Fréttablaðið - 22.04.2007, Blaðsíða 87
Það var létt hljóðið í
þjálfara Vals, Óskari Bjarna Ósk-
arssyni, í gær og var á honum að
heyra að það væri meiri tilhlökk-
un en spenna fyrir átök dagsins.
„Við erum tiltölulega afslapp-
aðir og spennustigið hjá okkur er
ágætt held ég. Ég held að það sé
kominn tími á okkur núna. Allur
undirbúningur hefur verið hefð-
bundinn,“ sagði Óskar Bjarni en
eðlilega hefur fólk mikið talað
um slakan árangur Vals á Ásvöll-
um síðustu ár. Hefði hann ekki
viljað spila lokaleikinn annars
staðar?
„Ég held að við höfum brotið
regluna í deildarbikarnum í fyrra
og svo fyrir jól núna. Töpuðum
reyndar svo í bikarnum á Ás-
völlum. Ég veit að mörgum Vals-
mönnum hugnast ekki að fara
þangað og tölfræðin segir okkur
að þetta verður mjög erfitt enda
Haukarnir með gott lið.“
Óskar Bjarni hefur aðeins
unnið Hauka tvisvar síðan hann
tók við Valsliðinu en hann vill
meina að tölfræðin segi ekki alla
söguna.
„Ég velti mér ekkert upp úr
þessu. Haukarnir voru sterkasta
liðið á sínum tíma og aðstæður
öðruvísi,“ sagði Óskar. Baldvin
Þorsteinsson, leikmaður Vals,
sagði Val hafa verið með mann-
skap áður til að fara alla leið en
það hafi vantað upp á karakter-
inn. Hann væri til staðar núna
sagði Baldvin.
„Ég vil meina að við höfum
heldur aldrei haft 100 prósent
mannskap í lokabaráttu og við
misstum alltaf menn í meiðsli.
Ég tel að það sé meiri breidd af
sterkum karakterum núna og ég
tel að þetta sé sterkasta Valsliðið
síðan 1996,“ sagði Óskar.
Kominn tími á okkur
Gunnar Magnússon, að-
stoðarþjálfari HK, segir að góð
stemning sé í herbúðum Kópa-
vogsliðsins fyrir daginn í dag og
menn gangi inn í daginn með hóf-
legar væntingar.
„Við fljúgum til Akureyrar í há-
deginu og byrjum svo að undir-
búa leikinn, sem verður alls ekki
auðveldur fyrir okkur. Því má
ekki gleyma í umræðunni að við
erum að fara á einn erfiðasta úti-
völl landsins,“ sagði Gunnar. „Við
ætlum að klára tímabilið með
stæl og þar með okkar verkefni.
Við lifum svo í voninni þó svo að
maður sé ekkert að springa úr ein-
hverju bjartsýniskasti.“
Eins og fram kemur hér til hlið-
ar hefur Valsmönnum ekki gengið
vel með Haukana í gegnum tíðina
og Gunnar gleðst yfir því að það
séu Haukar sem eru andstæðing-
ar Vals í dag.
„Ég sagði það við mína menn að
ef ég mætti velja eitt lið til að spila
á móti Val þá væru það Haukar.
Ef ég mætti síðan velja einhverja
þjálfara gegn Val í svona leik þá
eru það Páll og Viggó. Ef ég ætti
síðan að velja húsið þá myndi ég
velja Ásvelli enda er það ekki
uppáhaldsstaður Valsaranna. Ég
trúi ekki öðru en Haukarnir vilji
klára tímabilið með reisn,“ sagði
Gunnar.
Við lifum í voninni
Leggðu góðu málefni lið
Leggðu góðu málefni lið er heiti á þjónustu í Einkabanka og Fyrirtækjabanka
Landsbankans sem auðveldar þér að hefja mánaðarlegan stuðning við góð málefni.
Það þekkja það flestir að greiða mánaðarlega af húsinu og bílnum og fyrir rafmagn
og hita. Nú er auðvelt að bæta góðum málefnum við þann lista og gerast áskrifandi
að þeim. Þú getur styrkt eitthvert af 75 góðgerðarmálefnum; velur einfaldlega
styrkupphæðina og hversu lengi þú vilt styrkja. Hver króna skilar sér til góðgerðar-
félaganna og notendur bera engan kostnað við stuðning sinn. Með einfaldri aðgerð
er svo hægt að hætta stuðningi. Landsbankinn hefur boðið þessa þjónustu síðan 1.
júlí sl. og síðan þá hafa hundruð Íslendinga gerst áskrifendur að góðu málefni.
Það er auðvelt að skipta máli
gottmalefni.is
Ríkiskaup, fyrir hönd Fjarskiptasjóðs, efna ti l
kynningarfundar þriðjudaginn 24. apríl kl. 14.00-15.00 í
Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, vegna fyrirhugaðs útboðs
sjóðs ins á háhraðatengingingum í dre i fbý l i .
Fundurinn er fyrst og fremst ætlaður fjarskiptaaðilum sem
veita háhraðaþjónustu yfir aðgangsnet í dreifbýli og/eða áforma
uppbyggingu slíkra neta.
Tilgangur fundarins er að fylgja eftir auglýsingu frá
Ríkiskaupum sem birtist nýverið þar sem óskað var eftir
upplýsingum frá fjarskiptaaðilum um útbreiðslusvæði.
Auglýsinguna og nánari upplýsingar er að finna á vef
Ríkiskaupa. www.rikiskaup.is
Á fundinum verður auk þess farið yfir forsendur og
markmið Fjarskiptasjóðs, ásamt tilhögun fyrirhugaðs útboðs.
Fundarmönnum mun gefast kostur á að bera fram spurningar
á fundinum.
Fjarskiptasjóður var stofnaður með lögum um fjarskiptasjóð,
nr.132/2005. Hlutverk hans er meðal annars að styðja við
uppbyggingu fjarskiptakerfa á svæðum þar sem
fjarskiptafyrirtæki hafa ekki treyst sér í uppbyggingu á
markaðslegum forsendum. Í sjóðnum eru til ráðstöfunar
2,5 milljarðar króna af söluandvirði Landssíma Íslands hf.
Háhraða-
tengingar til
allra landsmanna
Kynningarfundur fyrir
fjarskiptaaðila
F J A R S K I P T A S J Ó Ð U R
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