Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 48

Fréttablaðið - 19.05.2007, Page 48
hús&heimili Símaskráin 2007 er komin út og forsíðu hennar að þessu sinni prýðir verk eftir ungan listamann, Kristin Gunnar Atlason, sem er fyrsta árs nemi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands. Kristinn Gunnar segist hafa verið að teikna og hanna síðan hann man eftir sér. Hann ákvað því að fara í Myndlistaskólann í Reykjavík þaðan sem leiðin lá í Listaháskóla Íslands þar sem hann er á fyrsta ári í grafískri hönnun. Hefð er fyrir því að nemendur á fyrsta ári í grafískri hönnun taki þátt í samkeppninni um forsíðu símaskrárinnar. „Þetta er hluti af kúrs í skólanum svo allir fyrsta árs nemar taka þátt og kennar- inn gefur okkur einkunn fyrir tillögurnar líka,“ segir Kristinn Gunnar. Þemað í keppninni í ár var um- hverfisvænt og Kristinn segist að- eins hafa haft það í huga við hönn- un forsíðumyndarinnar. „Þetta er allt eitthvað svona krúttlegt og rómantískt, svona blóm og eitt- hvað að gerast auk þess sem græni liturinn er áberandi,“ segir hann. Sigurinn í keppninni kom Kristni ánægjulega á óvart. „Ég var mjög sáttur með sigurinn en samt kom það dálítið á óvart að þessi tillaga hefði unnið,“ segir hann. Kristinn ætti þó ekki að vera óvanur því að vinna samkeppni því fyrsta árs nemarnir í grafísku hönnuninni tóku þátt í annarri hönnunarsamkeppni í vetur sem Kristinn vann einnig. „Í þeirri keppni áttum við að hanna lógó fyrir Hringsjá sem er svona end- urhæfingarstöð,“ segir hann. Það er því augljóst að Krist- inn er efnilegur en ekki er enn komið á hreint hvað hann á eftir að fást við í framtíðinni. „Þegar ég byrjaði í grafísku hönnuninni var ég svolítið að gæla við að fara í arkitektúr eða myndlist því ég er mikið að mála líka. Í skólanum er ég líka búinn að kynn- ast ýmsu nýju eins og vöruhönnun og svoleiðis sem mér finnst mjög áhugavert og eins húsgagnahönn- un, þannig að það er allt mögulegt í þessu. Ég er samt mjög sáttur þar sem ég er núna. Þetta er rosalega skemmtilegt nám og skemmtileg- ir krakkar. Ég stefni því á að klára grafísku hönnunina en eftir það er allt óráðið, ég spila þetta bara svona eftir eyranu eitthvað,“ segir Kristinn. Krúttlegt og rómantískt og eitthvað að gerast Kristinn hefur áhuga á ýmsu og segir að framtíðin sé enn óráðin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kristinn vann aðra hönnunarsam- keppni sem fyrsta árs nemar í grafískri hönnun tóku þátt í með þessu lógói fyrir Hringsjá. „Krúttlegt og rómantískt“ segir hönnuðurinn sjálfur um forsíðumyndina á nýju símaskránni. Þessi mynd eftir Kristin er á sýningu í versluninni Fígúru á Skólavörðu- stíg sem verður opnuð í dag. 19. MAÍ 2007 LAUGARDAGUR8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.