Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 32

Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 32
greinar@frettabladid.is Framleiðsla áls í heiminum nam 31,6 milljónum tonna árið 2005. Notkunin nam hins vegar 63,9 milljónum tonna. Þetta þýðir með öðrum orðum að 32,3 milljónir tonna voru endurunnið ál. Markað- ur fyrir endurunnið ál vex stöðugt í heiminum, meðal annars vegna vaxandi umhverfisvitundar. Um 75% alls þess áls, sem framleitt hefur verið í heiminum frá upp- hafi, eru í reynd enn í notkun. Ál má endurvinna hvað eftir annað án þess að það tapi eiginleikum sínum. Endurvinnsla áls gegnir því lykilhlutverki í sjálf- bærri þróun. Við endurvinnslu áls sparast mikil orka því einungis þarf um 5% þeirrar orku sem þarf til frumvinnslu. Því má með gildum rökum halda því fram að við framleiðslu áls á Íslandi með endurnýjanlegum orkugjöfum sé verið að geyma orku til framtíðar. Í sjónvarpsauglýsingum frá Framtíðarlandinu er því haldið fram að 30% af allri álframleiðslu fari í einnota umbúðir. Þetta er rétt en mikil einföldun. Um 60% alls áls sem notað er í einnota umbúðir er endur- unnið. Hlutfallið er breytilegt eftir löndum, allt upp í 80% hér á landi. Þetta þýðir að stærstur hluti þess áls, sem notað er í umbúðir, stuðlar að orkusparnaði til framtíðar. Árangur í endurvinnslu áls er mjög mismunandi eftir vörutegundum. Á milli 90 og 95% áls, sem notað er í bíla, er endurunnið. Við þetta bæt- ist að með aukinni notkun á áli í bílum dregur verulega úr útblæstri vegna þess hve létt álið er. Svipaða sögu er að segja af áli sem notað er í bygging- ariðnaði. Fullyrðing Framtíðarlandsins um notkun áls í einnota umbúðir kann að vera rétt en segir aðeins hluta sögunnar. Hópurinn kýs að líta fram hjá mjög mikilvægum og umhverfis- vænum eiginleikum áls til endurvinnslu. Því er ljóst að ryki er slegið í augu fólks. Hið rétta er að aukin notkun áls stuðlar í reynd að orkusparnaði til framtíðar. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Ryki slegið í augu fólks Haustið 1981 var ég nýkom-inn til Bretlands í fram- haldsnám. Þá birtu 364 kunn- ir hagfræðingar yfirlýsingu um, að stefna Margrétar Thatchers í efnahagsmálum væri röng, enda hlyti hún fyrr en síðar að hverfa frá henni. Í neðri málstofunni skoraði leiðtogi Verkamanna- flokksins á járnfrúna að nefna tvo hagfræðinga, sem væru sammála henni. „Alan Walters og Patr- ick Minford“ svaraði hún. Ég var löngu síðar staddur þar sem That- cher rifjaði þetta upp hlæjandi og sagði, að sem betur fer hefði and- stæðingur sinn aðeins beðið um tvö nöfn. Hún hefði ekki getað nefnt fleiri! Thatcher hélt fast við stefnu sína, sem reyndist vel. Vorið 1987 var ég aftur sestur að á Íslandi. Þá birtu þau Guðrún Pétursdóttir líffræðingur, Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur og Guðni Jóhannesson verkfræðing- ur skýrslu, sem útvarpið kynnti sem stórfrétt. Hún var um það, að Tjörnin hyrfi líklega á þremur vikum, yrði byrjað að grafa fyrir ráðhúsi í norðvesturhorni hennar. Davíð Oddsson borgarstjóri sinnti þessu hvergi, ráðhúsið reis og enn er Tjörnin á sínum stað. Ég lærði að hafa ekki sjálf- krafa