Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 102

Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 102
 Ragnheiður Ragnarsdótt- ir KR náði mjög góðum árangri í 100 metra skriðsundi á HM í sundi í Ástralíu. Ragnheiður bætti Ís- landsmet sitt um 7/10 og synti á 56,06 sekúndum, sem skilaði henni 20. sætinu af 130 keppendum. Ragnheiður hefði þurft að synda nokkuð undir 56 sekúndum til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin en þessi árangur er einn sá besti hjá íslenskri sundkonu á HM. Hún bætti sinn besta árangur frá HM 2005 þegar hún varð í 24. sæti í 50 metra skriðsundi. Tími Ragnheiðar er auk þess vel undir FINA B-lágmarki á Ólympíuleik- ana í Peking. Dagurinn hjá Jakobi Jóhanni Sveinssyni endaði ekki vel því hann var dæmdur úr leik í 200 metra bringusundi fyrir að koma aðeins með aðra hendina í bakk- ann. Íslandsmet og náði 20. sæti „Ég held að staða okkar í riðlinum sé ekkert verri en við var að búast fyrir þennan leik. Það voru fáir sem áttu von á því að við fengjum mikið úr honum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði við Fréttablaðið eftir leik Spánar og Íslands á Mall- orca á miðvikudagskvöld. Hann bætti því við að hann teldi sína menn hafa átt skilið að fá eitt stig úr leiknum. „Miðað við þá vinnu sem var lögð í leikinn áttum við kannski skilið jafnteflið. En þeir settu okkur vissulega undir mikla pressu í seinni hálfleik.“ Spurður hvað hann vildi að gerðist í nánustu framtíð lands- liðsins sagði hann að það væri erf- itt að dæma liðið á þessum eina leik. „Við vorum á útivelli gegn einu sterkasta liði riðilsins. Það er því erfitt að segja hvort við höfum bætt okkur eitthvað sérstaklega. Varnarleikurinn var vissulega mjög fínn, við vorum þéttir fyrir og unnum vel. Í fyrri hálfleik náðum við að sækja að einhverju leyti og sköpuðum eitt og eitt hálf- færi. En hvað framtíðina varðar tel ég að það sé ekki hægt að fara fram á meira en að við bætum okkur áfram.“ Þegar hann var spurður hvort hann væri sáttur við þær ákvarð- anir sem forráðamenn liðsins hafa tekið á undanförnum mánuðum var lítið um svör. „Ég ætla ekkert að tala um það. Ég er alveg sátt- ur,“ sagði Eiður. Um markmið liðsins sagði hann að það væri vissulega stefnan að ná í stig og vinna nokkra leiki. „Við þurfum ekkert að ræða það nú hvort einhverra breytinga sé þörf eða hvað eigi almennt að gera. Við stöndum allir saman og höldum ótrauðir áfram. Við ætlum okkur auðvitað að ná í stig, sér- staklega á heimavelli.“ Úrslit hinna leikjanna í riðli Ís- lands á miðvikudag vöktu sér- staka athygli. Liechtenstein gerði sér lítið fyrir og vann Letta ásamt því að Norður-Írar skutu sér á topp riðilsins með sigri á Svíum á Wind- sor Park. Ísland steinlá fyrir Lett- um í haust, 4-0. „Það er endalaust hægt að hringsnúast í einhverjum úrslitum hér og þar. Það vita allir að okkar frammistaða gegn Lett- um var engan veginn ásættanleg en ég ætla ekki að fara aftur í tím- ann og fjölyrða um þann leik.“ Eiður segist sáttur við heildar- frammistöðu sinna manna. „Það var ekki hægt að fara fram á mikið meira. Við lögðum okkar alla í leik- inn og strákarnir eiga hrós skilið. Það verður ekki tekið af Spánverj- um að þeir voru betri í leiknum enda undir þvílíkri pressu að bæta stöðu sína í riðlinum. Þeir hafa nú aðeins náð að rétta úr kútnum.