Fréttablaðið - 08.05.2007, Síða 74

Fréttablaðið - 08.05.2007, Síða 74
BREYTTU GLITNIS PUNKTUM Í PENINGA Teitur Örlygsson sæk- ist eftir því að fá að taka við meist- araflokksliði karla hjá Njarðvík- ingum, sem eru nú þjálfaralaus- ir eftir að Einar Árni Jóhannsson hætti með liðið. Teitur hefur ekk- ert komið að Njarðvíkurliðinu síðan hann lagði skóna á hilluna vorið 2003. „Áhugi minn á körfubolta dofn- aði aðeins en síðan blossaði hann upp aftur og ég sá að ég gat ekkert verið án þess að lifa og hrærast í körfunni. Ég hætti aldrei að fylgj- ast með liðinu en núna er ég klár aftur og mig langar alveg rosalega að taka þátt í þessu,“ segir Teit- ur. Hann er sigursælasti körfu- boltamaður Íslands frá upphafi, vann tíu Íslandsmeistaratitla og sjö bikarmeistaratitla með Njarð- vík á árunum 1984 til 2002 og er bæði leikjahæsti (406) og stiga- hæsti (6.597) leikmaður félagsins frá upphafi. „Ég segi ekki að ég sé að fara aftur í þjálfun. Þetta yrði í fyrsta skipti sem ég yrði alvöru þjálfari. Þetta ár sem ég var með Friðriki Ragnarssyni þróaðist það þannig að Friðrik tók við þessu og ég var bara leikmaður. Ég var að spila þarna í kringum 35 mínútur í leik og Friðrik tók þetta því að sér,“ segir Teitur en saman gerðu þeir Njarðvíkinga að Íslandsmeistur- um sumarið 2001. Teitur var titlaður þjálfari þenn- an veturinn en í kjölfar hans tók Friðrik við og þjálfaði Njarðvík- urliðið til ársins 2004. „Þetta yrði mitt fyrsta tækifæri þar sem ég fengi að vera með lið frá byrjun. Ég er búinn að láta þá vita af því að ég hef áhuga á þessu og mér heyrist að þeir séu jákvæðir fyrir mér,“ segir Teitur og bætir við: „Við eigum eftir að funda saman en ég kem sterklega til greina og ég er gríðarlega spenntur.“ Teitur veit að kröfurnar eru miklar í Njarðvík og þekkir það sem leikmaður. „Í Njarðvík eru svolítið klikkaðar kröfur. Út af velgengni liðsins undanfarin ár þekkir fólk ekkert annað í bænum og þá ósjálfrátt myndast svona miklar kröfur,“ segir Teitur, sem þekkir það frá sínum tíma sem leikmaður að til mikils er ætl- ast af meistaraflokksleikmönnum Njarðvíkur. Njarðvíkingar hafa haft þann háttinn á að ráða Njarðvíkinga sem þjálfara. Hrannar Hólm, sem þjálfaði liðið frá 1995-1996, er síð- asti þjálfarinn sem er ekki upp- alinn Njarðvíkingur og er sá eini fyrir utan erlenda þjálfara í sig- ursælli sögu Njarðvíkur í úrvals- deild karla sem ekki hefur komið upp í gegnum félagsstarfið. Það er ekki ólíklegt að Teitur Örlygsson bætist í hópinn og lengi keðjuna enn frekar. Njarðvíkingar eru að leita sér að nýjum þjálfara í Iceland Express-deild karla eftir að Einar Árni Jóhannsson ákvað að hætta með liðið. Sigursælasti leikmað- ur félagsins segist spenntur fyrir að fá tækifæri til að þjálfa liðið. Bertil Valderhaug, rit- stjóri íþróttadeildar Aftenposten, vill meina að Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður sé besti út- lendingur sem spilað hafi í norsku úrvalsdeildinni frá upphafi. Reyndar komast tveir íslenskir markverðir á lista fimmtán efstu manna en Bjarni Sigurðsson, sem varði mark Brann á níunda áratug síðustu aldar, er í sjötta sæti. Í umsögn sinni um Árna Gaut segir Valderhaug að hann hafi unnið sjö meistaratitla með Ros- enborg og einn með Vålerenga. „Hann á samt silfurmedalíu og bronsmedalíu. Meistaradeildar- leikir hans með Rosenborg voru ógleymanlegir.“ Um Bjarna segir Valderhaug að hann sé goðsögn í Brann þar sem hann lék á sínum tíma. „Var oft lýst sem lifandi vegg í marki Brann. Varð þó aldrei meistari.“ Þriðji Íslendingurinn kemst á listann en það er Stefán Gíslason, leikmaður Lyn, sem hefur átt góðu gengi að fagna í vor. „Afar van- metinn leikmaður,“ segir hann um Stefán sem hann hefur í þrett- ánda sæti. „Með frábæra yfirsýn, öruggur á boltann og getur stýrt spilinu vel. Lyn má vera ánægt ef því tekst að halda honum hjá fé- laginu.“ Meðal þekktra knattspyrnu- manna sem eru á listanum má nefna Christian Wilhelmsson (3. sæti), Tobias Linderoth (7. sæti), Paul Scharner (9. sæti) og John Obi Mikel (15. sæti). Valderhaug nefnir einnig ellefu leikmenn sem voru nálægt því að komast á listann. Þar af eru fjór- ir Íslendingar. Þeir eru Rúnar Kristinsson (Lilleström), Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk), Heiðar Helguson (Lilleström) og Kristján Örn Sigurðsson (Brann). Árni Gautur gat þó ekki tekið undir valið í samtali við Aften- posten. „Það hafa verið margir góðir leikmenn í Noregi. Ég veit ekki hvort ég er betri en allir þess- ir,“ sagði hann er hann las yfir list- ann. Samningur hans við félagið rennur út í haust og ganga við- ræður hægt við félagið um nýjan samning. „Ég veit ekki hvað verð- ur eða hvort félagið vill halda mér. En mér líður vel hjá Vålerenga,“ sagði Árni Gautur. Árni Gautur besti útlending- urinn frá upphafi í Noregi Eins og búist hefur verið við í allan vetur er Rúnar Krist- insson af öllum líkindum á leið í KR. Ekkert er þó frágengið enn sem komið er. „Ég er ekki búinn að ganga frá samningi við KR né neins konar samkomulagi. Ég hef hins vegar rætt við Teit og ef við höldum okkur uppi, sem skýrist vonandi um helgina, þá eru mestar líkur á því að ég fari heim og spili með KR,“ sagði Rúnar. Lokeren, lið Rúnars í Belgíu, er í þriðja neðsta sæti deildar- innar eins og er, með fimm stiga forskot á liðið fyrir neðan. Tvær umferðir eru eftir af belgísku deildinni og ef liðið vinnur Zulte Waregem um helgina hefur liðið tryggt sæti sitt í deildinni. Deildin klárast svo 19. maí og ef Lokeren bjargar sér ætti ekk- ert að vera því til fyrirstöðu að hann komi heim og leiki með KR. Ef Lokeren þarf hins vegar að taka þátt í sérstakri aukakeppni um lið í úrvalsdeildinni sem þau tvö neðstu í deildinni þurfa að gera frestast heimför Rúnars um mánuð. „Það getur margt gerst í þess- um leikjum og miklu meiri óvissa um hvað gerist í kjölfarið. Ég get ekkert fullyrt um hvað gerist þá,“ sagði Rúnar. Rúnar gæti komið heim í lok maí

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.