Fréttablaðið - 30.03.2007, Side 18
Reykjavíkurborg hefur selt
einkahlutafélaginu Festum átta hús og lóðir
við Laugaveg og Hverfisgötu fyrir 400 millj-
ónir króna.
Fasteignir sem borgin selur eru Laugavegur
17, Laugavegur 19, Laugavegur 19b, Hverfis-
gata 30, Hverfisgata 32, Hverfisgata 32a,
Hverfisgata 32b og Hverfisgata 34.
„Eru viðskipti þessi tilkomin vegna óska
og hvatningar kaupanda um að sameina lóðir
á þessum byggingarreit,“ segir í kaupsamn-
ingnum.
Eigendur Festa hafa allt frá árinu 1999
keypt upp eignir á umræddum reit sem af-
markast af Laugavegi, Klapparstíg, Hverfis-
götu og Smiðjustíg. Reykjavíkurborg hefur
fyrir sitt leyti haft það markmið frá árinu
2004 að reiturinn kæmist í uppbyggingu og
hefur keypt þar talsvert af eignum.
Endurskoða á deiliskipulag reitsins. Við það
á að hafa hagsmuni verslunar sérstaklega í
huga. Verslanir verði á fyrstu hæð og hótel og
íbúðir á efri hæðum. Einnig er rætt um 50 til
60 nýjar íbúðir á miðjum reitnum og bílakjall-
ara fyrir 250 bíla.
Festar greiða 100 milljónir króna við undi-
ritun kaupsamningsins og næstu 150 milljónir
þegar deiliskipulag hefur verið staðfest. Síð-
ustu 150 milljónir kaupverðsins greiða Festar
síðan þegar bygginganefndarteikningar hafa
hlotið samþykki borgaryfirvalda.
10% vaxtaauki!
Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu reikning á spron.is
Þeir sem stofna sparnaðarreikningana SPRON Vaxtabót eða Viðbót
á Netinu fyrir 1. maí næstkomandi fá um næstu áramót
10% vaxtaauka á áunna vexti til 1. júlí nk.
A
RG
U
S
/
07
-0
16
6
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Jónína Bjartmarz
umhverfisráðherra Íslands, og
umhverfisráðherrar Írlands, Nor-
egs og Austurríkis hvetja til lok-
unar Sellafield-kjarnorkuversins
í Englandi og vara sterklega við
kjarnorku sem lausn á loftslags-
vanda.
Jónína sat fund umhverfisráð-
herra í Dublin á Írlandi á mánu-
dag, þar sem rætt var um kjarn-
orku og fyrirhugaða enduropn-
un THORP-endurvinnsluversins í
Sellafield á Englandi. Ráðherrarn-
ir hvetja bresk stjórnvöld til að
opna ekki kjarnorkuverið að nýju
í ljósi ítrekaðra öryggisvanda-
mála sem komið hafa þar upp,
en hefja þess í stað undirbúning
að lokun Sellafield-stöðvarinnar í
heild sinni.
Nokkur umræða hefur verið
undanfarin misseri í Evrópu og
víðar um að auka orkuframleiðslu
með kjarnorku í ljósi loftslags-
breytinga. Í yfirlýsingu umhverf-
isráðherra Íslands, Írlands, Nor-
egs og Austurríkis sem ritað var
undir á fundinum er varað sterk-
lega við því að litið sé á kjarnorku
sem lausn á loftslagsvandanum.
Endurvinnsla Breta á geisla-
virkum úrgangi í Sellafield og
losun geislavirkra efna í hafið
hefur lengi verið íslenskum
stjórnvöldum þyrnir í augum. Ís-
lensk stjórnvöld hafa ítrekað lýst
yfir áhyggjum vegna Sellafield-
stöðvarinnar og endurteknum
óhöppum þar, oft í samvinnu við
stjórnvöld á hinum Norðurlönd-
unum og á Írlandi.
Kjarnorka ekki lausn
á loftslagsvanda