Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 08.05.2007, Qupperneq 4
Af ótta við truflun á alþingiskosningum krafðist lög- regla þess að áætlaðri leið franska götuleikhússins Royal de Luxe um götur miðborgar Reykjavíkur á kjördag yrði breytt. „Upphaflega vildu þau fara leiðir í kring um ráðhúsið en við tókum ekki í mál að það væri farið í nærliggjandi götur við ráðhúsið,“ segir Árni Friðleifs- son, varðstjóri hjá umferðar- deild lögreglunnar. Ein kjör- deilda Reykvíkinga er í ráðhúsinu. Franska sýningin, sem er opn- unaratriði Listahátíðar í Reykja- vík, fjallar um svokallaða risessu sem freistar þess að hemja föður sinn sem óvart er vakinn af alda- löngum svefni og er í versta skapi. „Við höfum átt marga sam- ráðsfundi með lögreglunni og höfum samræmt leiðirnar eftir þeirra óskum. Það verður til að mynda ekki farið hjá ráðhúsinu,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, list- rænn stjórnandi listahátíðarinn- ar. Risessan er átta metra há brúða sem stýrt verður víða um miðborgina. Ferð hennar hefst í Hljómskálagarðinum klukkan hálf ellefu á föstudag. Þá gengur hún Fríkirkjuveg, Pósthússtræti, Tryggvagötu, Hafnarstræti að Lækjartorgi og þaðan upp Banka- stræti og Skólavörðustíg að Hall- grímskirkju þar sem hún leggur sig til hvílu klukkan eitt. Eftir tveggja tíma blund heldur ris- essan aftur niður Skólavörðustíg og Klapparstíg, upp Laugaveg og þaðan norður Snorrabrautina og vestur Sæbrautina að hafnar- bakkanum þar sem hún leggst til svefns. Laugardaginn 12. maí, á kjör- dag, fer risessan frá hafnarbakk- anum klukkan hálf ellefu og gengur að Ingólfstorgi. Þaðan fer hún um Aðalstræti, Lækjar- götu og Fríkirkjuveg og aftur að Lækjartorgi. Lokaganga risess- unnar hefst þennan sama dag klukkan þrjú. Þá gengur hún frá Lækjartorgi, upp Hverfisgötuna, aftur upp á Snorrabraut og niður á Sæbraut og að hafnarbakkan- um þar sem verkinu lýkur um klukkan fimm. Götum verður lokað rétt á meðan sýningin fer þar um. Þórunn lofar borgarbúum miklu sjónarspili. „Eurovision og kosningarnar munu falla algerlega í skuggann – ég lofa því.“ Óttuðust að ganga risabrúðu truflaði alþingiskosningar Lögreglan og Listahátíð í Reykjavík hafa náð lendingu um tilhögun opnunaratriðis hátíðarinnar. Lögregl- an óttaðist að för átta metra hárrar brúðu um götur borgarinnar myndi hefta för kjósenda að ráðhúsinu. „Það er nánast allt ónýtt,“ segir Ríkharð Guðmundsson, 47 ára maður sem bjargaði sér út úr brennandi húsi sínu á Selfossi í fyrrinótt. Ríkharð var að koma úr sturtu þegar hann fann lykt af reyk og heyrði píp í reykskynjara. „Ég opnaði hurðina fram á gang og sá að þar var allt fullt af reyk og svo mikill eldur að ég þorði ekki að hlaupa þvert yfir ganginn til að komast út um svaladyrnar.“ Ríkharð greip þá til þess ráðs að brjóta rúðu í þvottaherbergi við hlið baðherbergisins, og flýja eld- inn út um gluggann. Við það skarst hann á hendi. „Ég er með djúpt sár á hendinni sem ég fékk sjálfsagt þegar ég var að klifra niður úr glugganum. Svo held ég að ég sé með glerbrot í hælnum, það er svo vont að stíga í hann,“ segir Rík- harð sem var berfættur í náttföt- um þegar hann yfirgaf húsið. Ríkharð, sem býr einn í húsinu, fór til nágranna síns og lét hringja eftir hjálp. Slökkvilið kom skömmu síðar og gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Húsið er afar illa farið en eldsupptök eru ekki kunn. Ríkharð var fluttur á heilsu- gæslustöð þar sem gert var að sárum hans, og fékk síðan inni hjá vandamönnum. „Maður er hálf- ráðvilltur eftir svona og veit eig- inlega ekki hvað maður á af sér að gera,“ segir hann. Ekkert hefur enn spurst til Madeleine McCann, þriggja ára gamallar breskrar stúlku sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal á fimmtudagskvöld. Talið er að stúlkunni hafi verið rænt og grátbað móðir hennar ræningjana að meiða hana hvorki né hræða í átakanlegu ákalli sem sjónvarpað var í Portúgal í gær. Að því er fram kemur á fréttavef BBC hefur portúgalska lögreglan nú til rannsóknar vitnisburð sjónarvotta sem segjast hafa séð sköllóttan mann draga litla stúlku með sér að bátahöfn skammt frá hótelinu. Fyrrum lögregluforingi í Portúgal sagði í viðtali að grunur léki á að ræninginn væri breskur og að ránið væri þaulskipulagt. Foreldrar Madeleine eru vel efnaðir og hafa heitið hundrað þúsund pundum í verðlaun fyrir upplýsingar um afdrif dóttur sinnar. Grátbiður stúlk- unni vægðar Tveir búðarhnupl- arar fengu óvenjulegan dóm á dögunum fyrir að stela úr búðinni Wal-Mart í bænum Attalla í Alabama. Þeir voru dæmdir til að standa fyrir utan búðina í fjórar klukkustundir tvo laugardaga í röð með spjöld þar sem á stóð: „Ég er þjófur, ég stal úr Wal- Mart“, eða sitja að öðrum kosti í fangelsi í 60 daga. Niel Hawkins, framkvæmda- stjóri Wal-Mart í Attalla, var ánægður með niðurstöðu dómar- ans og sagði að nú myndi fólk kannski hugsa sig tvisvar um áður en það reyndi að stela úr búðinni. Með spjald sem sagði þá þjófa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.