Fréttablaðið - 08.05.2007, Síða 42

Fréttablaðið - 08.05.2007, Síða 42
12 sport Guðjón Þórðarson gerir kröfu um það að synir hans Bjarni og Þórður verði í fantaformi í sumar enda segir þá búa yfir getu, karakter og þekk- ingu til að skara fram úr. SPORTMYND/HÖRÐUR » ÞÓRÐUR OG BJARNI Þórður og Bjarni Guðjónssynir eiga það sameiginlegt að hafa orðið tvöfaldir meistarar þegar þeir léku síðast fyrir föður sinn á Íslandi; það er að Skagamenn unnu bæði Íslandsmótið og bikarkeppnina þegar feðgarnir stóðu saman í baráttunni hér á landi. Þórður vann tvöfalt með Skagamönnum, varð markakóngur og kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar þegar hann lék síðast fyrir föður sinn 1993. Bjarni varð tvöfaldur meistari, annar markahæsti maður deildarinnar og var kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar þegar hann lék síðast fyrir föður sinn 1996. Þórður Guðjónsson hefur spilað 52 leiki undir stjórn föður síns í úrvalsdeild karla á Íslandi, bæði fyrir KA (16) og ÍA (36). Þórður hefur skorað 27 mörk í þessum leikjum, þar af 25 þeirra í búningi Skagamanna. Þórður spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild með KA þegar Guðjón þjálfaði liðið 1990. Þórður jafnaði markametið og skoraði 19 mörk í 18 leikjum þegar hann lék síðast fyrir föður sinn hér á landi sumarið 1993. Þórður skoraði einnig 11 mörk í 17 leikjum þegar hann lék fyrir föður sinn í B-deildinni sumarið 1991. Bjarni Guðjónsson hefur spilað 17 leiki undir stjórn föður síns í úrvalsdeild karla á Íslandi. Bjarni skoraði 13 mörk í 17 leikjum sumar- ið 1996 en það var hins vegar Logi Ólafsson sem gaf honum fyrsta tækifærið þegar Bjarni kom inn á sem varamaður í 2-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum 8. september 1995. Bjarni skoraði fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Guðjóns í maí 1996. Bjarni lék einnig rúmlega 90 leiki fyrir föður sinn hjá Stoke á árunum 2000 til 2002. » LANDSBANKADEILDIN « Harðviður Flottustu grill og garðhúsgögn í bænum! Askalind 4 • 201 Kópavogur • Sími 554 0400 • www.grillbudin.is Þ að er engin pressa á mér. Í það minnsta ekki utanað-komandi. Ég set pressu á sjálfan mig og væri náttúrlega að ljúga ef ég segði að ég ætlaði að fara í fótboltaleik og ætlaði ekki að vinna. Þannig er það nú bara,“ segir Guðjón Þórðarson, sem er kominn heim á nýjan leik – upp á Akranes eftir ellefu ára fjarveru. TEKUR TÍMA AÐ NÁ ÁRANGRI Það er kannski ekki búist við miklu af ÍA enda hefur félagið gengið í gegnum mikla endurnýjun á undanförnum árum. Guðjón hræð- ist það ekki að hópurinn sé ungur og segir hina gamalkunnu sam- stöðu og vilja geta flutt fjöll þegar svo ber undir. „Samstaðan hefur verið sterk á Skaganum í gegnum tíðina en það þarf að vinna vel til að búa til umhverfi þar sem árangur á að nást. Það þarf fjárhagslegt sjálf- stæði, sterka og stöðuga stjórn og menn þurfa að gera sér grein fyrir því að árangri er ekki náð á stutt- um tíma. Það þarf að búa til lið og liðsanda og ef það væri auðvelt þá væru væntanlega allir á toppn- um,“ segir Guðjón og hlær. AÐ SIGLA LYGNAN SJÓ Aðspurður um markmið ÍA í sumar segir Guðjón það ljóst vera að ÍA sé ekki að fara að berjast um titilinn. „Ég held að FH, KR og Valur séu með sterkustu liðin. Okkar mark- mið er að sigla lygnan sjó. Ef við sjáum fram á að það markmið náist getum við sett stefnuna hærra. Það er hins vegar alveg ljóst að ég verð óánægður ef ég vinn ekki fleiri leiki en ég tapa,“ segir Guðjón. GERIR KRÖFUR TIL SONANNA Bæði Bjarni og Þórður, synir Guð- jóns, munu spila undir stjórn föður síns í sumar. Bjarni var einn af bestu mönnum deildarinnar í fyrra en Þórður náði sér ekki á strik vegna meiðsla. „Ég verð með Þórð á hægri kantinum og Bjarna sem framliggj- andi miðjumann. Auðvitað geri ég kröfur til drengjana. Þetta er góðir leikmenn sem hafa getu, reynslu og þekkingu til að standa sig,” segir Guðjón. Athyglisvert er að skoða að þegar bræðurnir spiluðu síðast sitt í hvor lagi fyrir föður sinn endaði það með Íslandsmeistaratitili. ERFITT AÐ FÁ LEIKMENN Illa hefur gengið fyrir Guðjón að fá íslenska leikmenn upp á Akra- nes enda segist hann ekki taka þátt í þeirri launastefnu sem sé í gangi hjá mörgum liðum. „Það er bara einn leikmaður, Árni Thor Guð- mundsson, sem er úr bænum og það segir sitt. Það er alveg klárt að það er verið að borga ákveðnum hópi leikmanna svakalega mikið fyrir þá vinnu sem þeir eru að leggja af mörkum. Ég skil þá vel að fara þangað sem peningarnir eru mestir en ég legg bara ekki sama mat á verðmæti þeirra og þeir sjálfir.“ „ÓÁNÆGÐUR EF ÉG VINN EKKI FLEIRI LEIKI EN ÉG TAPA” GUÐJÓN ÞÓRÐARSON hefur tekið við Skagaliðinu á nýjan leik eftir ellefu ára fjarveru. Síðast þegar Guðjón stýrði liðinu varð það tvöfaldur meistari. Margt hefur breyst og kröfurnar eru ekki þær sömu í dag. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.