Fréttablaðið - 08.05.2007, Síða 32

Fréttablaðið - 08.05.2007, Síða 32
LEIKIR er fjöldinn sem tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, sem leika nú með FH, hafa spilað í efstu deild á gifturíkum ferlinum. Þeir hafa hvor um sig spilað 96 leiki með ÍA og KR og hafa samanlagt skorað 85 mörk í þeim.192 » ÓLAFUR ÞÓRÐARSON er einhver litríkasti og skemmti- legasti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér. Ólafur er uppalinn Skagamaður og lék fyrstu árin með ÍA. Hann spilaði síðan sem atvinnumaður með Brann og Lyn í Noregi en kom heim árið 1993 og spilaði með ÍA til loka ársins 1997. Þá varð hann spilandi þjálfari hjá Fylki í tvö ár áður en hann sneri aftur upp á Skaga sem þjálfari. Hann lagði skóna á hilluna eftir tíma- bilið 2002 og hætti sem þjálfari ÍA á miðju síðasta tímabili. Hann stýrir nú Fram í Landsbankadeild- inni. Ólafur lék 182 leiki í efstu deild og skoraði í þeim 28 mörk. Hann varð sex sinnum meistari með ÍA sem leikmaður og einu sinni sem þjálfari. Ólafur lék 72 A-landsleiki á ferlinum. Sport fékk Ólaf til að velja draumalið sitt úr þeim hópi leikmanna sem hann spilaði með á löngum og farsælum ferli. DRAUMALIÐIÐ Bjarni Sigurðsson Árni Sveinsson Ólafur Þórðarson Sævar Jónsson Guðni Bergsson Atli Eðvaldsson Pétur Pétursson 2 sport Florentina Grecu, markvörður Stjörnunnar, valdi Ísland fram yfir Serbíu þegar hún ákvað að hleypa heimdraganum. SPORTMYND/ANTON FRÁ RITSTJÓRA Óskar Hrafn Þorvaldsson ALLIR ELTA FH Forráða- menn FH hafa búið til umgjörð sem hæfir liði í fremstu röð og stuðn- ingsmenn- irnir hafa ekki látið sitt eftir liggja. Það er einhver stórveldis- bragur á FH og ég kann vel við það. Forsíðumyndina tók Anton Brink af þeim leikmönnum og þjálfurum FH sem hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin þrjú ár. Sjá viðtal á blaðsíðu 10. Útgefandi: 365, Ritstjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettabladid.is, Útlitshönnun: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is sport » ÍÞRÓTTABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS 3.TBL. 2007 LAGT AF STAÐ Í ÞRIÐJU TITILVÖRNINA SP O RT M YN D /A N TO N LANDSBANKADEILDIN Í FÓTBOLTA FER AF STAÐ Á LAUGARDAGINN. FH-INGAR HAFA UNNIÐ SÍÐUSTU ÞRJÚ ÁR OG ÆTLA SÉR FJÓRÐA TITILINN. Landsbankadeildin í fótbolta hefst á laugardag- inn. Flestir eiga von á því FH-ingar muni vinna Íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð og sá sem þetta skrifar er þar ekki undanskilinn. FH-ingar hafa byggt upp ótrúlega öflugt lið á tiltölulega stuttum tíma. Forráðamenn félagsins hafa búið til umgjörð sem hæfir liði í fremstu röð og stuðningsmennirnir hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja. Það er einhver stórveldis- bragur á FH sem ég kann vel við. Og það verður að líkindum engin breyting á í sumar. Andstæðingar FH verða í eltingarleik í sumar. Ekki bara inni á vellinum heldur líka utan vallar. Andstæð- ingana vantar ekki bara betri fótboltamenn heldur líka betri umgjörð. Þá vantar meiri stemningu, meira sjálfstraust. Það eina sem mörg af þessum liðum eiga eru peningar. En peningar kaupa ekki árangur eins og margoft hefur komið fram. Um það geta til að mynda KR- ingar og Valsmenn vitnað. En af hverju er FH með langbesta liðið? 