Fréttablaðið - 08.05.2007, Page 64

Fréttablaðið - 08.05.2007, Page 64
KL. 20.00 Er nauðsynlegt að skjóta þá? Hvalaskoðun, hvalveiðar og ís- lenskar sjávarbyggðir. Níels Ein- arsson, mannfræðingur og for- stöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri, flytur er- indi í ReykjavíkurAkademíunni í JL-húsinu við Hringbraut. „Apríl er grimmastur mánaða“ – á þessum orðum hefst frægasti ljóða- bálkur 20. aldar, Eyðilandið eftir T.S. Eliot, og í framhaldinu koma þess- ar línur (þýðing Sverris Hólmarssonar): „græðir grös upp úr dauðri mold- inni, hrærir girndum saman við minningar, glæðir vorregni visnaðar rætur.“ Apríl er grimmastur mánaða: Forvígismaður nútímakveðskapar gat auðvitað ekki haldið áfram lofsöng rómantískra skálda nítjándu aldar um vorið – hann varð að líta það öðrum augum, enda segir hann í fram- haldinu „veturinn veitti okkur yl / þakti grundina gleymskusnjó“. „Vorið góða, grænt og hlýtt“ orti Jónas Hallgrímsson eftir Heine og kallaði Vorvísur: „allt er nú sem orðið nýtt, / ærnar, kýr og smalinn“ segir þar og vakti grunsemdir um að Jónas hefði sem fyrr farið frjálslega með frumtextann; það er erfitt að sjá þýska skáldið og Parísarbúann Heine fyrir sér, hugsandi um ærnar, kýr og smalann. Hér mætast þeir hinn lög- lærði, sjálfhverfi sveimhugi og sveinn úr djúpum dali, svo notað sé orða- lag Kristjáns Árnasonar, og það er langt á milli. Enda segir Páll Valsson í bók sinni um Jónas: „svo íslenskar eru þessar vísur að allri gerð og hugs- un að enn hefur ekki tekist að benda á frumkvæðið.“ Sé bara horft til formsins finnst mér það að vísu blasa við: Im wunder- schönen Monat Mai, í maímánuðinum undurfagra, segir hjá Heine í Ljóð- rænu millispili í Buch der Lieder, og er fyrsta línan í tveimur vísum sem eru ekki ósvipaðar Vorvísunum að gerð, þótt aðeins fuglasöngurinn minni á Jónas. Maímánuðurinn verður Heine tilefni til að játa hinni heittelskuðu ást sína og þrá, kannski er hann bara að hræra saman girndum og minn- ingum eins og Eliot síðar, meðan Jónas fýsti „alltaf þó, aftur að fara í göngur.“ Göngur: Marga hefur einmitt fýst að fara í göngur í byrjun maí. Til þess var fólk hvatt til dæmis í Rauða fánanum, sem Félag ungra kommún- ista gaf út í lok apríl 1936. Í því blaði birtist nafnlaust baráttuljóð sem hét Seinasti apríl. Síðar kom það á bók undir nafninu „Lifandi Ímynd Frels- isins“ og var lagt í munn aðalpersónunni. Íslendingar kannast nú orðið vel við kvæðið, sem samið var á hótelherbergi í Kaupmannahöfn og hefst á orðunum „Ó hve létt er þitt skóhljóð“, og þá undir þriðja nafninu: Maí- stjarnan. Maístjarnan er dæmi um kvæði sem fær mismunandi merk- ingu eftir því samhengi sem það birtist í. Í Rauða fánanum er það baráttu- kvæði, í skáldsögunni Heimsljósi er það orðið ástarljóð sem Ólafur Kára- son yrkir til Jórunnar í Veghúsum. Líklega fylgir þetta vorkvæðunum: Þau eru um breytingar, um nýtt líf, um ástina en oft með svo almennum hætti að lesandinn getur skilið þau táknrænum skilningi sem breytist eftir því sem stendur á hjá honum eða henni, þegar vetrinum lýkur og maísólin skín, „og söngurinn um eilífð jarðargróðans steig upp úr moldinni“, eins og segir hjá Einari Braga (Regn í maí). Og hér verður að skjóta því inn í að ást í maí var líka hugleikin Sigurði Norland, presti í Hindisvík, sem vildi kenna Englendingum að semja hringhendur og orti þess vegna á ensku: „She is fine as morn’ in May / mild, divine and clever / like a shining summer’s day / she is mine forever.