Fréttablaðið - 08.05.2007, Page 44

Fréttablaðið - 08.05.2007, Page 44
14 sport GÆFI ALLT FYRIR AÐ SKORA TÍU MÖRK Sinisa Valdimar Kekic er aldursforseti Landsbankadeildarinnar. Hann verður 38 ára í nóvember en segist vera í toppformi. Víkingar treysta á að galdurinn í fótum Kekic minnki ekki þótt árunum fjölgi. EFTIR ÓSKAR HRAFN ÞORVALDSSON Malarhöfða 2a • 110 Reykjavík Sími 570 9900 • www.fiat.is Opið: virka daga frá 8–18 laugardaga frá 12–16 Saga er umboðsaðili fyrir Alfa Romeo, Ducati, Ferrari, Fiat og Maserati Byggt til að sigra Nýju hjólin eru komin– og fara hratt! Sinisa Kekic er aldursforseti Landsbankadeildarinnar. Hann stefnir að því að festa Víking í sessi í efstu deild, sem gleður örugglega gömlu kempurnar Einar Þorsteins- son og Gunnlaug Lárusson. SPORTMYND/HÖRÐUR » LANDSBANKADEILDIN « Þeir eru ekki margir sem geta mótmælt því að Sinisa Valdi- mar Kekic hafi verið einn besti leikmaður íslenskrar knatt- spyrnu þau tíu ár sem hann hefur dval- ið hér á landi. Þessi 37 ára gamli leikmaður lék lengst af með Grindavík en söðlaði um í fyrra og lék með Þrótti í 1. deildinni. Nú er hann mættur aftur í úrvalsdeild- ina með Víkingi og segist vera í toppformi þrátt fyrir að vera ald- ursforseti deildarinnar. „Ég hef ekki misst úr eina æfingu í vetur og er bara í topp- formi,“ segir elsti leikmaður Landsbankadeildarinnar í samtali við Sport. Kekic segir heilsuna vera góða og þótt hann verði stundum þreyttur eftir leiki sé það bara eðlilegt. Kekic er reyndasti leikmaður Víkings og ljóst að mikið mun mæða á honum í sumar. „Ég finn auðvitað til ábyrgðar sem elsti leikmaður liðsins og reyni eins og ég get að miðla reynslu minni til hinna leikmanna liðsins. Við tölum mikið saman og reynum að bæta okkur sem lið. Ég finn að þjálfar- inn treystir mér og vona að ég standi undir því,“ segir Kekic, sem hefur eingöngu spilað sem fram- liggjandi miðjumaður hjá Víkingi og er afskaplega ánægður með að vera bara í einni stöðu eftir að hafa flakkað á milli varnar, miðju og sóknar á löngum ferli. „Þessi staða hentar mér vel. Ég er ekki jafn fljótur og ég var en ég reyni alltaf að vera hættulegur,“ segir Kekic og hlær. Spurður um markmið sín segir Kekic að það skipti öllu máli að Víkingur vinni leiki en viðurkennir þó að hann myndi gefa allt fyrir að skora tíu mörk í deildinni. „Það myndi vera afskaplega mikilvægt fyrir liðið. Þetta verður auðvitað erfitt en ég hef tröllatrú á liðinu. Það er góð samstaða frá formanni til yngsta leikmanns. Við erum með gott lið sem erfitt er að spila á móti,“ segir Kekic. Kekic flutti til Reykjavíkur síð- asta sumar eftir að hafa búið í Grindavík lengstan hluta dvalar sinnar hér á Íslandi og honum líður vel í höfuðborginni. „Lífið er alveg stórglæsilegt og miklu skemmtilegra að búa hér heldur en í Grindavík,“ segir Kekic, sem veit ekki hvort þetta er hans síð- asta tímabil. „Ég er með samning út þetta tímabil en ef ég er heill heilsu langar mig til að spila áfram. Í það minnsta þar til ég hef ekki lengur gaman af því að spila fótbolta.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.