Fréttablaðið - 30.03.2007, Blaðsíða 86
Fyrir ekki svo löngu
síðan áttaði ég mig
loksins á því að þeir
sem eru alltaf kúl
eru ekkert rosalega
kúl alltaf. Þessi
uppgötvun kom
mér tölvert á óvart þar sem ég var
lengi búin að standa í þeirri mein-
ingu að til þess að vera ofan á í líf-
inu væri nauðsynlegt að vera sem
næst frostmarki að staðaldri.
Mér finnst mjög líklegt að ég
hafi orðið mér úti um þessar rang-
hugmyndir í gunnskóla þar sem
lífsbaráttan var vægast sagt frekar
hörð. Ég myndi reyndar seint halda
því fram að þar hafi það verið þeir
hæfustu sem lifðu af en það voru
alveg ábyggilega þeir grimmustu
sem það gerðu. Samkvæmt grunn-
skólalögmálinu voru þeir sem voru
kúl sama hvað gekk á líklegri til
þess að verða ekki troðnir undir
en þeir sem sýndu einhvern vott af
veikleika.
Í mörg ár hafði ég það því að
leiðarljósi að halda kúli við allar
aðstæður og þrátt fyrir að hafa
alveg húmor fyrir sjálfri mér upp
að vissu marki fannst mér gjör-
samlega óhugsandi að viðurkenna
að ég væri ekki alltaf með allt á
hreinu. Smám saman áttaði ég mig
hins vegar á því að mér fannst
annað fólk sem hagaði sér eins alls
ekki jafn skemmtilegt og það sem
gat viðurkennt að það væri ekki
alveg fullkomið.
Núna finnst mér þess vegna
ógeðslega gaman að viðurkenna
það bara þegar ég veit ekki eitt-
hvað eða skil ekki eitthvað. Mér
finnst bara gaman að viðurkenna
að ég horfi á fullt af lélegu sjón-
varpsefni og finnst það ofsalega
skemmtilegt. Mér finnst bara
gaman að viðurkenna það að stund-
um verð ég skotin í einhverjum þó
að hann sé ekki skotinn í mér. En
skemmtilegast af öllu finnst mér
samt að viðurkenna að ég get alls
ekki allt og biðja um hjálp þegar ég
þarf á henni að halda.
Það að geta viðurkennt veikleika
sína er nefnilega ekki merki um að
sjálfsmyndin sé ekki nógu sterk,
heldur þvert á móti. Aðeins þeir
sem vita hvað þeir geta, geta við-
urkennt að þeir geti ekki allt.
Akureyri • Egilsstöðum • Hafnarfirði • Höfn
Keflavík • Kópavogi • Reykjavík • Selfossi
Bíldshöfða 9 • Sími: 5359000
Vnr. 849 C724
11.900
26
37
/T
A
KT
IK
2
8.
3.
20
07
Vnr. 850 vx-160
29.878
Vnr. 850 HX-370E
24.900
• VHF – Handtalstöð
• Stöðin hentar vel á landi
sem sjó
• Vatnsheld í allt að
1metra dýpi
• Stofnanir, fyrirtæki og
félagasamtök
• Sendistyrkur 5w
• 40 forritanlegar rásir
• Baklýstur textaskjár
• Forritanlegir hnappar
• Tengi fyrir hljóðnema og
handset
• Auðvelt að tengja
útiloftnet við stöðina.
• VHF Handtalstöð
• Öflug stöð sem fer vel í hendi
• Hentar fyrirtækjum, stofnunum
og félagasamtökum
• 16 forritanlegar rásir
• Tengi fyrir hljóðnema og
handset
• Auðvelt að tengja við útiloftnet.
UHF handtalstðvar
• Sérlega þunnar og léttar
• Flott útlit, svartar eða rauðar
• 8 rásir með 32 undirrásum
• Dual band, virka með
eldri UHF talstöðvum
• Beltisklemma
• Lithium rafhlaða
• Stöðin stendur í
hleðslutækinu
• Baklýstur LCD skjár
• Dregur 4-5 km
• Upplagt í ferðalagið
á milli bíla
Vnr. 850 VX-2500EV
33.899
• Rásir skiptar í 2 hópa
• 32 forritanlegar rásir
• Leitari Scan
• 8 stafa skjár
• Hátalari í framhlið
• Tengi fyrir aukahátalara
• Sendistirkur 25w
• Öflug ,litil og nett í bílinn
eða á borðið