Fréttablaðið - 08.05.2007, Page 70

Fréttablaðið - 08.05.2007, Page 70
Bandaríska þungarokks- hljómsveitin Iron Lung heldur tón- leika hér á landi í kvöld og annað kvöld. Iron Lung, sem er dúett, ætlar að hefja tón- leikaferð sína um Evrópu hér á landi. Tónlist sveitarinnar er kraftmikil, þung og sér á báti.Tríóið Death Metal Supersquad og hin blýþunga Plastic Gods hita upp á fyrri tónleikunum, sem verða í Kaffi Hljómalind. Hefjast þeir klukkan 19.00 og kostar 800 krónur inn. Á síðari tónleikunum, sem verða á Barnum, hita I Adapt og hin efni- lega Celestine upp. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og er miða- verð einnig 800 krónur. Iron Lung spilar í kvöld Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, kom út í gær og stefnir í að verða vinsælasta plata hennar í langan tíma. Volta hefur selst afar vel hérlendis síðan hún kom út í gær. „Salan hérna heima er sú mesta sem við höfum séð hjá Björk í langan tíma,“ segir Ásmundur Jóns- son, útgáfustjóri Smekkleysu. „Þetta er góð innspýt- ing í plötusöluna hérna, sem hefur verið frekar róleg undanfarið.“ Volta hefur fengið gríðarlega góða dóma bæði í inn- lendum sem erlendum fjölmiðlum, þar á meðal fjór- ar stjörnur í Fréttablaðinu, fimm stjörnur í Attitude og fjórar af fimm mögulegum í tímaritunum Mojo og Uncut. Í dómi Uncut segir að Volta sé kraftmesta plata Bjarkar í tíu ár. „Á Volta virðist hún skynja dauðleika sinn. Á sama tíma hefur hún aldrei hljómað jafnlifandi. Ást hennar á börnum, jörðinni og mann- kyninu gegnumlykur alla plötuna,“ segir þar. Ásmundur er að vonum hæstánægður með þessa prýðilegu dóma. „Hún fær góða dóma í öllum helstu fjölmiðlum heims þannig séð, þar á meðal í Guardian, Independent, í Þýskalandi og í frönsku pressunni. Ég hef engan dóm séð minni en fjórar stjörnur eða minni en 8 af 10 mögulegum.“ Fyrsta smáskífulag plötunnar, Earth Intruders, hefur jafnframt vakið mikla athygli og er það þegar komið í almenna spilun hjá BBC í Bretlandi. Náði ekkert lag af síðustu tveimur plötum Bjarkar þeim árangri. Að sögn Ásmundar seldust síðustu tvær plötur Bjark- ar, Medúlla og Vespertine, í um einni og hálfri til tveimur milljónum eintaka hvor víðs vegar um heim- inn. Býst hann við því að Volta eigi eftir að seljast enn betur. „Miðað við þessa athygli held ég að fólk geti verið bjartsýnt, það er engin spurning.“ Volta er sjötta hljóðversplata Bjarkar og sú fyrsta síðan Medúlla kom út árið 2004. Tónleikaferð Bjarkar um Bandaríkin er nýhafin og fékk hún afar góða dóma fyrir fyrstu tónleika sína í Radio City Music Hall í New York. Hoppaði hún um sviðið í appelsínu- gulum kjól og söng lög af Volta í bland við eldri slag- ara á borð við Joga, Army of Me og The Anchor Song, sem var sungið á íslensku. Taldi greinarhöfundur tón- leikana hafa verið þá bestu sem hann hefði séð hing- að til með Björk. THE LIVES OF OTHERS kl. 5.30 - 8- 10.30 NEXT kl. 8 - 10.15 SUNSHINE kl. 10.20 MÝRIN 2 FYRIR 1 kl. 5.40 - 8 KÖLD SLÓÐ 2 FYRIR 1 kl. 5.50 - 8 HOT FUZZ kl. 5.40 - 10.10 B.I. 16 ÁRA B.I. 14 ÁRA B.I. 16 ÁRA B.I. 12 ÁRA B.I. 12 ÁRA B.I. 16 ÁRA SÍMI 530 1919HAGATORG www.haskolabio.is Líf að loknum ferli Nánari upplýsingar á www.isi.is Frank Fredericks, meðlimur í Alþjóða Ólympíunefndinni – IOC og fyrrum spretthlaupari, heldur erindi um ,,líf að loknum ferli” þriðjudaginn 8. maí á fundi Samtaka íslenskra ólympíufara. Fundurinn hefst kl. 18:00 og er haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sal E – 3. hæð. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 MIÐASALA Á !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu STÆRSTA ORRUSTAN ER INNRI BARÁTTAN Fyrsta stórmynd sumarsins HEIMSFRUMSÝNING SPIDERMAN 3 kl. 6 - 8 - 10.40* NEXT kl. 6 - 9 - 11 *KRAFTSÝNING B.I. 10 ÁRA B.I. 14 ÁRA SPIDERMAN 3 kl. 5 - 8 - 11 SPIDERMAN 3 SÝND Í LÚXUS kl. 5 - 8 - 11 NEXT kl. 5.45 - 8 - 10.15 PATHFINDER kl. 5.45 - 8 - 10.15 HILLS HAVE EYES 2 kl. 10.30 PERFECT STRANGER kl. 8 TMNT kl. 6 B.I. 10 ÁRA B.I. 14 ÁRA B.I. 16 ÁRA B.I. 18 ÁRA B.I. 16 ÁRA B.I. 7 ÁRA SPIDERMAN 3 kl. 5.30 - 8.30 - 11.20 PATHFINDER kl. 8 - 10.15 INLAND EMPIRE kl. 5.45 - 9 HILLS HAVE EYES 2 kl. 6 - 8 - 10 ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 6 B.I. 10 ÁRA B.I. 16 ÁRA B.I. 16 ÁRA B.I. 18 ÁRA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.