Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 22
fréttir og fróðleikur
Fjölbreytt búfræðitengt nám í boði
Með eld á
heilanum
Nicolas Sarkozy, verðandi
forseti Frakklands, ætlar
sér engan tíma að missa í að
hrinda í framkvæmd metn-
aðarfullum umbótum í anda
markaðshyggju og baráttu
gegn glæpum, en fyrsti
slagurinn sem hann þarf
að taka eftir að hann tekur
við embætti hinn 16. maí er
að berjast fyrir sigri flokks
síns í þingkosningum í júní.
Íhaldsmaðurinn og innflytjenda-
sonurinn Sarkozy sigraði keppi-
nautinn Segolene Royal örugglega
með 53,06 gegn 46,94 prósentum
atkvæða. Kjörsókn var 84 prósent,
samkvæmt lokaúrslitum sem birt
voru snemma í gærmorgun. Sigur-
inn færði Sarkozy skýrt umboð til
að hrinda í framkvæmd sýn sinni á
framtíð Frakklands: Hann vill losa
um hömlur vinnumarkaðarins,
kallar 35-stunda-vinnuvikuna
„fáránlega“ og áformar hertar ráð-
stafanir gegn glæpum og innflytj-
endum.
„Franska þjóðin hefur kosið breyt-
ingar,“ tjáði Sarkozy stuðnings-
mönnum í sigurræðu á sunnudags-
kvöld. Hann talaði einnig til þeirra
sem kusu hann ekki og sagðist
myndu verða „forseti allra Frakka,
án undantekninga“.
Á óvart komu niðurstöður
útgöngukannana sem birtar voru í
gær. Samkvæmt könnun Ipsos/
Dell kusu til að mynda 46 prósent
opinberra starfsmanna („blá-
kraga“) Sarkozy, þótt sá hópur sé
hefðbundnir vinstrikjósendur. 44
prósent fólks sem hefur úr litlu að
spila kaus hann, og 32 prósent
þeirra sem að öllu jöfnu kjósa
græningja. Meira að segja 14 pró-
sent þeirra sem venjulega kjósa
framboð á vinstrijaðrinum kusu
hægrimanninn.
Í forsíðufyrirsögn dagblaðsins
Les Echos segir: „Sarkozy forseti:
víðtækt umboð til djúpstæðra
umbóta í landinu.“
En hann á ekki auðvelt verk
fyrir höndum. Bóka má að áhrifa-
mikil verkalýðsfélögin muni beita
sér af öllu afli gegn tilraunum til
að lengja vinnutímann og brjóta
upp rausnarlegar vinnuverndar-
reglur sem meðal annars gera
mjög örðugt að segja fólki upp.
Kosningaloforð Sarkozy gengu
þó ekki eingöngu út á þessar breyt-
ingar á reglum vinnumarkaðarins,
heldur lofaði hann Frökkum jafn-
framt að vernda þá fyrir sársauka-
fyllstu fylgifiskum hnattvæðing-
arinnar.
Breytingaboðskapur hans er
líka bara trúverðugur upp að vissu
marki, þar sem hann hefur sjálfur
lengi verið virkur þátttakandi í því
stjórnkerfi sem hann hefur kennt
um þær ógöngur sem hann segist
vilja leiða Frakkland út úr. Í tíð
hans sem fjármálaráðherra árið
2004 sýndi hann sig að vera hallan
undir ríkisstýrða verndarstefnu,
þar sem hann stóð vörð um innlend
„forystufyrirtæki“ (national
champions) í iðnaði og beitti sér
gegn yfirtöku erlendra aðila á
frönskum fyrirtækjum, svo sem
er Siemens í Þýzkalandi vildi
kaupa Alstom-raftæknifyrirtækið.