“ Þetta hafa Englendingar ekki gert betur sjálfir. Maí er tími ástarinnar og tími breytinganna. T. S. Eliot, sem gat um grimmd aprílmánaðar, orti líka um möguleika maímánaðar í hinum síðasta af kvartettunum sínum fjórum (Little Gidding í Four Quartets) og lék sér þá með tvöfalda merkingu orðsins „may“ í ensku: það sem gæti ekki gerst í maí... Ort í maí Hljómsveitin Salsa Celtica snýr aftur til Íslands til að leika á heimstónlistarhátíð- inni Vorblót. Tónlist hennar er frumleg blanda af suð- rænni sveiflu og norrænum áhrifum sem vakið hefur stormandi lukku og fjör í fótum um allar jarðir. Trompetblásarinn og slagverks- leikarinn Toby Shippey er einn af stofnendum sveitarinnar, sem fyrir rúmum áratug byrjaði að bræða saman blóðheita latíntón- list og keltneska tónlistarhefð í Edinborg í Skotlandi. Hann kveðst kátur yfir annarri Íslandsheim- sókn enda skemmtu hljómsveitar- meðlimir sér afbragðsvel síðast. „Hljómsveitin byrjaði reyndar sem meiri félagsskapur en hug- mynd um eitthvert risaband. Ég vissi ekki mikið um salsatónlist til að byrja með, við vorum bara að prófa okkur áfram.“ Tónlistarlífið í Edinborg er einstakt og Shippey útskýrir að hljómsveitin hefði vart getað orðið til annars staðar. „Hér er mjög fjölbreytt tónlistarlíf en það koma ekki margar frægar rokksveitir frá Endinborg, meira um djasstónlistarmenn, þjóðlaga- músík, hiphop og soul-listafólk og allir eru að spila saman því borgin er svo lítil. Tilraunamennskan er því meiri. Fyrir okkur snýst þetta ekki um hvaða tónlistarstefnum við erum að blanda saman heldur um gæði útkomunnar, við viljum bara búa til góða tónlist.“ Latínaðdáendur í borginni tóku við sér þegar tónlist Salsa Celtica fór að heyrast á krám og börum og þá byrjaði boltinn að rúlla. Stuttu síðar var farið að bjóða henni að spila á hátíðum og ýmiss konar uppákomum í fjarlægum löndum á sama tíma og salsabylgja reið yfir heimsbyggðina. Shippey hlær við þegar hann er spurður hvort salsa sé vinsæll dans í Skotlandi. „Ég veit ekki við hvað ég á að miða, ég held að salsa sé ekki mjög vinsælt á Íslandi eða hvað? En fyrir svona fimm árum varð alger salsasprenging í Bret- landi og allir fóru á salsanámskeið en fyrir tíu árum vissu fæstir hvernig tónlist þetta er.“ Shippey viðurkennir að ef til vill hafi hljómveitin lagt sitt af mörk- um í salsabylgjunni. „Já, ætli við séum ekki svona salsa-diplómat- ar,“ segir hann gamansamur. Í fjöl- mörgum borgum eru salsaklúbb- ar eða salsakvöld þar sem dans- áhugafólk mætir til þess að dilla sér og skaka við þessa skemmti- legu tónlist og hafa dansskólar hérlendis til að mynda staðið fyrir slíkum uppákomum. Nú, fjórum plötum síðar, er hljómsveitin búin að finna sinn eigin hljóm og félagarnir farnir að tala spænsku. Innanborðs eru allra þjóða spilarar, gítarleikari frá Chile, skoskur pípuleikari og fiðl- ari frá Írlandi en á plötunum hafa þeir einnig fengið til sín fjölmarga gesti, þar á meðal víðfræga salsa- listamenn og þjóðlagasöngvara. Shippey segir kankvís að enn hafi enginn kjánast til þess að stæla tónlist Salsa Celtica. „Fólk hefur orðið fyrir áhrifum en það er ekki byrjað að herma eftir okkur, við höfum ekki komið af stað neinni bylgju keltneskrar salsatónlist- ar enn þá. Ég frétti samt af því að bandarískur salsalistamaður hefði gert plötu með keltnesku ívafi en það var átta árum eftir að við byrj- uðum. Svo er víst líka til flamenco- hljómsveit sem farin er að blanda keltneskum áhrifum í sína músík. Maður veit aldrei hvað kemur tísku af stað.“ Tónleikar Salsa Celtica verða á skemmtistaðnum Nasa við Austur- völl hinn 18. maí. Birta, bækur og búseta KVENFRELSI ER OKKAR MÁL Kolbrún Halldórsdóttir 1. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður Auður Lilja Erlingsdóttir 3. sæti Reykjavíkurkjördæmi suður Þuríður Backman 2. sæti Norðausturkjördæmi Alma Lísa Jóhannsdóttir 2. sæti Suðurkjördæmi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.