað eða sögustund.
Missa tveggja
mánaða svefn
Börn ræna foreldra allt að tveggja mánaða svefni fyrsta
æviárið. Mæður segjast missa meiri svefn en feður.
Svefnleysið hefur varanleg áhrif á helming foreldra.
Vegagerðin ákvað að setja þungatak-
markanir á vegi um allt land í vikunni vegna hættu
á slitlagsskemmdum. Var þá ásþungi takmarkaður
við tíu tonn. Þungatakmarkanir eru á sumum vegum
landsins í fimmtíu til sextíu daga á ári sem veldur
miklum kostnaðarauka fyrir flutningafyrirtæki.
Samtök atvinnulífsins (SA) segja takmarkanirnar
skapa óvissu og auka kostnað. Þær hafi í för með sér
að afhending vöru tefst, vöruverð sé hærra en ella og
skapi alls kyns óvissu og óþægindi með gríðarlegum
kostnaði og fyrirhöfn sem leggist fyrst og fremst á
fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni.
Gámar og bílar eru hlaðnir samkvæmt ákveðnum
stöðlum og reynist þeir of þungir samkvæmt úttekt
vegaeftirlitsins þarf að umstafla til að ná réttri öxul-
þyngd. Í mörgum tilvikum er verið að flytja innsigl-
aða gáma en flutningafyrirtækin hafa ekki heimild til
að rjúfa innsigli. Gunnar Jónsson, akstursstjóri hjá
Landflutningum, segir það rétt að þungatakmarkanir
hafi mikil óþægindi í för með sér. „Við höfum búið við
þetta lengi og dagarnir eru alltof margir miðað við
það ástand sem ætti að vera á vegum landsins.“
Veturinn 2004 til 2005 voru þungatakmarkanir á
veginum milli Akureyrar og Reykjavíkur í 49 daga og
57 daga í fyrravetur.
Neytendasamtök-
in hafa sent forsætisráðherra
og landbúnaðarráðherra bréf og
mótmælt því harðlega að leggja
eigi tolla á innflutt grænmeti frá
löndum utan Evrópusambands-
ins í kjölfar aðgerða til að lækka
matvælaverð sem hafi verið allt-
of hátt.
Í bréfinu segir stjórn Neyt-
endasamtakanna að það komi
verulega á óvart að stjórnvöld
hafi fallist á í samningum við
Evrópusambandið að tollar verði
á nýjan leik lagðir á grænmeti og
minnt á að það hafi ekki verið til-
viljun að tollar hafi á sínum tíma
verið felldir niður á grænmeti.
Stjórn Neytendasamtakanna
hvetja stjórnvöld til að beita sér
fyrir því að þessum samningum
verði breytt þannig að engir toll-
ar verði lagðir á grænmeti.
Mótmæla tolli
á grænmeti
Akvegum í Heiðmörk
er af ásettu ráði haldið lítið við.
Tilgangurinn er sá „að auka ekki
umferð að nauðsynjalausu“ að því
er segir í minnisblaði sem um-
hverfissvið Reykjavíkurborg-
ar gerði í kjölfar þess að elds-
neyti lak úr vörubíl sem lenti þar
utan vegar. Bílinn var á vegum
Klæðningar sem vinnur að umtal-
aðri vatnslögn fyrir Kópavogsbæ.
Vegna þessa viðhaldsleysis segir
umhverfissviðið það vera spurn-
ingu hvort og hvernig vegirnir í
Heiðmörk þoli umferð stórra flutn-
ingabíla, ekki síst á vetrum þegar
gæta þurfi ýtrustu varúðar.
Á móti umferð bíla í Heiðmörk
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
3
69
17
3
/0
7
‘07 70ÁR Á FLUGI
Það er bæði þroskandi og gaman að sjá sig um í heiminum.
Gjafabréf frá Icelandair, full greiðsla eða innborgun
upp í flugfargjald, er fermingargjöf sem opnar nýjar leiðir.
Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi til allra áfangastaða Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum.
+ Pantaðu fermingargjöfina á icelandair.is/gjafabréf
GEFÐU FERÐALAG
Í FERMINGARGJÖF