Það er líka aldrei að vita hvernig
almenningur mun taka því, ef
hann reynir með hraði að ráðast til
atlögu gegn nokkrum af heilögum
kúm fransks samfélags: 35-stunda-
vinnuvikunni, verkalýðsfélögun-
um sem efna til lamandi verkfalla
af minnsta tilefni eða félagslegu
öryggisneti sem hefur grafið
undan alþjóðlegri samkeppnis-
hæfni fransks efnahagslífs. Fyrir-
heit hans um bætt tengsl við
Bandaríkin gæti líka hugsanlega
kostað hann fylgi snemma á for-
setaferlinum.
Til að kosningaslagorðið „Í sam-
einingu verður allt mögulegt“ geti
mögulega ræst verður Sarkozy að
sannfæra Frakka um að hann sé í
reynd maður sem sameinar en
sundrar ekki. Og það er ekki að
því hlaupið fyrir stjórnmálamann
sem hefur á ferli sínum fram til
þessa getið sér orð fyrir hörku og
takmarkalausan metnað.
Um umbótaáform Sarkozy var
skrifað í dagblaðið Le Figaro:
„Festið sætisbeltin. Þetta verður
mikil rússíbanareið.“
Sarkozy mun eyða næstu dögum
utan sjónmáls fjölmiðlanna, að
sögn Francois Fillon, náins ráð-
gjafa hans, sem þykir líklegt for-
sætisráðherraefni, vinni UMP-
flokkurinn þingkosningarnar 10.
og 17. júní. Verðandi forsetinn hélt
í gær ásamt fjölskyldu sinni frá
hóteli í París til ótilgreinds hvíld-
ardvalarstaðar, þar sem hann
hyggst „slaka aðeins á ... og byrja
að skipuleggja og undirbúa sitt
lið,“ að því er Fillon greindi frá í
sjónvarpsviðtali.
Að hinum langa kosningabaráttu-
slag um forsetaembættið loknum
gefst annars lítið svigrúm til að
slaka á. UMP-flokkur Sarkozy
verður að ná aftur meirihluta á
þingi til að forsetinn haldi ótví-
ræðu umboði sínu til að hrinda
umbótaáformunum í framkvæmd.
Sigri vinstriflokkarnir sæti hann
uppi með stjórnarsambúð við þá,
sem myndi setja áformum hans
miklar hömlur.
Sarkozy hefur boðað mikinn
framkvæmdatíma fyrstu 100 daga
sína í embætti. Hann ætlar að
leggja stóra umbótalagapakka
fyrir þingið á sérboðuðu aukaþingi
í júlí. Í þessum frumvörpum á
meðal annars að gera yfirvinnu
fram yfir 35 stundir á viku skatt-
frjálsar, til að hvetja fólk til að
vinna meira. Í öðru verður kveðið
á um hertar refsingar fyrir síbrota-
menn, og í því þriðja yrði innflytj-
endum gert erfiðara að fá ætt-
menni sín til að flytja líka til
Frakklands.
Að kvöldi kjördags kom til óeirða á
stöku stað. Að sögn lögreglu voru
270 manns færðir til yfirheyrslu
og 367 bílar brenndir. Á meðal-
nóttu er kveikt í um 100 bílum í
landinu, einkum í úthverfum
stærstu borganna þar sem arab-
ískir og afrískir innflytjendur eru
fjölmennir. Sarkozy er allt annað
en vinsæll í þeirra hópi. Sem inn-
anríkisráðherra kallaði hann einu
sinni ungu óeirðaseggina
„úrþvætti“ sem ætti að „spúla út“.
Þó var eitt af því sem kom á óvart
við úrslit kosninganna að Sarkozy
fékk 43,5 prósent atkvæðanna í
Seine-Saint-Denis-sýslu norður af
París, þar sem innflytjendur eru
mjög fjölmennir og atvinnuleysi
útbreitt. Þar var „skjálftamiðja“
óeirðanna síðla árs 2005, sem
engan enda virtust ætla að taka.
Sarkozy fékk umboð til umbóta