1) FH-ingar hafa haldið svipuðu liði undanfarin þrjú ár. 2) Félaginu hefur tekist að stoppa í þau göt sem hafa myndast með brotthvarfi leikmanna eins og Allans Borgvardt og Ármanns Smára Björnssonar án sýnilegra vandræða. 3) FH-liðið er með þjálfara sem hefur sýnt að hann veit hvað hann vill og það sem meira er – hann veit hvernig á að ná því fram. 4) FH-liðið er það eina á Íslandi sem hefur fyrir- fram skilgreindan sóknarleik sem byggist ekki á tilviljunarkenndum sendingum fram völlinn og síðan að vona það besta. FH-liðið raðar saman mönnum í stöður sem henta leikstílnum. Þar er tilviljun ekki látin ráða ferðinni. 5) Leikmenn liðsins er komnir með óbilandi sjálfstraust eftir sigurgöngu síðustu ára. Sjálfs- traustið lýsir sér þó ekki í hroka heldur í þeirri vissu að FH-liðið hefur á sannfærandi hátt einok- að hlaðborðið í Landsbankadeildinni undanfarin þrjú ár. 6) FH hefur unnið tvo titla það sem af er þessu ári, þá tvo sem í boði hafa verið. 7) Leikmenn FH eru enn eins og gráðugir gammar á eftir bikarnum sem þeim hefur ekki tekist að landa á síðustu þremur árum. Þeir eru drifnir áfram að því takmarki að sigra loksins tvöfalt. Við hin liðin níu sem ætla sér að keppa við FH í Landsbankadeildinni í sumar segir ég: Gangi ykkur vel! Sigurður Jónsson Ásgeir Sigurvinsson Pétur Ormslev Arnór Guðjohnsen É g hef verið hérna í þrjú ár og líkar alveg afskaplega vel,“ segir hin 24 ára gamla rúm- enska Florentina Grecu sem varð á dögunum Íslandsmeistari í hand- bolta annað árið í röð. Grecu, sem kom hingað þegar hún var tvítug, lék í þrjú ár með ÍBV en skipti yfir í Stjörnuna síðastliðið haust. Grecu kom hingað til lands vegna þess að hún var of sein að finna sér lið í Evrópu en hún gat valið á milli Serbíu og Íslands. Og valdi Ísland. „Ég sé ekki eftir því. Hér líður mér afar vel,“ segir Grecu en hún býr hér með manni sínum og vinn- ur þrjá tíma á leikskóla auk þess að spila handbolta. „Ég hef það mjög gott fjárhagslega og við erum mjög hamingjusöm,“ segir Grecu. Hana dreymir um að spila í sterkari deild í Evrópu og það er líkt með henni og mörgum öðrum að Danmörk er draumastaðurinn. „Ég er með tilboð frá Danmörku en ég á eitt ár eftir af samningi mínum við Stjörnuna og ætla að virða hann. Ég stefni að því að fara til Danmerkur á næsta ári og það verður hvatning fyrir mig á næsta ári að verða enn betri til að komast að hjá betra liði,“ segir Grecu. En hefur hún einhvern tíma hugleitt að sækja um íslenskan ríkisborgararétt þegar hún hefur rétt til? „Ég get ekki sagt að ég hafi hugsað út í það. Kannski aðeins smá en ég er Rúmeni og spila með rúmenska landsliðinu þegar ég get. Ég yrði að hugsa mig afskap- lega vel um en það er ekki hægt að útiloka neitt,“ segir Grecu. Rúmenski markvörðurinn Florentina Grecu, sem leikur með Stjörnunni, er ein af bestu handboltakonum landsins. Hún hefur verið hér í þrjú ár og sér ekki eftir því að hafa valið Ísland fram yfir Serbíu á sínum tíma. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON TEKUR GARÐABÆ FRAM YFIR DANMÖRK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.