Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 39

Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 39
Oddur Örn Halldórsson fram- leiðandi horfir með saknaðar- augum á þá peninga sem hurfu í gin hnakkamaskínunnar. Honda Civic, gullkeðjur og ljósakort kostuðu skildinginn. Lífið skiptist í tímabil sem sum eru betri en önnur. Oddur Örn tók út sitt hnakkatímabil á mennta- skólaárunum og þó svo að hann hafi skemmt sér konunglega blæddi veskinu á meðan því stóð. „Ég held að mín alverstu kaup hafi verið Honda Civic hnakka- bíll dauðans. Þetta var rándýr bíll sem ég hafði engan veginn efni á,“ segir Oddur. „Ég þurfti að fá víxil til að sjá um útborgunina, sem er náttúrlega algjör vitleysa.“ Þó svo að bílakaupin hafi verið verið slæm ákvörðun fjárhags- lega urðu til nokkrar góðar sögur. „Við fórum eitt sinn í sumarbústað yfir helgi og mér tókst að keyra bílinn á skurðarbakka þar sem hann vó salt. Það var blindbylur og þar sem ég helt að væri vegur var skurður,“ segir Oddur og hlær. „Svo voru einhverjir vitleysingar í næsta bústað sem fannst það rosa fyndið að taka eitt dekkið undan bílnum, sem gerði björgunarað- gerðir enn erfiðari.“ En hnakkavitleysurnar eru ekki upp taldar. „Á Halló Akur- eyri keypti ég mér svakalega gull- keðju, mig minnir að hún hafi kostað fimmtán þúsund krónur, og týndi henni svo klukkutíma síðar,“ segir Oddur. „Svo fór auðvit- að fúlga í ljósatíma en ég held að ljósin hafi grillað eitthvað meira en bara húðina. Kannski það sé ástæðan fyrir bílakaupunum.“ Oddur hefur sagt skilið við hnakkamenninguna og vinnur nú sem framleiðandi hjá Truenorth. „Bestu kaupin mín eru í tengsl- um við vinnuna en í fyrsta sæti verð ég að setja Truenorth-úlp- una mína,“ segir Oddur. „Hún var ekki ódýr, kostaði 35 þúsund, en var vel þess virði. Hún hélt á mér hita í þrjú ár við allar tökur og slíkt, jafnvel uppi á jökli. Nú er ég búinn að fá mér nýja, alveg eins nema í öðrum lit, og ég efast um að ég kaupi nokkurn tímann öðru- vísi úlpu.“ Hnakkatímabilið fór illa með fjárhaginn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.