Fréttablaðið - 30.03.2007, Síða 104

Fréttablaðið - 30.03.2007, Síða 104
 Stúdínur ætla ekk- ert að gefa eftir í undanúrslita- einvígi sínu á móti Íslands- og bikarmeisturum Hauka. Þær tryggðu sér oddaleik með 87-77 sigri í fjórða leik liðanna í Kenn- araháskólanum í gær. Haukarnir komust í 2-11, 32-37 og 51-59 en í öll skipt- in komu Stúdínur til baka. Það var ekki síst að þakka frábærri frammistöðu þeirra Casey Rost og Signýjar Hermannsdóttur. ÍS lagði grunninn að sigrinum í tíu mínútna kafla í lok þriðja og byrjun fjórða leikhluta 20-4 og komst átta stigum yfir, 71-63. Fyrirliði Hauka, Helena Sverr- isdóttir, átti frábæran leik líkt og í hinum tapleiknum en 34 stig og sjö þriggja stiga körfur henn- ar voru ekki nóg því aðrir leik- menn klikkuðu á 38 af 53 skotum sínum. „Þetta var langbesti leikur seríunnar og mér fannst bæði lið spila sinn besta leik. Ég er mjög ánægður með að vinna Haukana þegar þær eru að spila vel því það sýnir gríðarlegan styrk hjá okkur. Nú er bara að vona að stelpurnar komi jafn tilbúnar í næsta leik eins og þær voru í dag því annars er þessi leikur til einskis,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari ÍS, glaður í leikslok. Casey Rost átti stórleik með ÍS, skoraði 37 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hún hitti meðal annars úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. „Casey er búin að vera stigvaxandi í þess- um leikjum. Hún spilaði ekki vel í fyrsta leik og faldi sig. Nú er hún að taka af skarið og það er ekki nóg með að hún skori vel yfir 30 stig því hún er að gera allar góðar í kringum sig. Hún tekur mörg fráköst og spilar vörnina á Helenu og kemur henni í mikil vandræði,“ sagði Ívar um Kanann sinn. Ívar var sérstak- lega ánægður með framlag Lov- ísu Guðmundsdóttur. „Þetta var langbesti leikur Lovísu og varn- arleikur hennar í þessum leik kveikti í hinum stelpunum,” sagði Ívar að lokum. Stúdínur tryggðu sér oddaleikinn Njarðvík getur klárað einvígið gegn Grindavík í næsta leik en Njarðvík leiðir einvígið eftir tveggja stiga sigur í gær, 89- 87. Grindavík var ekki fjarri því að stela sigrinum í lokin. Bæði lið mættu grimm til leiks, spiluðu fínan sóknarbolta en varnarleikur beggja liða var frekar dapur mestan part fyrsta leikhlutans. Brenton Birming- ham skoraði níu stig í leikhlut- anum sem voru góð tíðindi fyrir heimamenn enda hefur Brenton ekki skorað mikið í síðustu tveim leikjum. Munurinn var tvö stig eftir fyrsta leikhlutann, 26-24 fyrir heimamenn. Liðin héldu áfram að bjóða upp á leiftrandi sóknarleik í öðrum leikhluta. Hvergi var gefið eftir og munurinn lítill. Páll Axel bar Grindavíkurliðið á bakinu í öðrum leikhluta en það var veru- legt áhyggjuefni fyrir Njarðvík að Jeb Ivey komst ekki á blað í fyrri hálfleik. Brenton bætti það þó upp með afbragðsleik. Munur- inn í leikhléi var fjögur stig, 48-44 fyrir Njarðvík. Varnarleikur beggja lið batnaði strax í upphafi seinni hálfleiks og lítið var skorað fyrri hluta þriðja leikhlutans. Njarðvíkingum gekk þó betur að koma boltanum ofan í körfuna og þeir náðu mest tíu stiga forystu í leikhlutanum, 60- 50. Grindvíkingar komu til baka og munurinn var fimm stig fyrir síðasta fjórðunginn, 63-58. Njarðvíkingar voru sterkari á lokakaflanum og gestina vantaði sárlega framlag frá fleirum en Páli Axel og Griffin. Dauðakipp- ir gestanna voru þó góðir og þeir náðu að minnka muninn í eitt stig, 88-87, í lokin en lengra komust þeir ekki. „Ég veit ekki hvað gerist í lokin. Ætli við höfum ekki viljað spila fyrir fólkið. Gera þetta spenn- andi,“ sagði Jóhann Árni Ólafs- son brosmildur en hann átti enn og aftur fínan leik fyrir Njarðvík. „Við lítum svo á að síðasti leik- ur hafi verið undantekning frá reglunni. Við spilum ekki aftur svona og klárum þetta í næsta leik.“ Páll Axel Vilbergsson átti stór- leik fyrir Grindavík og hann var að vonum svekktur. „Það má telja ýmislegt til í dag hjá okkur sem ekki gekk upp. Við hefðum getað gert betur og ég hefði viljað fara héðan með sigur. Ég er hund- svekktur með þessa niðurstöðu. Við verðum að gera betur í næsta leik,“ sagði Páll. Njarðvík lét tapið í Grindavík um daginn ekki slá sig út af laginu og sýndi sínar réttu hliðar í gær. Unnu leikinn með tveim stigum, 89-87, eftir að hafa gert leik- inn óþarflega spennandi. Njarðvík getur tryggt sig inn í úrslitin á mánudaginn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.