Fréttablaðið - 30.03.2007, Page 107
Eitt mesta ævintýrið
í undankeppni EM í Austurríki
og Sviss 2008 á sér stað í okkar
riðli. Norður-Írar, sem töpuðu 0-3
fyrir Íslandi á heimavelli í fyrsta
leik og hafa ekki komist í úrslita-
keppni stórmóts síðan 1986, eru á
toppi íslenska riðilsins með 13 stig
úr 6 leikjum.
Norður-írska liðið vann 2-1 sigur
á Svíum í uppgjöri efstu liðanna í
fyrrakvöld og hafa eins stigs for-
skot á Svíana sem eiga reyndar
leik til góða. Þetta er í fyrsta sinn
síðan árið 1988 sem Norður-Írland
er í efsta sæti í sínum riðli.
Lykilmaðurinn í uppgangi Norð-
ur-Íra er 28 ára framherji Leeds,
David Healy. Healy skoraði
bæði mörkin í sigrinum á Svíum,
þrennu í 4-1 sigri á Liechtenstein,
sigurmark gegn Lettlandi og öll
þrjú mörkin í 3-2 sigri á Spánverj-
um. Healy er nú orðinn marka-
hæsti leikmaður undankeppninn-
ar og hefur skorað 9 af 10 mörkum
norður-írska liðsins í sex leikjum
liðsins.
„Á meðan ég held áfram að
skora þá getur allt gerst,“ sagði
Healy og bætti við. „Við brugð-
umst sjálfum okkur í tapinu á móti
Íslandi en höfum síðan þá bætt
okkur gríðarlega mikið og það er
að skila okkur þessari stöðu.
Lawrie sýndi okkur stigatöfl-
una í síðustu viku og að við gætum
komist á toppinn eftir þessa tvo
leiki. Þetta útspil hans heppnað-
ist fullkomlega,“ sagði Healy sem
hefur „aðeins“ skorað 8 mörk fyrir
Leeds í 39 leikjum í vetur en liðið
er í harðri fallbaráttu í ensku 1.
deildinni. „Vonandi get ég komið
aftur til Leeds og skorað nokkur
mörk svo við getum haldið sætinu
okkar í deildinni,“ sagði Healy.
„Mig skortir orð til að lýsa David
Healy. Ef við sköpum færi fyrir
hann þá skorar hann mörk fyrir
okkur. Hann fékk tvö færi í kvöld
og skoraði úr báðum með heims-
klassa afgreiðslu,“ sagði Lawrie
Sanchez, þjálfari Norður-Íra. „Það
er frábært að vera á toppi riðils-
ins þegar undankeppnin er hálfn-
uð og það er stórkostlegt að vera
komnir með 13 stig úr 6 leikjum.
Við vitum samt að við þurfum að
fá jafnmörg stig ef ekki fleiri út
úr hinum sex leikjunum því það
er nóg af fótbolta eftir í þessum
riðli,“ bætti Sanchez við.
Tapið gegn Íslandi kveikti í Norður-Írum
Steve McClaren, þjálfari
enska landsliðsins, má þola harða
gagnrýni þessa dagana, ekki bara
frá ensku pressunni heldur einn-
ig stuðningsmönnum enska lands-
liðsins.
Enskir áhorfendur voru allt
annað en ánægðir með frammi-
stöðu enska landsliðsins í 3-0 sigri
á Andorra en það tók liðið 54 mín-
útur að skora fyrsta markið. Þeir
púuðu á enska liðið og heimtuðu
að McLaren yrði rekinn.
Þetta var fyrsti sigur liðsins í
sex leikjum en enska landsliðið
á hættu á að missa af sæti á EM.
Steve McLaren var ekki marg-
máll á blaðamannafundi eftir leik-
inn og sagði ensku fréttamönnun-
um að þær mættu bara skrifa það
sem þeir vildu.
Leikmenn enska liðsins hafa
beðist vægðar fyrir þjálfara sinn
og enska knattspyrnusambandið
hefur lýst yfir stuðningi en á
meðan enska liðið spilar jafnilla
er ljóst að gagnrýni og óánægjan
með störf hans á ekki eftir að
minnka.
Skrifið það sem
þið viljið
Hafdís Helgadóttir,
42 ára leikmaður ÍS í Iceland Ex-
press-deild kvenna, fékk sérstaka
viðurkenningu í gær en hún bætti
leikjametið í 1. deild kvenna í
vetur og hefur tekið þátt í öllum
Íslandsmótum frá árinu 1985 eða
í 22 Íslandsmótum í röð.
Hafdís hefur alls leikið 335
leiki og skoraði 3.025 stig í deild-
arkeppninni. Hún fékk viður-
kenninguna fyrir fjórða leik ÍS og
Hauka í undanúrslitaeinvígi Ice-
land Express-deildar kvenna en
aðeins fjórir leikmenn Haukaliðs-
ins voru fæddar þegar Hafdís lék
sinn fyrsta leik á sama stað fyrir
tæpum 22 árum.
Búin að spila 22
tímabil í röð
ÍSAFOLD