Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.05.2007, Blaðsíða 38
Hollendingurinn Ruud van Nistel- rooy hefur verið sjóðandi heitur í framlínu Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni að undanförnu. Hann hefur skorað níu mörk í síð- ustu níu leikjum liðsins og átt stór- an þátt í því að liðið er aðeins tveimur stigum á eftir Barcelona á toppi deildarinnar. Í SÖGUBÆKURNAR Það er óhætt að segja að van Nistel- rooy hafi alltaf skorað, hvar sem hann hefur stigið niður fæti. Hann var markahæsti leikmaður hol- lensku deildarinnar í tvígang með PSV, 1999 með 31 mark og 2000 með 29 mörk. Hann var einnig markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með Manchest- er United árið 2002 en þá skoraði hann 25 mörk. Eins og áður sagði er van Nistelrooy markahæstur í spænsku úralsdeildinni með 20 mörk, einu meira en Alberto Diego Milito og Freddie Kanoute. Verði hann efstur til loka nær hann þeim áfanga að verða fyrsti framherjinn sem hirðir markakóngstitil í þrem- ur af sex bestu deildum heims. EKKI SLÆMUR FÉLAGSSKAPUR Það má með sanni segja að van Nistelrooy sé ekki í félagsskap af verri endanum þegar þeir leik- menn sem hafa orðið markakóng- ar í tveimur deildum eru skoðaðir. Þeirra á meðal eru landi hans Marco van Basten sem varð tví- vegis markakóngur með Ajax í Hollandi og tvívegis með AC Milan á Ítalíu og Brasilíumennirnir Rom- ario og Ronaldo sem urðu báðir markakóng- ar með PSV í Hollandi og Bar- celona á Spáni en Ronaldo varð auk þess markahæstur með Real Madrid. HÖRÐ KEPPNI Það munar ekki miklu á van Nistel- rooy og næstu mönnum því Argent- ínumaðurinn Alberto Diego Milito, sem leikur með Real Zaragoza, og Frakkinn Freddie Kanoute hjá Sevilla eru báðir með nítján mörk. Þeir eru .þó ekki í eins miklu stuði og van Nistelrooy. Kanoute hefur ekki skorað í deildinni síðan 18. mars síðastliðinn og Milito hefur ekki fundið netmöskvana í undan- förnum fjórum leikjum. Öfugt við van Nistelrooy , sem hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum og níu mörk í síðustu níu. Fari svo að AC Milan sigri í Meistaradeild- inni er líklegt að harmsaga núverandi leiktíðar á Ítalíu verði endurrituð. Titlar telja í sögubókum og sjálfsagt munu komandi kynslóðir líta á árin 2006 og 2007 sem gullöld ítalska boltans. Árin sem Ítalir urðu heimsmeistarar og ítalskt lið varð Evrópumeistari. Svona geta nokkrir leikir breytt miklu. AC Milan er búið að eiga einhverja döprustu leiktíð sína í deildinni í mörg ár, þjakað af Calciopoli-málinu og mínusstigunum átta sem liðið lagði af stað með. En frá áramótum hefur stígandi verið í leik liðsins og á vordögum hefur það verið óstöðvandi. Hamskiptin á liðinu eru algjör á nokkrum vikum. Þannig á liðið sem mætti teinrétt og keikt til leiks gegn Manchester United lítið sameiginlegt með liðinu sem átti í miklum vandræðum að brjóta Celtic á bak aftur og þurfti einstakl- ingsframtak Kaká til í framlengingu síðari leiksins. Ítalir hafa verið í miklu þunglyndi í vetur og haft hálfgerða skömm á fótbolta. Lélegasta leiktíð frá stríðslokum segja menn og aðsóknin endurspeglar það. Ekki verið minni í fjörutíu ár. Upprisa Milan hefur vakið menn af þyrnirósarsvefni þunglyndisins og ráða fjölmiðlar sér vart fyrir kæti. Geðshræringin dásamlega öfgakennd að sjálfsögðu. Þakklætið í garð Milan fyrir að bjarga heiðri þjóðarinnar svo mikið að strikað er yfir allt sem á undan er gengið. Þannig voru átta af ellefu sérfræðingum sem La Gazzetta dello Sport leitaði til á þeirri skoðun að Milan væri sterkara lið en meistarar Inter sem sigruðu í deildinni með mestu yfirburðum í sögunni. Inter lagði Milan sannfærandi að velli í báðum innbyrðisviðureignum vetrarins. Á sveif með Milan lögðust óvilhallir meistarar úr ýmsum áttum; Marcello Lippi, Pierluigi Casiraghi, Claudio Ranieri, Luca Marchegiani, Giuseppe Giannini, Franco Causio, Giuseppe Signori og Gianfranco Zola. Aðeins Giancarlo Antognoni, Zbignew Boniek og Fabrizio Ravanelli töldu Inter fremri. En kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið og tapi Milan úrslitaleiknum blasir svartnættið við á nýjan leik. Þá verður leiktíðarinnar minnst í framtíðinni sem eignar Englendinga. „Annus horribilis“ heitið sem svo oft hefur verið notað í vetur jafnframt geirneglt á spjöld sögunnar. 8 sport NAUTABANINN Einar Logi Vignisson Á LEIÐ Í SÖGUBÆKURNAR John Charles (Leeds United, Englandi 1957 og Juventus á Ítalíu 1958) Marco van Basten (Ajax, Hollandi 1984 og 1987 og AC Milan, Ítalíu 1990 og 1992). Romario (PSV, Hollandi 1989 og 1991 og Barce- lona, Spáni 1994) Ronaldo (PSV, Hollandi 1995, Barcelona, spáni 1997 og Real Madrid, Spáni 2004) Marcio Amor- oso (Udinese, Ítalíu 1999 og Borussia Dort- mund, Þýskalandi 2002). Christian Vieri (Atletico Madrid, Spáni 1998 og Hollenski markahrókurinn RUUD VAN NISTELROOY skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid í 3-2 sigri á Sevilla um helgina. Þar með er hann orðinn markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar með 20 mörk. Haldi hann toppsætinu kemst hann á spjöld sögunnar. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON Internazionale, ítalíu 2003). Ruud van Nistelrooy (PSV, Hollandi 1999 og 2000 og Manchester United, Englandi 2003. HAFA ORÐIÐ MARKAKÓNGAR Í TVEIMUR DEILDUM MILAN GEGN INTER 8-3! Hollenski framherj- inn Ruud van Nistel- rooy skorar mörk hvar sem hann er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.