Fréttablaðið - 08.05.2007, Page 8

Fréttablaðið - 08.05.2007, Page 8
Rannsóknarlög- reglan á Eskifirði hefur til rann- sóknar meint kynferðisbrot pilts gagnvart tvítugri stúlku sem átti sér stað í bíl aðfaranótt laug- ardagsins 28. apríl á Egilsstöð- um. Stúlkan lagði fram kæru hjá lögreglunni á Egilsstöðum en rannsóknardeildin á Eskifirði fékk málið í kjölfarið til rann- sóknar. Stúlkan kærði piltinn, sem er á svipuðum aldri og hún, fyrir að beita sig kynferðislegu ofbeldi inni í bíl sem hún hafði verið far- þegi í ásamt öðrum en þau voru tvö í bílnum þegar meint brot á að hafa átt sér stað. Vitnaleiðslur hafa staðið yfir vegna málsins undanfarna viku. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins fékk stúlkan, sem er nem- andi í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað, taugaáfall nokkr- um dögum eftir að meint brot átti sér stað og fór hún til foreldra sinna sem búa á suðvesturhorni landsins í kjölfarið. Lögreglan verst frétta af mál- inu en staðfestir að teknar hafi verið skýrslur af fólki sem hafði verið að skemmta sér með stúlk- unni fyrr um kvöldið og einnig fólki sem hugsanlega varð vitni að undanfara þess að meint brot átti sér stað. Kærður fyrir kynferðisbrot í bíl Stöð 2 og Sýn hafa hafið útsendingar á breiðtjaldsformi, sem hentar nýjum sjónvarpstækj- um sem eru hönnuð fyrir hlutföllin 16:9. Í tilkynningu frá Stöð 2 kemur fram að slík sjónvarpstæki séu á um helmingi íslenskra heimila. Flestir innlendir þættir á Stöð 2 og Sýn eru sýndir með breið- tjaldssniði, en áhorfendur þurfa að velja það sérstaklega á myndlyklum sínum. Fyrst um sinn verða aðeins sumir erlendir þættir sýndir með breiðtjalds- sniði. Til stendur að auðkenna útsendingar þar sem boðið er upp á þennan möguleika. Hentar nýjum sjónvarpstækjum Frétt um það að Alcoa kunni að yfirtaka Alcan sýnir að full ástæða var fyrir því á vorþingi Íslandshreyfingarinn- ar í fyrradag að vara sterklega við því að orkuauðlindin og afnot hennar geti komist í eigu voldugs erlends auðhrings. Þessi þróun er ugg- vænleg í ljósi þess hvernig íslensk stjórnvöld ráðstafa sífellt verðmætari orku landsins til álfyrirtækja á útsöluverði og stefna að því að fyrirhuguð álver muni þurfa alla virkjanlega orku landsins með ómældum náttúru- spjöllum og aðeins veita 2% af vinnuafli landsmanna atvinnu. Í gær barst hrollvekjandi áminn- ing um það hversu hættulegt er að setja öll eggin í sömu körfuna þegar fréttist af fjandsamlegri yfir- tökutilraun Alcoa á álrisanum Alcan. Afleiðingar af svona sviptingum geta hæglega orðið til þess að öll eða svo til öll álframleiðsla landsins yrði á einni hendi. Með því eignast einn erlendur auðhringur langstærst- an hluta íslensks orkumarkaðar. Ég trúi ekki öðru en að Íslending- ar hugsi sinn gang á lokametrum kosningabaráttunnar og hafni stóriðjuflokkunum næstkomandi laugardag. Nú er nóg komið! Í gær kynntum við í Samfylking- unni metnaðarfullt fjárfestingarátak í menntun þar sem við setjum stefnuna á að íslenska skólakerfið jafnist á við það besta sem gerist. Við ætlum að einbeita okkur sérstaklega að aukinni full- orðinsfræðslu, minnka miðstýr- ingu, auka sveigjanleika í námi, bjóða ókeypis skólabækur í fram- haldsskólum og minnka brottfall nemenda úr framhaldsskólum. Við setjum stefnuna á að auka menntunarstig þjóðarinnar um eitt ár á mann að meðaltali. Það myndi auka tekjur þjóðarbúsins um hvorki meira né minna en 40 milljarða króna á ári. Við högn- umst öll á fjárfestingu í menntun. Á undanförnum árum hafa orðið hér á landi ótrúlegar framfarir. Kaupmáttur hefur aukist, atvinnuleysi er lágt, menntun hefur vaxið gríðarlega, atvinnulífið er í blóma, staða ríkissjóðs er sterk og getan til að efla velferð- arkerfin enn frekar því mikil. Ef niðurstöður kosninga verða hins vegar í takt við nýlegar kannanir mun Framsóknarflokkurinn ekki eiga aðild að næstu ríkisstjórn og óvíst hvernig ný ríkisstjórn held- ur á stjórn landsmála. Svarhlutfall kannana er þó lágt og hlutfall óákveðinna allnokkuð. Vísbendingar eru um að stuðn- ingur við ríkisstjórnina fari vax- andi og sömuleiðis hlutfall þeirra sem vilja Framsóknarflokkinn áfram í ríkisstjórn. Skilaboð mín til þeirra eru einföld. Framsókn- arflokkurinn fer ekki í ríkis- stjórn, hvorki til hægri né vinstri ef fylgið fer ekki hækkandi. Við munum einfaldlega taka mið af dómi kjósenda. Frjálslyndi flokkurinn telur afdráttarlaust að svo sé komið í íslensku samfé- lagi að leiðrétta beri velferðarhallann sem aukist hefur í tíð núver- andi ríkisstjórnar. Það er augljóst að tekjulægstu ein- staklingarnir hafa orðið útundan við skattabreytingar undanfar- inna ára. Nú er komið að því að bæta kjör þeirra lægst launuðu og það ætlum við að gera með því að hækka skattleysismörk þeirra í 150.000 kr. á mánuði. Það er rétt- lætismál fyrir þjóðina að verð- trygging verði afnumin og vaxta- kjör hér á landi verði sambærileg og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Óréttlætið er þó mest gangvart öldruðum og öryrkjum. Frjálslyndi flokkurinn ætlar að koma á milljón króna frí- tekjumarki og afnema tekjuteng- ingu við maka. Kjósum sann- gjarnara samfélag, öllum til hagsbóta. Einn skemmtilegasti hluti kosn- ingabaráttunnar eru þeir fjölmörgu fundir og viðburðir sem haldnir eru víðs vegar um land. Ég hef fund- ið það vel á fundum okkar sjálfstæðismanna og sam- tölum við kjósendur undanfarna daga og vikur að velferðarmálin eru fólki hugleikin í þessari kosningabaráttu. Það er eðlilegt og skiljanlegt, því við viljum að sjálfsögðu öll tryggja að vel- ferðarkerfið sé öflugt og að þeim sem á þurfa að halda séu tryggð mannsæmandi kjör. Mik- ilvægt er hins vegar að hafa í huga að án öflugrar verðmæta- sköpunar stendur velferðin á veikum grunni. Það er því mikil- vægt að við höldum áfram að ná árangri í efnahagsmálum með ábyrgri efnahagsstjórn og kraft- miklu atvinnulífi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.