“ Um eigin frammistöðu sagði hann oft spilað skemmtilegri leiki. „Seinni hálfleikurinn var ekki sá skemmtilegasti en þetta er hluti af því að spila fyrir íslenska liðið. Það er ekki það sókndjarfasta í heimi. Rigningin vann með okkur í fyrri hálfleik er hún dró úr hraða spænska liðsins en pressan kom eftir hlé.“ Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði var sáttur við frammistöðu íslenska landsliðsins á Mallorca. Hann segir lykilatriði að liðið bæti frammistöðu sína í hverjum leik. Hann vill ekki tala um ákvarðanir forráðamanna landsliðsins og segist vera sáttur. Stefnan er að vinna leiki í kjölfarið. „Ég held að það sé óhætt að segja að þetta hafi verið besti leikur minn með landslið- inu hingað til. Ég hef átt nokkra svona leiki með félagsliðum en aldrei með landsliðinu,“ sagði Árni Gautur Arason í samtali við Fréttablaðið aðfaranótt fimmtu- dags. Aðspurður segist hann svekkt- ur með úrslitin. „Jafntefli hefðu verið ótrúleg úrslit. Niðurstað- an var auðvitað sanngjörn og kannski rangt að fara fram á stig í svona leik.“ Hann segir að aðstæður hafi verið afar erfiðar fyrir sig enda búið að rigna afar mikið bæði fyrir leik og á meðan honum stóð. „Það er erfitt að vera mark- vörður í svona leik enda völlur- inn hrikalega sleipur. Ég hef að ég held aldrei haft svona mikið að gera í einum leik og get verið nokkuð sáttur. Spánverjar voru með stórskotahríð allan leikinn, fengu endalaus horn og voru með stanslausar fyrirgjafir allan leik- inn.“ Árni Gautur segir að þennan mikla sóknarþunga Spánverja í síðari hálfleik megi að stærst- um hluta skrifa á þreytu íslensku leikmannanna. „Það fer gríðar- leg orka í að hlaupa út um allar trissur til að verjast endalausum sóknarlotum. Ég var ánægður með varnarvinnuna og þá stað- reynd að þeir fórnuðu sér allir fyrir hvern einasta bolta.“ Hann leikur með norska úrvals- deildarliðinu Vålerenga og er að fara hefja sitt fjórða tímabil þar. Samningur hans við félagið renn- ur út að tímabilinu loknu en hann segir að engar viðræður séu hafn- ar um nýjan samning. „Ég ætla að sjá til í sumar hvað ég geri. Mér liggur ekkert á að ræða um nýjan samning og á alveg eftir að ákveða hvort ég vilji vera áfram hjá liðinu eða fara annað og prófa eitthvað nýtt.“ Árni Gautur missti af upphafi undirbúningstímabilsins vegna uppskurðar sem hann fór í og hefur þjálfari Vålerenga deilt leikjum liðsins á báða markverði liðsins. Hann sagði fyrir skömmu að báðir ættu jafna möguleika á byrjunarliðssæti en hann ætl- aði að sjá til eftir Spánarleikinn hvort Árni Gautur væri klár í slaginn. „Ég er ekki hræddur við sam- keppnina. Ég vona að þessi leik- ur hafi hjálpað mér og ef ég næ byrjunarliðssætinu sé ég enga ástæðu til að láta það af hendi síðar á tímabilinu. Ég er ákveð- inn í að halda því.“ Minn besti leikur með landsliðinu Var búin að hafna tilboðum frá öðrum félögum V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið .9 HVERVINNUR! 30 MÍN. AF DREPFYNDNU AUK AEFNI SEM EKKI HEFUR SÉST ÁÐUR! SENDU SMS JA FBB Á NÚME RIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR ERU BORAT Á DV D • DVD MYNDIR FULLT AF PEPSI OG MARGT FL EIRA KOMIN Í VERSLANIR!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.