vísindamanna ráð, þótt þeir fari margir saman. Vísindi eru ekki kóræfing, heldur frjáls sam- keppni hugmynda. Þau telja ekki nef, heldur skoða gögn. Þetta á við um þá þríþættu tilgátu, að jörðin sé að hlýna, það sé mann- kyni að kenna og á valdi þess að gera eitthvað við því. Óskars- verðlaunahafinn Al Gore krefst þess, að við gerbreytum umsvifa- laust lífsháttum okkar. Ég er ekki sérfræðingur í loftslagsfræðum fremur en Gore. En í nýrri heim- ildamynd, „Blekkingarnar miklu um hlýnun jarðar,“ sem frumsýnd var í bresku sjónvarpi 8. mars síðastliðinn, tala vísindamenn, sem efast um þessa tilgátu. Þeir vefengja fæstir, að jörðin hafi hlýnað um skeið. En þeir benda á, að loftslag tekur sífelldum breyt- ingum. Óvíst sé, að menn ráði úr- slitum með losun koltvísýrings og ígildis hans út í andrúmsloftið. Sem kunnugt er mynda þessi efni ásamt vatnsgufu eins konar hjúp í kringum jörðina, sem minnkar varmaútgeislun hennar, svo að hún er nógu hlý til að vera byggi- leg. Ein röksemd efasemdamanna er, að breytingar á hitastigi jarð- ar virðast ekki standa í sam- bandi við losun manna á koltví- sýringi. Um og eftir landnám á 9. öld var til dæmis hlýindaskeið hér úti á Dumbshafi. Vatnajökull var miklu minni en nú, tvískiptur og kallaðist Klofajökull. Þá los- uðu menn sáralítinn koltvísýring út í andrúmsloftið. Síðan tók við litla ísöldin svonefnda um 1500- 1800. Síðustu hundrað ár hefur hitastig sveiflast til, þótt heldur hafi það fikrað sig upp á við (um á að giska 0,6 stig). Óvenjuhlýtt var árin 1930-1940, en síðan kóln- aði fram undir 1980, þótt losun á koltvísýringi hafi þá einmitt stóraukist. Stuðningsmenn tilgát- unnar um hlýnun af mannavöld- um geta auðvitað (og hafa) skýrt þessa kólnun með öðrum áhrifa- þáttum, en þá viðurkenna þeir um leið, að fleira ráði loftslags- breytingum en losun manna á koltvísýringi. Önnur röksemd efasemda- manna er, að losun manna á kol- tvísýringi valdi ekki mestu um gróðurhúsaáhrifin. Vatnsgufa er 98% gróðurhúsalofttegunda. Þegar lífverur anda frá sér eða rotna og þegar eldfjöll gjósa, streymir meiri koltvísýringur út í andrúmsloftið en vegna brennslu olíu eða kola. Þriðja röksemdin er, að breytingar á hitastigi jarðar virðast standa í beinu sambandi við virkni sólar. Koma geislar frá öðrum sólum himinhvolfsins og vindar frá okkar sól þar við sögu í flóknu ferli. Stuðningsmenn tilgátunnar um hlýnun af mannavöldum geta auðvitað (og hafa) bent á, að ná- kvæmar mælingar á þessu eru ekki til langt aftur í tímann. En hið sama er að segja um tilgátu þeirra. Sólvirknikenningin hefur líka þann kost, að hún nær til fyrri loftslagsbreytinga (ef hún reynist rétt), því að sólin hefur alltaf haft áhrif, en mannkyn að- eins nýlega. Hvort sem veruleg gróðurhúsaáhrif stafa frá mönn- um eða ekki, benda efasemda- menn síðan á, að sáralitlu muni breyta um loftslag, þótt reynt sé með lögum að takmarka losun á koltvísýringi. Enginn dregur gróðurhúsa- áhrifin í efa. Þeirra vegna er jörð- in byggileg. En spurningin er, hvað mennirnir hafa gert og geta gert. Hugsanleg svör á að rann- saka fordómalaust í stað þess að setjast í skotgrafir. Af mannavöldum? K osningar