Fréttablaðið - 08.05.2007, Side 5

Fréttablaðið - 08.05.2007, Side 5
framsokn.is Trúir þú á tilviljanir? Á lista Sameinuðu þjóðanna þar sem ríkjum heims er raðað eftir lífskjörum er Ísland í 2. sæti. Í könnun viðskiptaháskólans í Sviss er Ísland í 4. sæti á lista yfir samkeppnishæfustu þjóðir heims í samanburði 60 landa og í efsta sæti í Evrópu. Alþjóða efnahagsstofnunin mælir samkeppnisstöðu 117 hagkerfa og er Ísland í 14. sæti og hefur hækkað um 18 sæti síðan árið 1995. Í könnun Alþjóðabankans sem tók til þess hvar viðskiptaumhverfi væri einfaldast eða vænlegast lenti Ísland í 12. sæti. Atvinnuleysi mælist lægst hér á landi meðal allra Evrópuríkja og þótt víðar væri leitað. Í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB (2004) var Ísland í 3. sæti þeirra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu sem mest lögðu fram til rannsókna og nýsköpunar. Nýleg samanburðarrannsókn bendir til þess að stjórnarfarslegur stöðugleiki hér sé sá mesti sem þekkist. Samkvæmt nýrri skýrslu frá Alþjóða efnahagsstofnuninni erum við Íslendingar í 4. sæti þegar skoðuð er staða þjóða í jafnréttismálum. Ísland er í 2. sæti yfir þau lönd þar sem spilling er talin minnst. Ísland er í 6. sæti á lista OECD yfir ríkustu lönd heims (2005). Þar er borin saman verg landsframleiðsla á mann með tilliti til kaupmáttar. Kaupmáttur hér á landi var þá 23% hærri en að meðaltali í aðildarríkjum OECD. Ísland er þriðja aðgengilegasta landið fyrir erlenda fjárfesta samkvæmt úttekt viðskiptatímaritsins Forbes. Samkvæmt niðurstöðum sem bandaríska rannsóknarstofnunin The Heritage Foundation og stórblaðið Wall Street Journal birtu í janúar var Ísland í 5. sæti á lista yfir þau lönd þar sem mest viðskiptafrelsi ríkir. Telur þú rétt að halda áfram á sömu braut eða er rétt að ýta á stopp takkann og horfa á aðrar þjóðir sigla fram úr okkur? Íslenska efnahagsundrið er engin tilviljun. Það er afrakstur markvissrar stefnumótunar sem miðar að því að Ísland sé alls staðar í fremstu röð. Við erum rétt að byrja. Árangur áfram - ekkert stopp

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.