Fréttablaðið - 08.05.2007, Síða 40

Fréttablaðið - 08.05.2007, Síða 40
V ið erum ekki búnir að fá nóg. Mér sjálfum líður ekk-ert öðruvísi en tvö síðustu ár. Mér líður eins og við eigum bik- arinn og munum halda dauðahaldi í hann. Ég held að þannig sé með alla. Það er komið stolt í mannskap- inn og menn þekkja tilfinninguna sem fylgir því að vinna Íslands- meistaratitilinn. Ég lofa því að við erum enn jafn hungraðir,“ segir Daði Lárusson, markvörður og fyrirliði FH, spurður um stemning- una í herbúðum FH fyrir komandi tímabil í Landsbankadeildinni. TOPPURINN AÐ LYFTA BIKARNUM Daði er uppalinn FH-ingur og hann segir það hafa verið toppinn á ferl- inum þegar hann lyfti sjálfur Íslandsmeistarabikarnum á loft í fyrra en hann tók við fyrirliða- bandinu af Heimi Guðjónssyni sem lagði skóna á hilluna fyrir síð- asta tímabil og skellti sér í þjálf- aragallann. „Þegar ég lyfti bikarn- um á loft leið mér ótrúlega vel. Þetta varð allt svo raunverulegt. Þetta var hlutur sem var afskap- lega fjarlægur þegar ég lék í yngri flokkunum enda var FH á þeim tíma ekki þekkt fyrir að vinna titla,“ segir Daði, sem er eini leik- maður FH sem hefur spilað alla 54 leiki liðsins á þessum þremur Íslandsmeistaratímabilum. SAMSTILLTUR HÓPUR FH-ingar hafa að sönnu borið ægis- hjálm yfir önnur lið á Íslandi und- anfarin þrjú ár undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og Daði segir þátt Ólafs vera gífurlega mikilvægan. „Það er í raun lyginni líkast að þjálfaranum hafi tekist að halda hópnum saman og hafa alla góða. Honum hefur tekist að halda mönnum á tánum öll þessi ár og það sama er uppi á teningnum í ár. Það er svo margt sem þjálfarinn þarf að huga að og hann hefur séð til þess að hópurinn sé samstilltur. Það standa allir þétt við bakið hver á öðrum og menn sýna á stundum ótrúlega þolinmæði. Það er held ég helsti styrkur FH-liðsins að leik- menn hugsa fyrst um liðið og síðan sjálfa sig,“ segir Daði og bætir við að ekki megi gleyma stjórninni og stuðningsmönnunum. „Stjórnin hefur staðið sig frá- bærlega við að skapa flotta umgjörð í kringum félagið og vöxturinn hefur verið ótrúlegur. Í kjölfarið hefur stemningin á vellinum aukist til muna og það er ekki síst að taka strákunum í Botnleðju sem settu á fót Hafnarfjarðarmafíuna. Fyrst voru þetta nokkrir strákar en nú er þetta breiðfylking hóps sem styður okkur sama hvað á dynur. Það sem er líka skemmtilegast við stuðnings- mennina er að þeir fagna hverjum titli eins og hann sé sá fyrsti.“ BÍÐ EFTIR TOPPTÍMABILINU Daði, sem er 33 ára, hefur á undan- förnum árum skipað sér í hóp bestu markvarða landsins með stöðugri frammistöðu. Hann seg- ist þó enn vera að bíða eftir sínu besta tímabili. „Ég er alltaf að bíða eftir topp- tímabilinu. Ég er alltaf í því að reyna að toppa sjálfan mig á hverju ári enda er það hluti af því að halda einbeitingunni ár eftir ár. Mér finnst ég hafa farið þessi þrjú síðustu tímabil á pari, þau voru öll frekar svipuð. Sumir leikir voru góðir, aðrir verri en flestir svona þokkalegir,“ segir Daði hógværðin uppmáluð. Og það er ekki hægt að fá hann til að segja að hann sé besti markvörður deildarinnar. „Þeir sem þekkja mig vita að ég myndi aldrei viðurkenna það. Það er fullt af góðum markvörðum en eigum við ekki að segja að ég sé í hópi bestu markvarða landsins,“ segir Daði og hlær. MEÐ SAMNING TIL 2010 Og Daði er ekki á þeim buxunum að hætta þótt titlunum fjölgi sem og árunum. „Ég er með samning við FH til 2010. Þá verð ég 37 ára gamall. Ég ætla að klára þennan samning með fullri reisn en síðan verður bara að skoða árið 2011 þegar þar að kemur. Ef skrokkur- inn er í lagi þá er aldrei að vita hvað gerist. Eru markmenn ekki að toppa á þessum aldri nú til dags?“ spyr Daði og hlær. 10 sport „LÍÐUR EINS OG VIÐ EIGUM BIKARINN“ FH-ingar hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin þrjú ár. Markvörðurinn Daði Lárusson hefur spilað alla leiki liðsins þessi þrjú ár. Ef eitthvað er að marka hann eru FH-ingar ekki orðnir saddir. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON FH hefur unnið Íslandsmeistara- titilinn þrívegis á þremur árum. Fyrst árið 2004 þar sem félagið tryggði sigur í síðustu umferðinni gegn KA á Akureyri. Árið 2005 hafði liðið sjaldséða yfirburði, var 16 stigum á undan liðinu í öðru sæti. Í fyrra kom þriðji titillinn þó kannski með minnsta glæsibragnum en samt urðu FH-ingar sex stigum á undan KR-ingum. 2004 2005 2006 DAÐI LÁRUSSON Markvörður » 54 leikir af 54 (100%) » Í byrjunarliði 54 » Vara- maður 0 » Fyrirliði í 24 leikjum 2004 18+0/0 2005 18+0/0 2006 18+0/0 ÁSGEIR GUNNAR ÁSGEIRSSON Miðjumaður » 51 leikur af 54 (94%) » Í byrjunarliði 39 » Vara- maður 12 2004 7+9/2 mörk 2005 14+3/2 2006 18+0/2 GUÐMUNDUR SÆVARSSON Hægri bakvörður » 51 leikur af 54 (94%) » Í byrjunarliði 48 » Varamaður 3 2004 15+3/1 2005 18+0/0 2006 15+0/1 TOMMY NIELSEN Miðvörður » 44 leikir af 54 (81%) » Í byrjunarliði 44 » Varamaður 0 2004 17+0/3 2005 15+0/0 2006 12+0/1 FREYR BJARNASON Bakvörður » 43 leikir af 54 (80%) » Í byrjunarliði 43 » Varamaður 0 2004 17+0/1 2005 18+0/1 2006 8+0/1 ATLI VIÐAR BJÖRNSSON Framherji » 40 leikir af 54 (74%) » Í byrjunarliði 27 » Varamaður 13 2004 16+1/6 2005 5+9/3 2006 7+2/4 DAVÍÐ ÞÓR VIÐARSSON Miðjumaður » 37 leikir af 54 (69%) » Í byrjunarliði 31 » Varamaður 6 2004 2+6/0 2005 18+0/1 2006 11+0/0 » LANDSBANKADEILDIN «

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.