eru einföld athöfn. Hitt getur verið vafn- ingasamara að finna út um hvað þær snúast. Að baki hverjum krossi á kjörseðli liggur ákvörðun. Hún getur byggst á jafnmörgum og ólíkum forsendum og kjós- endur eru. Að einhverju leyti lýtur það mat að málefnum sem höfða til kjósenda. Að nokkrum hluta snýst það um traust á einstökum frambjóðendum. Loks tekur það til þeirra kosta sem kjósendur sjá helsta um myndun ríkisstjórnar. Kosningafyrirkomulagið færir kjósendum nokkuð skýra kosti að því er varðar val á milli málefna ólíkra stjórnmálaflokka. Það er hins vegar umhugsunarefni að réttur kjósenda samkvæmt kosningafyrirkomulaginu er mjög takmarkaður varðandi aðrar forsendur. Þannig er möguleiki kjósenda til þess að gera upp á milli ein- staklinga sem í kjöri eru afar lítill. Þegar kemur að álitaefn- inu um sjálfa ríkisstjórnina kaupa kjósendur einfaldlega kött- inn í sekknum. Í þeim efnum hafa þeir ekkert beint vald. Hvort tveggja er ágalli á íslenskum stjórnmálaháttum. Meðal margra þjóða leysa kosningakerfin og fastmótaðar stjórnmálahefðir úr slíkum ágöllum. Ærin ástæða er því til að gefa þessum úrlausnarefnum gaum. Með því móti mætti bæta stjórnmálalífið og styrkja lýðræðið í landinu. Tilfinning flestra hefur verið sú að umhverfismál brenni heit- ast á kjósendum að þessu sinni. Allar umræður hafa bent til þess. Það var því athyglisvert að í nýlegri könnun Fréttablaðs- ins kom í ljós að þau mál voru ekki í fremstu röð þegar spurt var um mikilvægi nokkurra málaflokka. Nú er það svo að málefnabarátta fyrir kosningar snýst jafnan að stórum hluta um jaðaratkvæði. Eitt mál getur þar af leiðandi ráðið meiru en önnur um það hvort kjósendur breyta um afstöðu til flokka eða hvert nýir kjósendur beina hollustu sinni. Jaðar- mál ráða því oft sveiflum í kosningum. Könnunin dregur þessa hlið kosningabaráttu vel fram í dags- ljósið. Sá veruleiki er um leið góð áminning til þeirra sem reka kosningabaráttu um hversu mikilvægt er að láta grundvallar- viðhorf ekki falla með öllu í skugga einstakra átakaefna. Þó að enginn tali upphátt um pólitíska hugmyndafræði eða ábyrgð í fjármálastjórn geta hugmyndir kjósenda í þeim efnum verið jafn mikilvægar og þau mál sem jaðarfylgi á hverjum tíma er áhugasamast um. Kannanir Fréttablaðsins um óskaríkisstjórn sýna að 2/3 hlutar kjósenda skiptast í nær jafnar fylkingar: Annars vegar með núver- andi stjórnarflokkum og hins vegar með tveimur stærri stjórnar- andstöðuflokkum. Hvorugur kosturinn hefur þó meirihlutafylgi. Nái stjórnarflokkarnir ekki meirihluta sýnist Samfylkingin vera komin í þá stððu að geta ráðið mestu um hvers kyns stjórn verður mynduð. Megi ganga út frá því að hún vilji heldur starfa til vinstri sýnast líklegustu kostir kjósenda varðandi ríkisstjórn í raun leiða annaðhvort til stjórnar Samfylkingar og Vinstri græns með Framsóknarflokknum eða áframhaldandi stjórnar Sjálfstæðisflokksins með Framsóknarflokknum. Ríkisstjórn, menn eða málefni? Stuðningsmenn tilgátunnar um hlýnun af mannavöldum geta auðvitað (og hafa) bent á, að nákvæmar mælingar á þessu eru ekki til langt aftur í tímann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.