Fréttablaðið - 30.03.2007, Síða 66

Fréttablaðið - 30.03.2007, Síða 66
BLS. 10 | sirkus | 30. MARS 2007 É g hef alltaf haft mikinn áhuga á fötum, skóm og tísku yfirhöfuð,“ segir Hugrún Árnadóttir, eigandi verslananna Kron og KronKron. Hugrún er lærður fatahönnuður og lærði í París. Hún hefur verið með skóverslunina Kron frá 2000 og fataverslunin KronKron fylgdi í kjölfarið árið 2004. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á skóm,“ segir Hugrún og bætir við að það hafi legið beinast við að nýta áhugann og menntunina. „Mig langaði líka að koma á framfæri hversu margir ungir snilldarhönnuðir væru erlendis og vildi kynna þá fyrir Íslendingum og viðtökurnar hafa verið mjög góðar,“ segir Hugrún og bætir við að tískuvitundin sé afar sterk á Íslandi. „Það hefur orðið gífurleg vakning í tískunni hér á landi á ótrúlega stuttum tíma enda erum við Íslendingar oftast nær snögg að hlutunum ef við ætlum okkur eitthvað. Hér er frábær listaháskóli og gróskan í tónlistinni og listalífinu hefur verið mikil og tískan fylgir ósjálfrátt í kjölfarið.“ Hugrún hefur vakið athygli fyrir fallegan og sérstakan fatastíl. Aðspurð hvernig hún geti lýst sínum stíl segir hún hann kvenlegan. „Stíllinn minn er mjög fjölbreyttur og getur verið mjög breytilegur frá degi til dags, en ég er svoddan dama inn við beinið og hún brýst svolítið út í gegnum klæðaburð minn.“ Hugrún er með margt á prjónun- um en vill lítið segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér. „Maður er alltaf eitthvað að grúska og það er margt spennandi í gangi. Við erum flest menntuð sem fatahönnuðir sem erum að vinna saman í fyrirtækinu og þetta er sterkur hópur sem er að þessu af hugsjón og við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt saman. Það kemur hins vegar í ljós síðar hvað það verður.“ indiana@frettabladid.is HUGRÚN ÁRNADÓTTIR ER ÁN EFA EIN BEST KLÆDDA KONA LANDSINS. HUGRÚN LEYFÐI SIRKUS AÐ SKOÐA FATASKÁPINN HENNAR. ELEY KISHIMOTO Einn af uppáhaldshönnuðum Hugrúnar en Kishimoto, sem er margverðlaun- aður fyrir textíl og hönnun. DROTTNING TÍSKUNNAR „Það er alltaf auðvelt að klæðast Vivienne Westwood-flík, hún er óumdeilanlega drottning bresku tískunnar.“ PETER JENSEN „Silkikjóll með ótrúlega einföldu og fallegu munstri og svolítið barnslegur. Peter er líka í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Hugrún. HUMANOID „Hrikalega notaleg peysa og tilvalin fyrir íslenska veðráttu, efnin yndisleg, fingerð og hlý.“ CHIE MIHARA „Ég bara elska þessa skó,fallegir og þægilegir,“ segir Hugrún. PRJÓNAPEYSA Í UPPÁHALDI Hugrún heldur mikið upp á þessa prjónapeysu sem er eftir kraftmikinn ungan hönnuð sem heitir Henrik Vibskov. HUGRÚN ÁRNADÓTTIR Hugrún opnaði Kron þegar hún kom heim frá París. KronKron var opnuð fjórum árum síðar. DAMA INNI VIÐ BEINIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.